Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 36
PANDA DG AFNARINN MIKLI „Þið skuluð ekkert vera að flýta ykkur, vinir mínir,“ sagði Goggi, þegar hann sá, að safnararnir bjuggust til að fara. Svo virtist sem honum væri algerlega ókunn- ugt um þá hluti, sem þeir voru að reyna að smygla burt. „Það er miklu meira til ... að safna . . . eh, eh, dást að,“ sagði hann. ,,Ótrúlegt,“ sögðu safnararnir. „Hvílíkur safnari.“ Á meðan þessu fór fram, var Panda úti á götu og var farinn að skilja háttalag Gogga. „Þetta er þá alls ekki húsið hans Gogga. Þetta er safn,“ tautaði hann við sjálfan sig. „Það er því eng- in furða, þótt hann láti safnarana safna öllum hlut- unum. En hamingjan góða, ef löggan kemst í spilið og setur alla safnarana í fangelsi. Ég verð að vara þá við.“ En hvernig átti hann að fara að því. Safninu var vendilega læst og hann komst ekki inn. Panda tók það til bragðs að klifra upp rennu, þar sem hann hafði séð opinn glugga á annarri hæð. Loksins eftir mikið erfiði tókst Panda að komast upp í gluggakistuna. Hann skreið varlega inn. Hann var ákveðinn í því að vara vesalings safnarana við Gogga. Hann leit í kringum sig. Hann var staddur í dimmu herbergi. Á veggjunum voru steinbrot með egypsku myndletri, að minnsta kosti 2 þús. ára gömlu. En á gólfinu stóðu steinkistur, mjög skrautlegar. Það voru múmíur í þeim. Panda leit flóttalega í kringum sig og flýtti sér til dyra. Skyndilega braut ein af þessum þúsund ára múmíum þögnina. Panda stanzaði undr- andi. „Stanzið, bíðið andartak,“ sagði röddin, sem greinilega kom úr einum múmíukassanum. Panda varð ofsahræddur. „Bíðið,“ sagði rödd múmí- unnar aftur. En þá beið Panda ekki boðanna heldur opnaði hurðina og hljóp fram á gang. „Eggert!“ hróp- aði hann um leið og hann hentist niður stigann. „Það eru talandi múmíur uppi. Þetta er ekki venjulegt hús, þetta er safn.“ „Þvæla,“ svaraði Eggert safnari. „En víst er þetta safn,“ hélt Panda enn áfram. „Goggi lét setja falska framhlið á húsið og múmían uppi tal- ar og ... og .. . “ Allt í einu var gripið fyrir munninn á honum. „Svo að múmíurnar tala, litli minn,“ sagði Goggi, „en það gerir þú líka og heldur mikið.“ 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.