Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 30
DÉSIRÉE Framh. af bls. 19. Þá tóku augu Désirée að skjóta gneist- um. Hún ýtti glugganum niður, beygði sig í áttina að hans hátign og hrópaði: — Ég hefði að minnsta kosti getað fætt þér son, Napoleon Bonaparte! Síð- an þrýsti hún Ó.skari litla að sér og skipaði eklinum að aka af stað tafar- laust. Désirée beið milli vonar og ótta í heila viku. Mundi hann hefna sín á henni? Og hvað mundi þá keisarinn gera í hefndarskyni fyrir þessa hræði- legu móðgun? En hið eina sem gerðist var, að systir hennar kom æðandi dag nokkurn og hafði þær fréttir að færa, að keisarinn ætlaði að skilja við konu sína. Hann ætlaði að fá sé konu, sem gæti fætt honum barn! Hann hafði þegar fundið þá, sem hann leitaði að — Marie-Louise, erkihertoga- ynju af Austurríki. Frakkland var ekki eina ríkið í Ev- rópu, sem þannig var ástatt um. Lengst í norðri lá Svíþjóð. Désirée hafði raun- ar heyrt þessa lands getið nokkrum sinn- um, en vissi ekki nákvæmlega hvar það lá. Hún hafði aldrei haft mikinn áhuga á landafræði. Hún hlustaði aðeins á Bernadotte með öðru eyranu, þegar hann sagði henni, að erfingi þessa lands við Norðurpólinn hefði látizt og að eski- móarnir hefðu óskað eftir því, að þeim yrði stjórnað af frönskum hershöfðingja. Hún kinkaði aðeins kolli og lét sér standa á sama. Ilenni var sama, hvort þau kölluðust furstar af Ponte Corvo eða konungur og drottning Svíþjóðar, bara að þau slyppu við að búa á við- komandi stöðum. Það var svo margt annað, sem hún hafði meiri áhuga á. Óskar hélt áfram að missa tennurnar og Julie hélt, að keisaradrottningin væri vanfær. Og sjálf var Désirée farin að þykkna undir belti. Hún neyddist til að panta sér heilmikið af nýjum kjól- um. Þess vegna varð hún meira en lítið óttaslegin, þegar henni skildist, að þessir Sviar vildu fá nýja erfingjann sinn til þass að búa á snjóbreiðunum. Þannig varð dóttir silkikaupmannsins frá Marseille Desideria, krónprinsessa af Svíþjóð, og fylgdi manni sínum Karli Jofian og Óskari litla syni sínum til vetrarlandsins. En káta og léttlynda Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykja- víkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7 30 FÁLKINN prinsessan frá Marseille fraus bæði á sál og líkama í hinni stóru og dimmu höll. við Strömmen. Jean-Baptiste hafði ekki mikinn tíma aflögu handa eiginkonu sinni. Hann var önnum kafinn að sinna málefnum hins nýja föðurlands síns. Sænskir kenn- arar tóku Óskar litla að sér og kenndu honum að hugsa og tala sænsku. Og Désirée var ein innan um kuldalegt, framandi fólk, sem talaði frönsku skelf- ing báglega. — Sefur þú, Désirée? Karl Johan læddist varlega að rúmi krónprinsess- unnar. Kertaljós stóð niðurbrennt í stjakanum á náttborðinu. Prinsessan sjálf lá á maganum og fól andlitið í koddanum. Krónprinsinn settist á rúm- stokkinn hjá henni, reyndi að hugga hana og bað hana segja sér, hvað hefði komið fyrir. Loks leit Désirée upp og andlit hennar var grátbólgið: — Nú hef ég valdið hneyksli enn einu sinni, ,sagði hún og snökti. — Jæja, svaraði hann og rödd hans varð strax eilítið gremjuleg. — En það var ekki ég, sem byrjaði, bætti hún við og teygði sig eftir vasa- klút. — Það var þessi viðbjóðslega frök- en Kosull, sem byrjaði. Hún og þessi greifaynja Lewenhaupt, sem hristist öll af sínu bláa blóði, þegar hún neyðist til að hneigja sig fyrir mér, kaupmanns- dótturinni. Ég sat í stofunni minni og var að sauma heimskulegar rósir í dúk, sem mér tekst aldrei að ljúka við. Þær vissu vel, að ég var þar. Þær töluðu um ,,skrælingja-hirðina“ í París, að þar væru gervikóngar