Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 29
— Og eru stúlkurnar með líka? — Nokkrar taka þátt í því. Og það er rétt að geta þess, að þær eru yfir- leitt lagnari en strákarnir. Hitt er svo annað mál, að þær eru miklu feimnari, Þeir, sem fara að stunda þetta spil, verða yfirleitt mjög áhugasamir. Hér koma á sunnudögum eftir að ungling- arnir eru farnir, nokkrir menn, sem lært hafa keiluspil úti, og fá að spila. Og þannig er líka allstór hópur af konum. Ég held að þetta sé skemmtilegt spil fyrir húsmæður. Og sem við eru nú komnir þarna út fyrir í lognið og frostið, þá verður okk- ur að orði, eins og gamla fólkið segir stundum: Ja, hvort maður hefði nú ekki notfært sér svona stað þegar mað- ur var ungur! Kannske dyravörðurinn verði ein- hvern tíma vso góðviljaður að hleypa okkur inn í keiluspil. Or. RAUÐA FESTIX Framh. af bls. 24. hann lyftir þeim og réttir þær að hálsi hennar og hnakka. Hún ætlar að beygja sig fram yfir borðið aftur, en það er eitthvert óviðráðanlegt afl, einhver brennandi þrá, sem brýtur niður vilja- kraft hennar og beinir höfði hennar, vörum hennar gagnstæða leið — inn í framréttar hendur hans. Allt í einu finnur hún hendur hans hvíla á herðum sér, og fingur hans fikra sig áfram og snerta rauðu kórall- ana í hálsfesti hennar. — Marteinn! hvíslar hún. Hún er hrædd, og þó rís hún á fætur og þokar sér inn í faðm hans. Marteinn felur Kristínu í faðmi sér. Höfuð hennar hvílir við öxl hans. Hann finnur hve ákaft hún titrar og heyrir hvernig hún grípur andann á lofti. En allt hverfur þetta honum fyrir furðu- legri, áfengri kennd, sem fer um hann, þegar fingur hans snerta perlufestina. Herbergið, skrifborðið, Kristín — allt er horfið. Ekkert eftir nema rauðu perl- urnar. Þær eru hálar og svalar átöku. Hann lætur þær renna milli fingra sér, eina af annari. Hann er skjálfhentur. Hann starir niður á þær, eins og þær komi honum ekkert við, — líkt og festin væri framandi hlutur, er lifði sjálf- stæðu, háskasamlegu lífi....... Nú læsast fingur hans um þessar stóru, rauðu perlur. Það herðist á fest- inni. Kristín kennir skerandi sársauka er glerhai'ðar perlurnar stingast inn í hörund hennar. Allt í einu heyrist snöggur smellur. Snúra perlufestarinnar hefur slitnað. Perlurnar renna niður eftir kjólnum hennar, og velta út um allt gólf. — Ó, guð minn góður! hvíslar Kristín skelfd. Glamurhljóðið og rödd Kristínar kall- ar Martein aftur til fullrar vitundar. Hann strýkur hendinni yfir augu sér og hið innantóma augnaráð hans hverfur Framh. á bls. 32. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.