Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 5
úrklippusafnið Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritum. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. , , >. Efst til hægrl ef svo Lllja brokade-efnl, me8 sVðrtu skinnl. Norðfjörð f dragt úr hvítu Undir jakkanum er hún í svartri blússu. Vísir 29. nóv. ’62. Scndandi: Jón Tryggvason. Fyrirtæki - stofnanir og einstaklingar ei' úthreiddasta vikublaðGands- ins. Það borgar sig því að auglýsa í FRJÁLSRI ÞJOD FYRIR I>Á SEM VILJA AUKIN VIÐSKIPTI. 'MKl.RI.Aí) ■[ngólísstrœti 8 9985. Pósthólf 1419 Reykjavík. Viðskiptabókin 1960, Sendandi: B. V. Vísir 19. nóv. ’62. Sendandi: Jónas Haraldsson. . ... ■ *.+• Lögfræðin - vRíkur bóndi í Texas ætlaði áð jskjótá fjandmann sinn. Han’n sendi símskeyti til dug- legasta verkfræðingsins. sem hann vissi um, og bað hann um að taka málið að sér. Fálkinn 28. nóv. ’62. Sendandi: Steinn I. Árnason. Umferðin Æskan verður alltaf fyrir- ferðarmeiri í umferðinni með ári hverju. Margir æskumenn eru til dæmis sektaðir fyrir ölvun við akstur áður en þeir fá réttindi til þess að aka bif- reið. Predikarinn og púkinn Sannleikurinn sagna beztur. er Varla, þegar talið er fram til skatts. Leiðréttmg AF samtalinu við Baldur á Ófeigs stöðum í blaðinu í gær má ráða að rætt hafi verið við frú Sigur- björgu um spuna og prjóna, en þoð var Baidur sem um var aö raeða og haun var Gandhi Þing- eyinga og latur að prjóna. Hins vegar skal pess getið að frú Sigurbjörg er kunn hannyrða^ kona enda ber hið íagra heimili þeirra hjóna þess glöggt vitni. — vig. Morgunblaðið 22. sept. ’62 Sendandi: B. V. IMágranarnir Kl. hálf þrjú um nótt hringdi maður til nábúa síns og sagði: — Góðan dag. — Finnst yð- ur ekki gott veður í dag? — Gott veður, sagði nábú- inn öskuvondur. — Vitið þér ekki, að þér hafið rekið mig upp úr rúminu kl. hálf þrjú um nótt. — Það getur alls ekki pass- að, sagði maðurinn. Hundur- inn yðar er niðri í garðinum og spangólar og ég get ekki ímyndað mér að þér látið hann vera úti á þeim tíma. Biðlarnir Ungur maður hitti keppi- naut sinn heima hjá stúlkunni, sem þeir báðir biðluðu til. Keppinautur þessi var nokkuð gamall orðinn. Ungi maðurinn vildi sýna, hvað í honum bjó og ætlaði sér að hrekja þann eldri á brott. Hann byrjaði og endaði með því að spyrja hve hinn væri gamall. Honum var svarað: — Ég get ekki sagt nákvæmlega til um aldur minn, en yður væri hollt að vita, að tvítugur asni er eldri en sextugur maður. Æskan — Ég hef aldrei skilið, Óli, sagði Siggi, hvernig þú ferð að því að þekkja þessa tví- bura sundur? — Uss, það er enginn vandi, svaraði Óli, Magga roðnar alltaf, þegar hún mætir mér. Listin Eitt sinn í desmbermánuði heimsótti Mark Twain H. H. Rogers og gestgjafinn bauð húmoristanum inn í bókasafn sitt. — Þarna, sagði Rogers og benti á brjóstmynd úr hvítum DOtXIIMI Með því að vinna af samvizkusemi og alúð átta tíma á dag, get- ur svo farið, að mað- ur verði forstjóri. Og síðan verður maður að vinna fimmtán tíma af samvizkusemi og alúð. marmara, hvað finnst yður um hana þessa? Þetta var brjóstmynd af ungri stúlku, sem var að kemba sitt hár. — Finnst yður hún ekki raunsæ? — Þá ætti hún að hafa munn- in fullan af hárspennum, svaraði Twain. sá bezti Gamall og virðulegur lögfræðingur sagði okkur þessa sögu af sjálfum sér, þegar hann var að byrja sinn praxis: „Ég var nýbúinn að koma mér vel fyrir í skrifstofunni, búinn að fá síma á skrifborðið og bjóst nú á hverri stundu við viðskiptavini. Varla liðu nema nokkrar mínútur eftir opnunartíma fyrsta daginn, unz ég sá mannveru á bak við glerhurðina. Ég var fljótur að grípa tólið og þykjast tala. — Já, Sigurður, sagði ég um leið og ókunni maðurinn steig inn fyrir dyrnar, — ég sá um víxilinn fyrir þig. Nei, ég get ekki gert meira í bili. Jón hringdi í morgun, en ég gat ekkert gert fyrir hann, því að ég var of upptekinn í öðru. En ég lofa því að ég skal kippa þessu í lag eins fljótt og hœgt er. Blessaður. Jœja, ég var nú alveg viss um, að ég hef&i haft gífurleg áhrif á vœntanlegan viðskiptavin. En til frekari áherzlu lét ég höndina livíla á símanum. — Afsakið, sagði maðurinn þá, ég er hérna frá bœjar- símanum og það var meiningin að tengja símann við kerfið.“ VÍSMAKEPPIMI FALKANS Enn hafa ekki nógu margir botnar komið við fyrri- partinn um deyfilyf, svo að við leyfum okkur að minna ykkur á að senda strax, því að í næstu viku rennur fresturinn út. Fyrripartur þessi var svo: Æskan snæðir eiturlyf, — eykur stundargleði. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.