og einhver úr hópi skrílsins gæti hrifsað kórónuna í einu vetfangi. — Jæja, og hvað sagðir þú þá, sagði Karl Johan og var enn alvarlegri en fyrr. — Já, ég skal svo sannarlega segja þér, hvað ég lét þær heyra, Jean Bap- tiste. Ég sagði þeim, að það væri rétt, að hirð Napóleons væri samsafn manna, sem hefði öðlazt auð og völd skyndi- lega. En þeir hefðu þó skilning á að færa sér í nyt það fyrirbrigði nútím- ans, sem við köllum hreinlæti. Ég sagði þeim, að keisarinn og fjölskylda hans baðaði sig á hverjum einasta degi. Ég sagði þeim, að keisarinn notaði svolítið áhald, sem héti tannbursti, og hefði hvítustu tennur í Frakklandi. Og ég sagði þeim, að ég kysi heldur að um- gangast hreinlegt og skemmtilegt fólk, sem hefði skyndilega hafizt til auðs og valda, heldur en ósviknar greifynjur, sem anguðu af svitalykt. Og ég sagði þeim, að forfeður minir hefðu verið konungar í írlandi á þeim tíma sem siðlausir víkingar herjuðu í Evrópu. Og ég sagði þeim, að við borguðum hirð- ina hér með okkar eigin peningum. Og .... Hér hikaði Désirée andartak. — Og hvað? spurði krónprinsinn. — Og að sænski aðallinn hefði gott af svolítilli byltingu og ... — Og ennþá meira? greip hann fram í og fórnaði höndum. — .... og .... og að ég væri farin heim, heim til Frakklands, kjökraði hún. í júlí 1811, þegar hið norræna sum- ar skartaði sínu fegursta, yfirgaf Desi- deria prinsessa Svíþjóð. — Ég kem brátt aftur, sagði hún og kyssti mann sinn og son í kveðju- skyni...... Hún saknaði raunar manns síns og barns, en þegar hún ók um björt og fjörleg stræti Parísarborgar, var eins og þungu fargi væri af henni létt. Hér var fólkið ekki hrætt við að hlæja, eins og í Stokkhólmi. Hér óttuðust menn ekki gleðina. Désirée lygndi augunum mót sólinni. Það yrði skemmtilegt að sjá Napóleon sem föður! Og nú var hún einmitt á leið í heimsókn til han,s. Désirée fannst vingjarnlegt og nota- legt að sitja og ræða við Marie-Louise keisaradrottningu úti á svölunum við Tuilleriene. Hún fann til svolítillar af-- brýðisemi, þegar hún sá Napoleon koma til þeirra með son sinn á handleggnum. Brúnt andlit hans lýsti af stolti og föður- kærleik. Hann kastaði þessum fjögurra mánaða dreng upp í loftið, greip hann aftur og rétti Désirée hann. Meðan Désirée virti barnið fyrir sér og gældi við það, sat keisarinn beint á móti henni. Hann sagði: —• Eins og yðar konunglega tign hlýt- ur að sjá, þá hefur Napoleon Bona- parte nú fæðzt sonur í raun og veru . . . Kvenþjóðin Framhald af bls. 27. lita bastinu. Þræðið nál með basti, hafið langan lausan enda, saumið kross yfir samskeyti í einu hornanna, fest með því að hnýta með lausa endanum á röng- unni. Dragið nál og enda eftir röng- unni að næsta krossi o. s. frv., þar til krossspor hefur verið saumað í hvert samskeyti. Saumið yfir krossana með grænu basti og þá í miðjunni með rauðu. Mynd a£ iiiaimi Framhald af bls. 15. skemmtun að horfa á þig? spurði ég Paulu. — Þú ert há og mögur og fjöru- tíu og tveggja ára, og það er ég, sem sé þér farborða. Tveir rauðir dílar komu í ljós á kinn- um Paulu. — Ég er ekki mögur. Ég gæti aðeins að þunga mínum. Mér er ómögulegt að skilja hvers vegna, sagði ég elskulega. — Það er nú samt enginn, sem lítur á þig. — Smjörkúla, hvæsti hún. — Þú neyðist til þess að borga með þér til karlmanns, sagði ég og brosti dauflega. — Er það þetta, sem þú hefur í hyggju að gera einn góðan veðurdag? — Börn, börn, sagði móðir mín í ávítunartón. — Ætlið þið alltaf að vera að rífast? Hún sló í borðið með skeið. — Harold, drekktu kaffið þitt. Þú átt að fara núna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.