Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Side 22

Fálkinn - 16.01.1963, Side 22
 Orsökinni til árásarinnar, þeirri ástæðu- lausu og illgirnislegu athugasemd, er kom Goritsky úr jafnvægi. Vera kynni,. að einhverjum tækist að þefa uppi þessa orsök, fyrr eða síðar? — Hann er afar hættulegur, heldur Barði áfram og leggur þunga áherzlu á orð sín, eins og hann vilji einnig reyna að telja sjálfum sér trú um það. — Við lúsaleitum skóginn, gellur í ungum manni. — Sennilega hefur hann falið sig inni í þykkninu. — Drottinn minn dýri, hrópar annar. — Ég er viss um, að hann drepur hvern mann, sem nálgast hann. í fyrramálið, segir Barði valdsmanns- lega. — Þegar leitarljóst er orðið, hljót- um við að finna hann. Við förum um allan skóginn. Hver sem vill taka þátt í leitinni, getur boðið sig fram. — Þú ættir að gera boð eftir lið- styrk, Barði! ráðlegguur gestgjafinn. Síðan er rætt um þetta, aftur á bak og áfram, og því meira sem spjallað er og því meira öli og víni sem skolað er niður, afbakast persónuleiki Gor- iskys æ meir fyrir hugskotssjónum þeirra. Hann er ekki lengur hið hægláta og hlédræga ungmenni, er sinnir dag- legum störfum heima í sögunarmyln- unni. Nú er hann válegt villidýr, sem heldur sig í skógunum umhverfis Spess- art. Blóðþorsta og hefnigirni þrungin ófreskja, með glóandi glyrnum og geysilegum hnefum, sem eru skapaðir til að myrða. MARTEINN Brunner kemur inn í veitingastofuna. Honum hefur líka brugðið mjög við féttina um árás Gor- itskys á Barða, og hefur þegar í stað haldið að heiman, til að rannsaka hvort sannleikurinn sé í rauninni sá er orð- rómurinn segir hann vera. Marteinn gerir sér ljóst hversu hættu- legt honum getur verið, að birtast hér í kránni, þar sem Barði situr og þarfn- ast þess nú fremur en nokkru sinni fyrr, að geta tjáð sig sem fulltrúa yfirvald- anna. En hann fær sig ekki til annars en bjóða hættunni byrginn. Bersýnilega er ægilegt almenningsálit tekið að rísa gegn Goritsky. Allir fylgjast að í þess- ari sefjun, án þess nokkur virðist vita með hverjum hætti það byrjaði. Hvar eru nú vinir Goritskys? Eða á vesalings pilturinn kannski engan vin framar í þessum bæ? Marteinn treður sér inn milli mann- anna fyrir borði Barða. Þeir hleypa honum framhjá sér og þó með semingi. Barði hleypir í brýnnar og bíður hans. — Nú, nú, herra Brunner! — Hvað gengur á með Goritsky, herra Barði .... ? — Eins og þér séuð ekki búnir að vita það fyrir löngu síðan! — Mér þætti vænt um að fá að vita það nánar frá fyrstu hendi. Marteinn lætur sem hann heyri ekki kuldahreim- inn í rödd Barða. — Spyrjið hann þá sjálfan, svarar lögregluþjónninn. — Þér eruð vinur hans, er ekki svo? — Ég met hann mikils sem duglegan verkamann, anzar Marteinn og reynir að sýnast rólegur. — Ég botna hreint ekkert í þessu, herra Barði. Þegar Gor- itsky gekk heiman frá mylnunni, fyrir svo sem tveim klukkustundum, var hann hinn rólegasti. — Sjaldan betri sú músin .... skýtur einhver inní. — Þó hann færi nú ekki að segja frá því, sem hann ætlaðist fyrir! Barði kýmir hæðnislega og gýtur augunum rannsakandi til Marteins. — Haldið þér þá, herra Barði, að Goritsky hafi verið búinn að ráðgera það fyrirfram, að ráðast á yður? — Slíkt