Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Síða 9

Fálkinn - 16.01.1963, Síða 9
Mikið hefur verið ræít og rit- að um æskuna ogspillingu henn- ar, og verður engu bætt við þær umræður hér. Hins vegar hef- ur FÁLKINN brugðið sér á unglingaskemmíistað hæjarins, Lidó, og spjallað við unga fólk ið og nokkra starfsmenn húss- ins. Það kom í ljós, að enn er aðsóknin að þessum stað ekki eins góð og búizt var við. Þá vaknar spurningin: Kann unga fólkið eð skemmta sér á heil- brigðan hátt — án áfengis? dyru-m stæðu breytingar á einu stærsta veitingahúsi borgarinnar, Lídó, og þar ætti að verða samkomustaður æskunn- ar. Og breytingarnar fóru fram og ekk- ert var til ,sparað, að þetta húsnæði mætti vera sem vistlegast og skemmti- legast úr garði gert fyrir hina væntan- legu gesti. Áfengisbörum var breytt í ísbari, þar sem menn gátu fengið sér ýmsar veitingar. Staðurinn var búinn skemmtilegum og þægilegum húsgögn- um og auk þess sett upp keiluspil. Og .svo var staðurinn opnaður og það var að sjá sem æskan kynni að meta þetta, því hún ’hópaðist þangað hvert kvöld, sem opið var, og fyllti húsið. En svo var eins og bakvindi slægi í seglin og aðsóknin fór að minnka. Á einu aðalkvöldi ársins, gamlárskvöldi, voru þarna saman komin, að sögn eig- andans, 224 ungmenni, en .staðurinn tek- ur 500. Þetta sama kvöld var talsvert um óspektir ölvaðra unglinga í -miðbæn- um. Þá segir yfirlögregluþjónninn í við-- tali í einu dagblaðanna, að unglingar allt niður í 13 ára hafi verið teknir úr umferð fyrir ölvun. Þá hefur og heyrzt, að lögreglan hafi verið kvödd í tvö samkomuhús, sem sótt eru ein- göngu af unglingum. Hafi ölvun í þess- um húsum verið mjög mikil og öðru þeirra hafi orðið að loka fyrr en til var ætlazt. Og þetta á sér stað meðan Lídó er hálftómt. Og spurningin vaknar: Hvers vegna? í blaðaviðtali hefur eigandi þes,sa húss sagt að þessi rekstur væri erfiður vegna þess að greiða þyrfti ríkinu skemmtana- skatt og aukadyravörzlu, sem væri ó- þörf. Það er ákaflega leitt til þess að vita, að tilraun sem þessi þurfi að mis- takast vegna þröngsýni hins opinbera. Vera má, að unglingar kunni ekki að skemmta sér, flestir hverjir, án áfengis. En það er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að kenna þeim það. Og þetta er tilraun í þá átt. Og það þarf -meira til en eitt hús og keilubraut. Hér í bæn- um eru starfandi milli tíu og tuttugu íþróttafélög. Vafalítið gætu þau unnið vel að þessu máli. Við lögðum leið okkar í Lídó eitt laugardagskvöldið fyrir skömmu. Og við urðum ekki fyrir vonbrigðum með hús- ið. Staðurinn er mjög skemmtilega út- búinn og vel til þess fallinn að unga fólkið geti skemmt sér þar. Sérstaka athygli vakti keiluspilið. Hitt var ann- að, að okkur fannst að gestirnir hefðu getað verið fleiri. Okkur var sagt, að þeir væru nær þremur hundruðum. Við dvöldum þarna í um tvo tíma og tók-- um nokkrar myndir og ræddum við gesti. Þegar við komum inn, var hljómsveit- in í ,,pásu“ og aðeins tvö eða þrjú pör FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.