Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 10
KANN IINGA FQLKIÐ AO SKEMMTA SÉR á gólfinu, sem dönsuðu eftir grammó- fón eða segulbandsmúsik. Nokkrir voru á börunum að fá sér einhverja hreasingu eða sátu við borðin og spjölluðu saman. Sumir reyktu. Við keiluspilið var mikill hópur saman kominn, og menn renndu kúlunni eftir brautunum og voru heppn- ir eða óheppnir. Það var gaman að fylgj- ast með þeim, því innbyrðis keppni var mikil. Þetta voru allt strákar. Við tók- um einn þeirra tali. — Hvað ertu gamall? — Átján ára. — Ertu hér oft? — Þetta er í annað skiptið, sem ég kem hér. — Og hvernig skemmtirðu þér? — O, svona sæmilega. Annars er ég nú lítið fyrir dansinn. Eg kem aðallega í keiluspilið. — Ert þú á þeim skemmtistöðum unga fólksins þar sem vín er haft um hönd? — Já, það kemur fyrir. — Smakkar þú vín sjálfur? — Já, það kemur fyrir. — Er mikill munur hér eða á hinum stöðunum? — Já, ég verð að segja það. Hér er allt miklu rólegra. — Heldurðu að þú munir koma hér aftur? — Ég geri fastlega ráð fyrir því. Rétt í þann mund er við vorum að Ijúka spjallinu við þennan unga mann, kom hljómsveitin fram og hljómsveitar- stjórinn, Svavar Gests, lækkaði hljóð- nemann, sennilega af því að Ragnar Bjarnason hefur sungið síðasta lag fyr- ir hlé. — Nú skulum við fá svolítið fjör í þetta, sagði Svavar. — Við skulum fara í Kóngamars og ég vil biðja hópinn úr Hafnarfirði, sem var hér á gamlárskvöld að taka að sér stjórnina. Þegar hér var komið, gullu við mikil köll og hróp og Svavar varð að stanza. —■ Hvað er þetta? Hví þennan háv- aða, eruð þið kannske úr Kópavogin- um, eða hvað? Og svo skulum viðhlykkj- ast um allt húsið í Kóngamars, en það er bannað að fara upp á þak! Hljómsveitin byrjaði að leika og hóp- urinn flykktist út á gólfið undir stjórn Hafnfirðinganna og hélt í einni röð fram gólfið, og röðin lengdist og teygði úr sér. Síðan var farinn hringur umhverfis stigauppganginn og inn salinn aftur og fram og niður, og þegar sá síðasti var að hverfa niður stigagatið, kallaði Svav- ar á eftir þeim: — Þetta var síðasta lagið okkar í kvöld. Takk fyrir komuna. Góða nótt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.