Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 7
Sá er vinur er til vamms segir. J. J. Gæjarnir í kringum búðarstúlkurnar. Kæri Fálki. — Það er skelfing hvimleiður siður hér í bænum að hanga inni í búð- um og sjoppum og kjafta við búðarstúlkurnar. Um daginn kom ég inn í eina sjoppuna til þess að kaupa mér Fálk- ann og sígarettur eins og ég á vanda til. Þá stóðu þar einir fimm eða sex stálpaðir pilt- ungar og mösuðu við frauk- una. Þeir spurðu hana hvern- ig hún hafði skemmt sér á laugardaginn, hvort hún hefði verið mikið full, hvort að partíið sem hún hélt á eftir ballinu hefði heppnast vel og hvort kall og kelling hefðu rekið skarann út. Síðan hlógu þau og skríktu og stúlkan eða partígínan virtist ekkert taka eftir því að það voru komnir kúnnar inn í sjoppuna. Og loks, þegar hún sá það, fitjaði hún upp á trýnið og virtist sármóðguð yfir að hafa verið trufluð í þessum skemmtilegu sam- ræðum. Það er ekki bara í þessari einu sjoppu, sem. ég hef rekið mig á þennan skolla. Þetta er því miður alltof víða og ég held, að kaupmenn ættu að sjá sóma sinn í því að reka slíkar fraukur á stundinni. Óþolinmóður. Svar: Satt er þaö, þetta er ósköp hvimleitt, einkum þegar menn þurfa aö kaupa Fálkann. Hávaði. Kæri Fálki. — Mér þótti skelfing vænt um að fá grein um hávaðann í blaðinu mínu. Þessi fjandi, sem hefur verið að kvelja mig í mörg ár. Umferðin um götuna sem ég bý er alveg geysilega mikil og auk þess er alltaf verið að grafa og sprengja og fólkið í götunni alltaf að eiga börn, sem gera sér það að leik að standa fyrir utan gluggann hjá mér og öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ja, það er nú meiri hávaðinn. Þið ættuð bara að leggja við hlustirnar. Það ættuð þið að gera. Þá fenguð þið hellu fyrir eyrun. Getið þið ímynd- að ykkur hvernig mér líður? Magga. Svar: Viö getum ekki ímyndaö okk- ur annað en þaö aö bréfrit- ara líöur vel úr því aö hann er búinn aö eiga heima viö þessa dpmu götu svo lengi. Auglýsingar og andríki. Kæri Fálki. — Góður mað- ur kom til mín og gaf mér áramótablað Fálkans. Þar sé ég í hinu ágæta pósthólfi pistil um auglýsingar. Þar er einhver náungi að fjargviðr- ast út af auglýsingum og peningaflóði. Veit aumingja maðurinn ekki að peningar eru undirstaða velmegunar- innar? Auglýsingarnar veita kaupmönnum og öðrum við- skiptavini. Sennilega hefur maðurinn skrifað þetta bréf, af því að hann sér aldrei grænan eyri og hefur ekki manndóm í sér til þess að vinna sér inn ærlegan pen- ing. Og ætti hann ekki að auglýsa lítið andríki í blöðum þessa lands. Vel á minnzt, ég þakka fyrir krossgátuna. G. Svar: Óskaplega var þetta andríkt bréf. Að vekja upp draug. --------Við erum hérna þrír strákar sem fýsir að vita hvernig á að fara að því að vekja upp draug og magna hann. Okkur langaði til að spyrja ykkur að því hvort þið kunnið einhver ráð? O. K. & P. Svar: Ekki getum viö leyst úr þeim vanda. Helzt væri aö leita á náöir gamalla frceöaþúla eöa reyna þá hina leiöina og búa til meöaladraug meö hjálp efna- frœöinga eöa lœkna. Ávísanir. Kæri Fálki. —- Nýlega lagði ég stórfé inn í spari- sjóðsávísanareikning og hugð- ist spara mér það ómak að vera með seðla í umferð og geta bara gefið út ávísanir eftir því sem ég þyrfti og þær giltu eins og hver annar gjaldmiðill. En því var ekki að heilsa. Það var eins og að rétta kaupmönnum og sölu- kerlingum skít, ef maður borgaði með ávísun. Og sumir voru svo ósvífnir að neita að taka við þeim. Vissulega eru til svo ófyrirleitnir menn, að þeir falsa ávísanir en oft- ast nær kemst það upp og nú orðið er þetta orðið tiltölu- lega sjaldgæft sem betur fer. Kalli. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.