Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Page 26

Fálkinn - 16.01.1963, Page 26
KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR °9 ní maómaóteiL Rifjasteik í potti. 1 lítið hvítkálshöfuð. 2 gulrætur. V2 seljurót. 2 kartöflur. 6 lambakótilettur. 75 g. smjörlíki. Sósa: V4 1. soð. 1 msk. smjör. 1 msk. hveiti. Grænmetið hreinsað og skorið smátt. Kótiletturnar og grænmetið steikt á pönnu. Látið í eldfast mót. Grænmetið neðst, síðan kótiletturnar og efst niður- sneiddar kartöflurnar. Salti og pipar stráð yfir. Venjuleg sósa búin til og henni hellt yfir. Lok eða málmpappír settur yfir mótið, soðið í ofni í nál. 1 klst. við 220°. Borið með rúgbrauði. GÚMSÆTT RÆKJUBRAUfi Rækjubrauð. 4 hveitibrauðssneiðar. Smjör. 1 lítil dós sveppir. Fylltar olívur. Rækjur. 2 eggjahvítur. 5 msk. rifinn ostur. Brauðið smurt með smjöri. Rækjum, sveppum og olivum raðað þar á, en því hefur öllu verið velt upp úr krydd- sósu, sem búin er til úr sveppasoðinu, sem í hefur verið bætt dálitlum rjóma, smjöri, kryddi og hveitijafningi, svo að það verði samfellt. íturnar stííþeyttar og rifnum osti blandað þar í. Skipt niður á rækjusneiðarnar, rifnum osti stráð yfir. Steikt í 10 mínútur í ofni við 225°. Nýrnasmásteik. 10—12 kartöflur. 2 kálfsnýru eða 4 lambanýru. 6 flesksneiðar. 2 laukar. Salt, pipar. Rjómabland. 1 dl. tómatkraftur. Kartöflurnar flysjaðar og skornar í sneiðar, ásamt nýrunum, sem legið hafa í bleyti og hreinsað vel. Lagt í lögum í eldfast mót ásamt lauksneiðunum og litlum fleskbitum. Salti og pipar stráð yfir. Rjómablandi hellt á, svo allt að því fljóti yfir. Tómatkrafturinn látinn á. Sett loklaust inn í 225° heitan ofn í IV4 klst., ausið yfir við og við. Ef til vill þarf að bæta meiri vökva á. Rétt þennan má líka sjóða ofan á eldavélinni í vel luktum potti í 1 kl.st. Rifjasteik í potti Nýrnasmásteik 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.