Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 23
skottið á þeim. Sama hvert þeir hafa lagt leið sína! Tóbaksreykurinn fyllir lungu Mar- teins. Sköllin og skvaldrið umhverfis hann láta í eyrum hans sem argasta kríugarg. Burt! Burt héðan! hugsar hann. Hann sleppir taki sínu af vínborðinu og reik- ar brott út veitingastofunni. Stormur- inn rífur hurðina úr höndum hans og þeytir henni í lás að baki honum, með háum skelli. Andartak stendur hann og styðst þunglega við handriðið. Síðan heldur hann reikull í spori heimleiðis til mylnunnar. NÆSTI dagur. Hellirigning. Hverja klukkustundina af annarri. Grámóska loftsins grúfir yfir dalnum. Leitinni að Gorisky er aflýst. Engan fýsir að rangla eftir regnvotum skógin- um. Og hver veit nema pilturinn sé þegar kominn veg allrar veraldar. Allt lítur öðruvísi út í dagsbirtunni. Tilraun lil manndráps? Skyldi nú ekki Barði ýkja þetta ofurlítið? Það er lögregluþjónninn einn, sem ekki hvikar frá fyrirætlun sinni. Hann eyðir öllum deginum í símtöl við yfir- boðara sína. Fram eftir morgninum gekk Marteinn Brunner eirðarlaus um gólf í þakher- bergi sínu hinu litla, og hafðist ekki að. Þá heyrir hann mannamál úti í garðin- um, sem gerist æ háværara og hann hleypur út að glugganum. Skyldu þeir þegar vera komnir til að taka hann? Auðvitað er það ekki svo. Enn þarf hann ekkert að óttast. Jafnvel þótt þeir kunni að komast að því, að fanga- klæðnaðurinn tilheyri Gerhard Haus- er þeim er strauk, hafa þeir enn ekki hugmynd um, að Marteinn Brunner er sami maður og Gerhard Hauser. Eigi að síður er hann á ný heltekinn af þeirri hugsun, að vera eltur. Löngu fyrir hádegi kemur Páll Glomp inní garð sögunarmylnunnar blaðskellandi já drynjandi mótorhjólinu. Hann horfir yfirlætislega kringum sig, næstum ögrandi. — Jseja, kallar hann til Selmu. — Ég heyri að kærastan sé komin heim. Ráðskonan virðir hann ekki svars. Kristín! kallar Páll. En hann fær ekkert svar. Þá snýr hann sér til verka- mannanna, sem gægjast glottandi fram hér og þar. — Vitið þið hvar unnusta mín er? hrópar hann. En verkamennifnir gera gys að hon- um. — Hún hlýtur að hafa falið sig ein- hversstaðar fyrir þér! Páll fyllist ofsabræði og kallar há- stöfum á Martein. Eftir drykklanga stund birtist hann í garðinum. — Hvar er Kristín? öskrar Páll. Marteinn ypptir öxlum. — Hún er sofandi. Hefur sennilega verið þreytt eftir ferðina. — Vektu hana, skipar Páll. — Farðu upp og segðu að unnusti hennar sé kominn. — Hafðu þig burtu, svarar Marteinn kuldalega, — og lofaðu henni að sofa í friði. Andartak stendur Páll Glomp orðlaus af undrun og starir á Martein, svo rýkur hann upp. — Hvað haldið þér eiginlega að þér séuð .... að tala til mín í þessum tón. Annar eins flækingur. Reynið þér bara að sýna mér dónaskap aftur, og þá skal ég sjá um að þér verðið rekinn. Marteinn er að ganga í burtu, en snýr sér nú við með hægð. Það er ugg- vænlegur glampi í augum hans. — Burt með yður, segir hann. — Þér hafið ekkert að segja hér, svar- ar Páll. — Það skal ég sýna yður! Marteinn stígur ógnandi skref í átt til Páls, en hann hopar á hæli og ber hönd fyrir höfuð sér, eins og hann búist við höggi. — Ég.... — Heyrðuð þér hvað ég sagði? Burt! Páll stekkur lafhræddur á bak hjól- inu, en fær ekki komið því í gang vegna taugaóstyrks. Hann dregur það á fleygi- ferð út um garðshliðið. Þegar út á þjóð- veginn kemur, nemur hann staðar og steytir hnefann ógnandi til Marteins. — Þetta skal verða þér dýrt spaug, öskr- ar hann. Verkamennirnir standa í dyrum sög- unarsalarins og hlæja. Marteinn snýr aftur þegjandi til þak- herbergis síns. Þetta litla atvik hefur fengið meira á hann, en hann gerir sér grein fyrir. ÞAU Marteinn og Kristín hittast rétt áður en miðdegishvíldin hefst. Þau standa langa stund og stara hvort á annað, án þess að mæla orð frá vörurn. Endurfundirnir snerta þau bæði mjög djúpt. — Ég þakka þér, segir hann hásum rómi. — Þakka þér fyrir að þú skyldir koma, Kristín! Hann réttir henni höndina og hún tekur hikandi í hana. Hún finnur hlýju lófans og sigg í húðinni, og skyndilega er allt svo heimalegt. Þá finnur hún að hann þrýstir hönd henn- ar lítið eitt — til merkis um leyndan trúnað — og hún verður hrædd og flýtir sér að kippa höndinni að sér. Ekki þorir hún að mæta augnaráði hans, og snöggvast dettur henni í hug að hlaupa aftur til herbergis síns. — Ég er með nokkra reikninga, sem þú þarft að líta yfir, segir hann. — Þeir liggja inn á skrifstofu föður þíns. Hún finnur að augu hans hvíla á íturvöxnum líkama hennar, og léttur roði hleypur út í vanga hennar. Hún flýtir sér að setjast við skrifborðið og tekur að blaða í skjölunum. En bók- FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.