Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Qupperneq 14

Fálkinn - 16.01.1963, Qupperneq 14
Walters yfirlögregluþjónn stóð frammi fyrir hópi ungra lögreglumanna. — Að því er við bezt vitum, höfum við aldrei séð hann, en samt erum við næst- um vissir um, hvernig maðurinn með sprengjuna er, og hvernig hann lítur út! Hann brosti. — Okkur vantar að- eins að finna hann. Hann snéri sér að töflunni og skrif aði nokkrar tölur. — Fram að þessu hafa sprungið fjór- ar sprengjur. Þrír menn hafa verið drepnir. Sex eru stórslasaðir, og tuttugu og þrír menn liggja minna særðir. Hann leit aftur á lögregluþjónana fyrir framan hann. — Þið hafið oft heyrt, að maður skuli ekki skoða hund- inn á hárunum, en þó hefur það hvað eftir annað komið í Ijós, að vissir af- brotamenn eru eftirtakanlega líkir, bæði andlega, tilfinningalega og iíkam- lega. Walters yfirlögregluþjónn leit á úrið. Það var þrjár mínútur yfir átta. — Til dæmis vitum við, að meinlausir ávísana- falsarar óska þess oft ákaft, að upp um þá komizt og þeir verði sendir aftur í fangélsið. Þeir kjósa miklu heldur al- gerlega einangrað samfélag. Yfirlögregluþjónninn var grannvax- inn maður í óaðfinnanlegum einkennis- búningi. — Og við vitum líka ýmislegt um þá manntegund, sem gengur um og kemur fyrir sprengjum. Hann snéri sér aftur að töflunni og skrifaði. — Það eru um það bil fjórar milljónir manna í þessu umdæmi. Hann strikaði yfir töl- una og skrifaði „2.000.000“ fyrir neðan. — Við getum þegar í stað sleppt um tveim milljónum. Maðurinn með sprengj- una er karlkyns. Ég rannsakaði sprengjuna. Tímastill- ingin reyndist í fullkomnu lagi. Ég kinkaði kolli með sjálfum mér. Það var alveg áreiðanlega enginn tækni- legur galli sem átti sök á óförunum. 14 FALKINN Það var vasaljóssrafhlaðan, sem hafði verið of veik. Skerandi rödd Paulu systur minnar hvein ofan úr kjallarastiganum. — Harold, það er morgunverður. Ég breiddi hettu yfir sprengjuna, slökkti ljósið og gekk upp. — Þvoðu þér um hendurnar, sagði móðir mín. — Þær eru óhreinar. Ég gekk fram í baðherbergið, og þeg- ar ég kom aftur, settist ég við borðið. — Ég er ekki verulega svangur í dag, mamma. — Þú verður að borða morgunmatinn þinn, skipaði hún. — Það er ekki hægt að byrja daginn betur en með góðum mogunverði. Drekktu nú appelsínusaf- ann þinn. Og ef til vill getum við enn sleppt hálfri annarri milljón manna, sagði Walters yfirlögregluþjónn. — Maðurinn með sprengjuna er fullorðinn og milli fjörutíu og fimm og sextíu og fimm ára að aldri. Einn af ungu mönnunum í fremstu röð rétti upp höndina. — Hvað um hann — Johnson? Hann var aðeins nítján ára. — Rétt, O’Brien, viðurkenndi yfirlög- regluþjónninn. — En hann eyðilagði aðeins lögreglustöð. Það var allt og sumt. Hann hafði verið í ógöngum síðan hann var tólf ára gamall, og fannst hann vera hataður og ofsóttur af lögreglunni, svo að hann reyndi aðeins að gjalda í sömu mynt. En það eru aðeins ungir menn, sem grípa til svona grófra og beinna aðgerða. Walters lagði krítina frá sér og þurrk- aði af fingrunum með hvítum vasaklútn- um. — En í máli því, sem hér um ræðir, stöndum við andspænis manni, sem hittir af handahófi. Hann leggur böggul- inn sinn í neðanjarðarstöðvar, strætis- vagna, alls staðar þar sem margt fólk er saman komið. O’Brien var rauðhærður og dálítið