Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Page 37

Fálkinn - 16.01.1963, Page 37
□TTD □□ HRINGUR RDBERTS LÁVARÐAR „Loksins," hrópaði Ottó ..Bernarkastali! ferð mín er á enda.“ „Þetta er fremur skuggaleg bygging," svaraði Danni. „Hvað ætlarðu að gera?“ „Fara til kastalans og færa lafði Elízu hringinn, auðvitað." „Er ekki bezt, að við rannsökum fyrst svolítið hérna í nágrenninu?" spurði Danni. ,,Og eiga á hasttu að rekast á þremenningana?" svaraði Ottó. „Mér finnst eins og það sé ekki allt með felldu við þennan kastala," hélt Danni áfram. „Svona, svona,“ sagði Ottó. „Það getur ekki verið svo erfitt að ná tali af lagði Elízu og fá henni hringinn. En þú get- ur alveg eins verið hér kyrr, ef þú vilt.“ „Það ætla ég,“ anzaði Danni. „Ef þeir taka þig fastan þarna, þá er að minnsta kosti annar okkar fr.iáls." „Samþykkt," hrópaði Ottó um leið og hann reið i áttina til kastalans. „Ég kem aftur eftir klukku- stund.“ hann kviði því, sem framundan var. Varðmaðurinn sagði tveim hermönnum að fylgja honum til Herberts lávarðar. Nokkru síðar var hann leiddur inn í stóran móttökusal. „Herbert lávarður mun taka á móti yður rétt strax," var sagt við hann. „En ég kom hingaö til þess að tala við lafði Elízu," mótmælti Ottó. „Og hver er það, sem ós'kar eftir að fá að tala við lafði Elízu?“ spurði dimmraddaður maður í öðrum enda salarins. „Ég, Ottó af Arnarkastala,“ sagði Ottó um leið og hann gekk til hins horaða, gráhærða manns, sem hafði ávarpað hann. „Ottó af Arnarkastala," endurtók maðurinn, sem gat ekki verið neinn annar en Herbert lávarður. „Gefðu mér skilaboðin. Ég sé um öll mál lafði Elizu.“ Ut'RRirl STAPEt- COf. HAKIIW tOONOEB STUDIO’S „Ég harma,“ sagði Ottó, „að ég get ekki gefið neinum manni skilaboðin nema Elízu sjálfri. „Það var leitt,“ svaraði Herbert lávarður, „lafðin er alvarlega veik og getur ekki tekið á móti neinum. Þetta er ekki svo mikið leyndarmál, að ég megi ekki heyra það. Ég er trúnaðarmaður lafði Elízu.“ Tortryggni Ottós jókst. Hann sá, að hermenn nálguðust frá öllum hliðum. Það átti bersýnilega að leiða hann í gildru. „Ef það er ekki hægt að fá að tala við lafðina, þá verð ég að fara,“ sagði hann hátt og skýrt. Hann bjóst til þess að fara, en Herbert sagði:, ,Andar- tak. Við getum bundið enda á þennan skopleik strax. Eg held, að þú hafir komið hingað vegna hringsins. Er það ekki?“ FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.