Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 27
Nota þarf tréplötu, sem auðvelt er að negla í, 20 miðlungsstórir naglar, óbleyjað bast (nælonbast er einnig not- hæft) og nokkrir rauðir og grænir bast- þræðir til að hnýta krossana með. Ath. að venjulegt bast þarf að liggja í bleyti. Teiknið ferhyrning á blað, þar sem allar hliðarnar eru 18 cm. langar og merkið fyrir á 5 stöðum á hverri hlið með jöfnum millbilum. Neglið pappír- inn á tréplötuna, festið nagla í hverja merkingu. Bindið bastenda í einn naglann (merktan x), bregðið því næst bastinu utan um nagla andspænis x á gagn- stæðri hlið (merktu y) og einnig-utan um þann við hliðina á og upp aftur að þeirri hlið, sem byrjað var og svo koll af kolli. Þegar komið er að síðasta nagl- anum í hliðinni er brugðið utan um fyrsta naglann á þverhliðinni og þannig er haldið áfram. Þegar enda sleppur verður að hnýta saman, en látið hnút- inn koma á milli tveggja nagla. Haldið áfram á þennan hátt, þar til brugðið hefur verið 10 laga böndum í hvora átt. Bastendanum fest og það látið fullþorna. Nú er bundið fast með sterku saum- garni alls staðar þar sem bastið krossar hvort annað. Klippt í bastið milli nagl- anna og nú er auðvelt að losa borðhlíf- ina. Nú er aðeins eftir að sauma með mis- Framh. á bls. 30. Svona er teiknað á pappírinn. Fest m,e8 nöglum á tréplötu, þar sem punktarnir eru. 1 ferhyrningur — 3 cm. Bindið bastþráð við naglann x, þræddur niður að nagla y, brugðið utan um hann og næsta nagla að efri brún, utan um tvo nagla o. s. frv. 2 MARGLITAR PRJÚNAHÚFUR sem eru hentugar á skíðum eða skautum. í þær má nýta upp garnafganga. I. HÚFA úr bláu, grænu, svörtu og hvítu garni. Það þarf um 25 g af hverjum lit af nokkuð grófu garni. Hringprj. nr. 3. Fitjið upp 110 1. með svörtu garni og grjónið 2 cm breiða brugðningu (1 st., 1 br.). Nú er prjónað sléttprjón og aukið út í 1. umf. svo 128 1. séu á. Prjónið allt mynstrið, haldið svo áfram með rendur, þar til húfan er 28 cm djúp. Næsta umf. höfð samlit þeirri fyrri og jafnframt tekið úr þannig: 1 sl., 2 sl. saman út umf. Garnið slitið frá. Garnendinn dreginn gegnum lykkjurnar, sem eftir eru og gengið vel frá endanum. Húfan pressuð létti- lega á röngunni. II. HÚFA úr brúnu, svörtu, hvítu og fölgrænu. Það þarf um 25 g af hverjum lit og nokkuð gróft garn. Hringprj. nr. 3. Fitjið upp 110 1. með brúnu garni og prjónið 2 cm breiða brugðningu (1 sl., 1 að sléttprjón og aukið út í 1 umf. svo 126 1. séu á. Prjónið allt mynstrið, haldið svo áfram með langsum- rendurnar, sem mynstrið endar á, þar til húfan er 28 cm djúp. Næsta umf. höfð einlit og jafnframt tekið úr: 1 sl., 2 ,sl. saman út umf. Garnið slitið frá. Garn- endinn dreginn gegnum lykkjurnar, sem eftir eru og gengið vel frá endunum. Pressað lauslega. □ blátí III svart X grænt Q hvítt III svart X hvítt • fölgr. □ brúnt FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.