rangeygur. — En hvers vegna hlýtur hann að vera áreiðanlega milli fjörutíu og fimm og sextíu og fimm ára? — Öll sú reynsla, sem við höfum hingað til fengið af afbrotum af þessu tagi bendir í þá átt! Walters yppti öxl- um. — Við vitum ekki, hvers vegna aldur þeirra liggur einmitt á milli þess- ara marka, en okkur grunar að fyrir fjörutíu og fimm ára aldur séu þeir svo bjartsýnir, að erfiðleikar þeirra leysist af sjálfu sér, og eftir sextíu og fimm ára aldur er þeim orðið alveg sama um það allt. Systir mín les dagblaðið við morg- unverðarborðið. — Það er ekki meira um sprengjuna á forsíðunni, sagði hún. Ég lét tómt glasið á borðið. — Hvers vegna ætti það að vera þar? Það hefur nú ekki gerzt neitt nýtt í síðustu viku. — Harold, sagði móðir mín. — Hvað óskar þú þér að fá á afmælisdaginn? — Mamma, ég verð fjörutíu og sex ára. Er ekki kominn tími til að við hlaupum yfir þann afmælisdag! — Ég er nú þeirrar skoðunar, að mað- ur eigi að spyrja fólk, hvað það óskar sér á afmælisdaginn, sagði móðir mín. — Þá fær það þó það, sem það vill fá. Þú gætir víst vel notað nokkrar hvítar skyrtur. Paula blaðaði áfram í blaðinu. — Hér er dálítið, en það er bara upptugga. — Þú ættir ekki að nota svona mik- inn sykur, Harold, sagði móðir mín. — Hvers vegna halda þeir allir, að það sé karlmaður? (Paula hefði átt að vera kvenréttindakona). Ég dreypti á kaffinu. — Af því að menn halda, að eðli kvenna sé blíðara og fegurra. Paula starði á mig. — Átti þetta að vera tilraun til að vera meinfyndinn? — Börn, sagði móðir mín. — Ég vil ekki hafa, að þið rífizt við morgunverð- arborðið. Paula, leggðu nú þetta blað frá þér. O’Brien rétti aftur upp höndina. — Smásaga eftir Charles Ling, valin af Alfred Hitchcock Hvers vegna getur það ekki verið kven- maður? Yfirlögregluþjónninn brosti. — Kon- ur geta verið leynilegir taugaveikismit- berar, en þær hlaupa ekki með sprengjur út og suður. Walters yfirlögregluþjónn dustaði dálitla krít af erminni. — Við getum rólega dregið fleiri ályktanir. Maðurinn með sprengjuna er piparsveinn. Hann býr sennilega með móður sinni, eða með nokkrum eldri systrum eða frænkum. Hann er maður, sem enginn tekur í rauninni eftir, og loks þegar að því kemur, þá er það vegna ástúðar hans og umhyggju fyrir öðrum. Hann er ávallt reiðubúinn til að gera fólki smágreiða. Það er mjög sennilegt, að hann reyki ekki, og hann drekkur næstum aldrei. O’Brien glotti. — Getur samt ekki verið að hann fái sér glas til að efla kjarkinn? Yfirlögregluþjónninn hristi höfuðið. — Nei! fólk af hans tagi verður annað hvort veikt eða syfjað af að drekka. Hann er holdugur maður, sem hefur etið heldur mikið. — En hvers vegna ætti hann að drepa saklaust fólk? — Hann hugsar ekkert um það. Það er ekki fólkið sem hann er á hnotskóg- um eftir. Honum finnst, að á einn eða annan hátt hefni hann sín á fyrirtæk- inu, sem sagði honum upp, eða í bank- anum, sem hann telur að hafi svikið hann, eða á þeim, sem veittu honum ekki hækkun í tign, sem honum fannst að hann ætti skilið. — í kvöld förum við yfir til Martins frænda, sagði móðir mín. — Við höfum ekki séð hann í rúma viku, og við neyðumst til að heimsækja hann dálítið oftar. — Martin frændi er gamall og leið- inlegui’, sagði Paula. Móðir mín hellti kaffi í bollana. — Já, það veit ég, Paula, en við verðum að muna, að það