Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Page 17

Fálkinn - 16.01.1963, Page 17
með mömmu. Seirma söng ég tenór í mörg ár og síðar varð ég aðstoðarorganisti hjá Pétri Sigurðssyni unz hann hætti um 1928 en þá tók ég við. —■ Hvar hlauzt þú þína fyrstu tilsögn í tónlist? — Það var hér í barnaskólanum hjá Jóni Þ. Björnssyni skólastjóra, þeim sóma manni. Jón er vafalítið einn af þeim fjölhæfustu kennurum sem hér hafa verið og jafnvel þótt víðar væri leitað. Hann kenndi þá hér einn við skólann og kenndi allt. Þá var ekki fleira fólk hér en um fjögur hundr- uð manns. Hjá Jóni lærði ég að lesa nótur og var þá tíu ára gamall. Svo var ég hjá honum í unglingaskóla og lærði þá undirstöðuatriði í tónfræði. Sjálfur spilaði Jón á fiðlu og eftir að ég fór að vita eitthvað um þessi efni varð mér fyrst Ijóst hvað Jón vissi mikið um þetta og hvað hann var fjölhæfur maður. Ég eignaðist fljótlega hljóðfæri og gat helgað mig þessum málum talsvert. Nógur var áhuginn og þá hafði maður líka nógan tíma. Ef áhuginn er nægur þá er hægt að ná langt. — Fórst þú aldrei að heiman til náms? — Veturinn 1928 var ég í Reykjavík og lærði að spila hjá Páli ísólfssyni og Emil Thoroddsen kenndi mér tónfræði. Það var skemmtilegur vetur. — Er það rétt að þú hafir fengist við fuglatekjur í Drangey? Það verður stundarþögn og svo segir Eyþór: — Já, ég var við það í 9 vor. Faðir minn var sjómaður hér og ég stundaði talsvert sjóinn með honum. Hann var líka skytta en varð fyrir slysi. Það var eitt sinn að hann ætlaði að fara að reyna nýja byssu að skot hljóp í hægri hendina á honum og hún fór illa. Hann missti ekki hendina en framan af nokkrum fingrum og hendin var ekki annað en bein og sinar. Hann var ákaflega harður af sér og stund- aði sjóinn eftir sem áður. Ég var þá kominn vel á legg, um 15 ára, og með honum fór ég mína fyrstu ferð til Drangeyjar. Svo var ég með öðrum eftir að hann hætti eða í eitthvað um níu ár eins og ég sagði áðan en hætti þá og hef varla komið þangað síðan. Við misstum sigmann þetta vor. Hann hét Friðrik Jónsson. Ég var það sem kallað er stokkmaður. Fyrir aftan mig var félagi minn einn á svipuðum aldri, en hinir, sem voru á línunni, voru talsvert fyrir aftan og stalli ofar. Ég man að þegar við vorum að draga línuna sá ég allt í einu að tveir þættirnir voru slitnir og félagi minn sá það um leið. Okkur brá illa við þetta og hljóðuðum upp en þá kom átakið frá þeim að ofan og línan slitnaði svo að segja í höndunum á mér, ég hélt á smáspotta. Þetta var gætinn sigmrður og mjög varkár. Hann hafði eitthvað verið að ganga norður í björgin og þegar svo bar við notaði hann sérstakar spýtur sem hann rak í bjargið og lét línuna liggja í svo hún skærist ekki á grjótinu. Án þess að hafa tekið eftir því hefur línan eitthvað losnað úr þessu og skorist og brúnarmaðurinn veitt þessu ekki athygli heldur. Svo kom merkið frá honum að draga upp og svo fór sem fór. Eftir þetta hætti ég að fara í Drangey á vorin. En það var oft gaman þarna því margt var um manninn og við höfðum aðsetur þar í nokkra daga. Það skeði sitthvað spaugi- legt. -— Þú hefur fengist mikið við leiklist Eyþór. Eyþór horfir brosandi út um gluggann. —■ Það má vel vera að ég hafi fengist eitthvað við leik- list en við skulum ekki tala mikið um það. — Lékst þú aldrei fyrir sunnan? — Þegar ég dvaldi þarna veturinn 1928 lék ég í einu leikriti með Leikfélagi Reykjavíkur. Það hét Stubbur eftir Arnold og Bach. Leikstjóri var Indriði Einarsson. Það var skemmtilegt og ánægjulegt að fá tækifæri til að vera með og mjög lærdómsríkt. Meðal leikara voru margir mætir menn svo sem Haraldur Á. Sigurðsson, Valur Gíslason, Brynj- ólfur Jóhannesson, systurnar Marta og Guðrún Indriða- dætur, Arndís Björnsdóttir og fleiri. Það hlutverk sem ég fór með var ekki stórt. Ég var þjónn og þurfti lítið að segja en var talsvert inni á sviðinu. — Fórst þú ekki einhverju sinni utan? •—• Veturinn 1934 var ég í Þýzkalandi. Vinur minn og félagi héðan Björn Kristjánsson stórkaupmaður var þá bú- settur í Hamborg og hann bauð mér utan. Hann rak þarna umboðsverzlun og þegar ég kom utan hafði hann undirbúið þetta vel og kom mér í góð sambönd. Ég hafði þarna ágæt tækifæri til að sjá og kynnast leiklistinni í þessari borg. Fékk að fara í leikhús eins og mig langaði til og ég held að það hafi verið á hverjum degi sem ég fór og stundum þrisvar. Þetta var dásamlegur tími og margt að sjá. Ég hélt dagbók þennan vetur og stundum þegar heim kom að kvöldi teiknaði ég upp ýmis svið sem ég hafði séð. Það er gaman að fletta þessari bók sem er full af skemmtilegum minning- Framhald á bls. 34. FÁLKINN RÆÐIR VIÐ EYÞOR STEFANSSON, TONSKALD FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.