getur maður aldrei vitað, rymur í Barða, þetta kemur illa við hann. — Ég styðst aðeins við staðreynd- ir. Hann réðst á mig, og nú verður hann áð taka afleiðingunum. — En hvers vegna réðst hann á yður? spyr Marteinn. Með spurningu sinni hefur Marteinn skorið beint inn í kviku á viðkvæmasta stað Barða. Enginn tekur þó eftir kipp- um þeim er fara um hið breiðleita and- lit hans. Barði þrífur fast um ölkollu sína. — Það skal ég segja yður, ungi maður. Ég lagði fyrir hann spurningu í embættis- nafni. Hann svaraði mér ruddalega og ég setti ofaní við hann fyrir það. Þá flaug hann beint á mig. Barði lætur Martein ekki fá orðið aftur. Ósjálfrátt velur hann sér auð- velda leið út úr þeirri óþægilegu að- stöðu sem hann er kominn í. — Meðal annara orða, herra Brimner. Ég var að heyra, að ungfrú Kristín væri komin aftur heim til mylnunnar. Ég vænti að yður þyki það betra en ekki? Orðum lögregluþjónsins er heilsað með skellihlátri frá öllum viðstöddum. Marteini bregður og hann hörfar frá, en reynir af fremsta megni að ná jafn- vægi á ný. — Hvað kemur það máli Gor- itsky við? segir hann hvössum rómi. — Haldið yður við efnið, Barði. Ég var að spyrja..... — Ég þakka! Barði þaggar niður í Marteini með snöggri og myndugri handahreyfingu. — Fyrirspurnum svar- ar maður við þóknanlegt tækifæri síðar meir, ungi maður. Eins og sakir standa hef ég mikilsverðum málum að gegna. Hann snýr sér að mönnunum umhverfis borðið. — Jæja, piltar, heldur hann áfram. — Nú skulum við gera skýra áætlun um, hvernig okkur verður hæg- ast að handsama Goritsky á morgun. Hver býður sig fram til leitar í skógin- um? Við leggjum af stað um dagmál. Ungu mennirnir í veitingastofunni loga þegar af áhuga, og háværar sam- ræður hefjast hvarvetna. Marteinn hverfur með hægð frá borðinu, en fer ekki úr stofunni. Hann hlustar. Glös eru fyllt og tæmd við borð lög- regluþjónsins. Menn gerast háværir og röggsamlegir. — Það getur líka vel verið að við finnum allt mögulegt annað úti í skóg- unum, hrópaði Barði. — Það er svo margvíslegt hyski á slangri hér í ná- grenninu......Vínið gerir hann málugri. — Hérna um daginn tók ég til dæmis fangabúning frá fjölleikamönnunum. Og kyndugast af öllu var, að það var trúðurinn, sem klæddist honum! Þið hafið sjálfsagt séð hann. Þegar ég rann- sakaði fangafötin nokkru seinna, sást greinilega stimpill Gundelsberg hælis- ins á honum. Jæja, skál! Enginn skiptir sér framar af Marteini. Hann er náfölur. Hann reikar að vín- borðinu og styður sig þunglega við það. — Einn koníak, segir hann við gestgjaf- ann. Veitingamaðurinn hlustar naumast á það sem Marteinn segir. Hann er svo niðursokkinn í það sem Barði segir. — Auðvitað gerði ég hið eina rétta, og sendi tuskurnar þegar í stað til yfir- boðara minna, heldur Barði áfram. — Ég býst við svari þá og þegar. Marteinn verður að ríghalda sér í borðið. Honum finnst sem allir horfi á sig. Hreyfir sig ekki. Aftur heyrðist rödd Barða. — Fjöl- leikahópurinn flýtti sér líka að komast héðan, eins og þeir ættu lífið að leysa. Þeir hafa áreiðanlega vitað meir en þeir sögðu! En ef þess gerist þörf, verður okkur fráleitt skotaskuld úr að ná í 17. hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.