eina, sem hann hefur áhuga á, það erum við og tyrkneska baðið hans. — Ég verð kannski að vinna fram eftir í kvöld, mamma, sagði ég. — Ég verð að ljúka við reikningana hans Evans í dag, og ég veit ekki, hvort mér tekst það fyrir klukkan fimm. Paula brosti dauflega. — Ég heyrði sagt, að Corrigan hafi verið hækkaður í tign í síðustu viku. Svo þeir gengu aftur fram hjá þér. — Já, það gerðu þeir víst, svaraði ég þuri'lega. — Stjórnmál, sagði móðir mín. — Þú ert bráðum fjörutíu og sex ára, sagði Paula. — Heldur þú að það verði eitthvað úr þér einhvern tíma? — Maður hefur nú leyfi til að vona. — Veiztu hvað? sagði Paula. — Þú hefur alls ekki bein í nefinu. Það er þess vegna, sem þú kemst ekkert áfram. — Þú lætur fólk traðka á þér! Mamma tók í sama streng. — Það not- færir sér ráðvendni þína. Corrigan fékk starfið, sem þú hefðir átt að fá. — Það gerir ekkert til nú, sagði ég. — Og Corrigan er ágætis maður! En ég var sjálfur ekki ti’úaður á það. Ef nokk- urn mann hefur nokkru sinni skort hæfileika til að halda reikning, þá var það hann. Þessi upphefð hans var ekki annað en fyrirtækisstjórnmál. Ég hefði gaman að vita, hvort það væri þannig alls staðar. — Borðaðu nú alla skinkuna og eggin, Harold, sagði móðir mín. Paula hló illgirnislega. — Hann er þegar orðinn eins og smjörkúla. — Ég er engin smjörkúla, sagði ég. — Höfum við — hefur deildin — nokkuð áþreifanlegt til að styðjast við? spui'ði O’Brien. — Ég á við spor eða eitthvað í þá átt? Nokkuð dálítið meira en ágizkanir? Walters yfirlögregluþjónn varð dálít- ið ergilegur. — Nei, fyrir utan „ágizk- anir“ höfum við ekkert. — Engin fingraför? Walters hló. — Haldið þér virkilega, að maðurinn léki stöðugt lausum hala, ef við hefðum fingraför hans? — Ég átti aðeins við, að það fyndust ef til vill fingraför, en að við hefðum þau ekki í safni okkar. Ekki einu sinni í Washington. — Nei! Það eru engin fingraför. Við rannsökuðum hvert einasta sprengju- brot, sem við gátum fundið. Og afgang- urinn af umbúðapappírnum og segl- garninu veitti okkur engar upplýsing- ar. O’Brien gekk á lagið. — Var Tyson- málið ekki upplýst með fingraförum? Walters kinkaði kolli. — Jú! En í því tilfelli náðum við í heila sprengju — sem hafði ekki sprungið. Við fund- um för eftir þumalfingur og vísifingur á vasaljósrafhlöðunni. Hugur yfii’lögregluþjónsins hvarflaði andartak aftur að þessu gamla máli. — Það voru ekki einu sinni fingraför Ty- sons. Þau tilheyrðu afgreiðslumannin- um í járnvöruverzluninni, þar sem hann hafði keypt rafhlöðurnar. Við höfðum upp á afgreiðslumanninum og rannsök- uðum hvern einasta viðskiptavin, sem hafði keypt rafhlöður í vasaljós. Walters glotti. — Tyson var fimmtíu og tveggja ára, holdugur, vingjarnlegur, og bjó með tveimur ógiftum frænkum. í kjallaranum fundum við rúllu af um- búðapappír, og síðasta stykkið, sem var rifið af rúllunni, var notað til að búa um sprengjuna, og það sendi hann beint í rafmagnsstólinn. Endarnir féllu ná- kvæmlega saman. Walters yfirlögregluþjónn andvarp- aði. — Ef við gætum aðeins náð í eina af sprengjum mannsins, áður en hún spryngi. Til er ákveðið fólk, sem þarf hreint ekki neitt til að fitna. Eins og ég til að mynda. — Hvað í ósköpunum kemur þér til að halda, að það sé þvílík Framhald á bls. 31. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.