Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 33
eins og upp styttir, nauðleitum við allan skóginn, segir hann. — Þá verð- um við ekki lengi að ná í skottið á hon- um! Hans bíður þung refsing. Árás á lögreglumann að starfi — það munar um minna! Hann reykir ákaflega. — Svo maður segi langt mál í fáum orðum. Það er ekki ólíklegt, að Goritsky skipti um felu- stað og gæti jafnvel gjarna hugsaazt að hann leitaði hælis hér í mylnunni. Ef svo skyldi vera, gerið þið mér undir eins aðvart. En gætið ykkar, ef hans kynni að verða vart. Hann er mjög hættulegur! Nú tekur Kristín snöggt fram í fyrir lögregluþjóninum. — Ég tel mig þekkja betur. Hann er ekki neinn glæpamaður. Barða fellur illa, að velmeintar ráð- leggingar hans skuli ekki vera teknar til greina. Síðan tekur hann einkenn- ishúfu sína. — Þá það, ég hef að minnsta kosti gert skyldu mína. Þið getið þá ekki komið á eftir og sagt að ég hafi ekki varað ykkur við. Stundarkorn stendur hann við dyrn- ar og horfir löngunaraugum til skáps- ins, þar sem hann veit að brennivíns- flaskan er geymd. En Kristín virðist hafa steingleymt honum. Hún styður báðum höndum að höfði sér og það eru djúpar Tirukkur á enni hennar. Þegar Barði er horfinn, segir Mar- teinn: — Bara að við gætum hjálpað vesalings manninum. Framh. í næsta blaði. LITLA SAGAX Framh. af bls. 24. hann að vera í eldhúsinu og setja hvert stykki inn í vélina, þar sem það átti að vera. Hann keypti því sex 12 manna mat- arstell í viðbót. Nú þurfti hann aðeins að vaska upp tvisvar á ári. Þótt hálft ár sé ef til vill langur tími, voru dagarnir fljótir að líða í hinu glaða piparsveinslífi og áður en hann vissi af voru þeir liðnir og eld- húsið var svo hlaðið af óhreinum disk- um, bollum og hnífapörum, að hann gat rétt snúið sér við í því. En í þetta skipti varð hann að vaska upp. Þó hafði hann ekki þvegið nema 50 diska, þegar hann fleygði burstan- um og viskustykkinu frá sér og gafst upp fyrir þeim er máttu sín meir, diskunum og bollunum. Hann gat ein- faldlega ekki þvegið einn einasta disk framar. Hann tók skjóta ákvörðun, greip símann, valdi númer. — Já, sagði hann, þegar rödd í sím- anum anzaði, ég héti Pétur Hrafn. Segið þér mér eitt, er þetta hjóna- bandsmiðlunin? Willy Breinholst. FÁLKINN V I K U B L A Ð GAMLA BÍÓ sýnir á næstunni athyglisverða, bandaríska stór- mynd, RAINTREE GOUNTY, sem hefur verið líkt við hinar vinsælu myndir, „Á hverfanda hveli“ og „Fæðing þjóðar“. Aðalhlutverkin eru leikin af Montgomery Clift og Elizabeth Taylor. Bandarísk mynd úr Þrælastríðinu f GAMLA BÍÓ verður bráðlega sýnd bandaríska stórmyndin „Raintree Co- unty“, sem gerist á tím- um Þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Hún er mikil að vöxtum og efni, og það tekur rúma þrjá klukkutíma að sýna hana, enda kostaði 6 milljónir dollara að framleiða hana. Hún hefur hlotið mjög góða dóma og mikla að- sókn hvarvetna, og til marks um ágæti hennar þá hefur henni verið líkt við ,,Á hverfanda hveli“ (1939) og „Fæðing þjóð ar“ (1915) báðar snilldar- myndir sem flestir kann- ast við og hafa séð. Aðalhlutverkin í mynd- inni leika: Montgomery Clift, Elizabeth Taylor og Eva Marie Saint, en auka- hlutverkin eru 119, og auk þess eru í henni fleiri þúsund „stadistar". Eitt aðal vandamálið sem kom upp, þegar hefja átti töku myndarinnar var hvaða bakgrunn skyldi velja. Sagan gerist að mestu í Indiana, sem í dag er allt önnur en hún var fyrir 100 árum. Leik- stjórinn lagði höfuð- áherzlu á það að sögu- sviðið yrði að bera sem mestan blæ af Suðurríkj- unum eins og þau voru á dögum þrælastríðsins. Til þess að leysa þetta vanda- mál voru gerðir út kvik- myndatökumenn í átta ríkjum Bandaríkjanna til að taka þar myndir af staðháttum á þeim svæð- um er til greina kæmu. Áður en yfir lauk hafði verið tekin tveggja tíma litmynd. Endirinn var sá að „Raintree County“ var tekin í fjórum ríkjum: Kentucky, Tennessee, Missisippi og Louisiana. Við tökuna á myndinni var í fyrsta skipti notuð ný upptökuvél, sem nefn- ist „Mgm Camera 65“ og tekur á 70 mm. breið- filmu, hún er mjög full- komin og njóta hinar stórkostlegu senur sín því enn betur en ella. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu Ross Lockridge jr. sem var metsölubók vestan hafs og kjörin „bók mánaðarins“. Þetta er eins og áður er sagt, mynd mikilla viðburða á örlagaríkasta tímabili bandarísku þjóð- arinnar. Inn í hina sögu- legu atburði er fléttað sögu ungs manns, Johnny Shawnessy (Montgomery Clift) og kvennanna tveggja í lífi hans, Nell Gaither (Eva Marie Saint) æskuvinkonu hans, og hinni fögru New Or- leans stúlku Susanna Drake (Elizabeth Tay- lor) sem hann giftist. Leikstjóri er Edward Dmytryk, sem meðal annars gerði myndirnar „The Cain Mutiny“ og „Till the end of time“. Framleiðandi David Lewis. MGM mynd. : v':; FÁLKÍNN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.