Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 6
UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJÖNASILKI CERES, REYKJAVÍK EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. SÍIUI 1-14-00 Samvinnan og einstaklingshyggja. Kæra pósthólf. — Ég hef stundum setið við gluggann minn og horft á strákana, þar sem þeir eru að rogast með þunga kassa og spýtur í bál- köstinn sinn. í þessu hverfi held ég að séu einir fimm eða sex kestir. Og svo er stöð- ugt stríð á milli strákanna. Einn hópurinn kemur og ger- ir árás á hinn og reynir að ná eins miklu góssi úr kest- inum eða „brennunni“ eins og þeir kalla köstinn. Slær þá í harðan bardaga og marg- ur fer grátandi heim til pabba og mömmu. Mér finnst þetta ósköp líkt fullorðna fólkinu, eða því fólki sem verður að teljast fullorðið. Það kemur sér aldrei saman. Ég get til dæmis nefnt það, að í þessari blokk sem ég bý, keyptu þrír menn blöðin, en hinir ekki. Og þessir þrír urðu að fara á fætur fyrir allar aldir til þess að fá blöð- in sín. Svona var nú ráð- vendnin á þessum bæ áður en póstkassarnir á neðstu hæð- inni komu til skjalanna. Svo er hér aldrei nein samvinna um neitt. Alveg eins og hjá strákunum. Haldið að það hefði ekki orðið myndarlegur köstur, ef allir strákarnir hefðu safnað rusli í hann. í þessu sambandi vildi ég bara nefna garðinn hérna fyrir utan. Hann er í stökustu ó- rækt og ekki komandi út í hann. Enginn nennir að hugsa um hann. Því er nú ver og miður. Já ég vona að þið fyrirgefið þessar hugleiðingar í gamalli konu sem oftar sezt niður við gluggann með prjónana sína en grípur sjaldan pennastöngina.------- Jóna. Forfeðradýrkun. Heiðruðu herrar. — Er sú venja, sem nú er við lýði hér í borg, nefnilega að lýsa upp leiði í kirkjugörðunum, ekki leifar af gamalli forfeðra- dýrkun? Reyndar finnst mér þetta furðulegur siður, því að ég geri ráð fyrir, að þeir dauðu þurfi ekki ljós hérna megin grafar og nóg lýsing sé hinum megin. Betur finnst mér fara á, að ættingjar setji greinar af greni eða blómum til þess að minnast látinna ættingja á stórhátíðum. Ókunnur maður, sem kæmi að svona skrautlýstum garði, gæti auðveldlega haldið, að þessi garður væri einn heljar mikill lystigarður, þar sem hann gæti notið allrar heims- ins lystisemda. Ég geri ráð fyrir að hann hrykki ónota- lega við, ef honum yrði reik- að inn í garðinn og sæi í hvers konar félagsskap hann væri kominn, ef hann þá væri það næmur að hann yrði var við selskap framliðinna. Veit ég þess dæmi, að í löndum sem skammt eru á veg kom- in í tæknilegum efnum, leggja íbúar oft og tíðum mat á grafir hinna framliðnu, ef svo kynni að fara að þeir þyrftu að bregða sér í gamla haminn hérna megin grafar. En hér eru menn svo ósvífn- ir að setja ljósaseríur á leiðin. Væri ekki nær að leggja eitt- hvað á leiðin, sem þeim fram- liðnu kæmi að gagni. E. h. m. Svar: Hver veröur sína siöi aö hafa. Þú og þér. Vikublaðið Fálkinn. Fyrir 2—3 árum barst mér eitt eintak af blaðinu. Ég fór að hleypa af forvitni í það og rakst þá á pólitískan pistil og þar með að þessháttar pistlar mundu jafnan koma í blaðinu. Pistillinn var lof um eitthvert af fyrstu afglöpum stjórnarinnar. Ég bað fjand- ann að hirða stjórnina með öllum hennar fálkum. Nú í haust bárust mér tvö eintök af blaðinu.-------Nú fannst ekkert hól um stjórnina og er það vorkunn. Annað var líka sem mér geðjaðist að. Það var bréfið sem fylgdi. Bréfið benti til þess að al- þýðumaður hefði skrifað það, þar var sagt þú en ekki þér. Mætti ekki afleggja allar þér- ingar. Hér þúast allir. Sýslu- mannsfrúin hvað þá aðrir. Mér er sent annað rit, þar eru svo rammar þéringar, að það minnir á skæðustu galdra. Mætti ekki taka upp brennurnar aftur og brenna úr þeim þéringarnar að minnsta kosti, þegar þeir eru að biðla til okkar? Það er söguskrattinn, sem freistaði mín. Já, satt er það „syndin er lævís og lipur“ eins og vinur minn segir. Ég legg hér aura hjá. Ef þið firtist af bréfinu og sendið mér ekki blaðið megið þið eiga aurana. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.