Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 8
Samkvæmt lögum númer 58 frá 24. apríl 1954 er öllum íslendingum yngri en 21 árs bannað að drekka áfengi. Aftur á móti er það vitað, að margir íslendingar, sem á annað borð neyta að einhverju leyti áfengis, hafa þegar fyrir 21 árs aldur hafið neyzlu þess. Þetta er staðreynd, sem allir vita, en sumir vilja ekki viðurkenna og halda áfram að berja höfðinu við steininn. Sumir vilja gefa þetta sem frjálsast og færa aldurstakmörkin niður á við. Aðr- ir heimta bann. Þetta er mikið hitamál. í haust var hér í Fálkanum rætt við tvo dyraverði og þeir m. a. spurðir um aldur,stakmörkin. Þeir sögðu það sína skoðun, að það þýddi ekki aukinn drykkjuskap þótt aldurstakmörkin yrðu færð niður á við. Það væri orðið svo auðvelt fyrir fólk á aldrinum 18—19 ára að verða sér úti um vín eftir ýms- um krókaleiðum, að það væri vitleysa að færa ekki aldurstakmörkin niður. Og annar þeirra dró upp skemmtilegt dæmi: Átján til nítján ára stúlka, gift og tveggja barna móðir, má ekki fara á vínveitingstað með 22ja ára manni sínum. Samkvæmt lögum er ungmennum á aldrinum 16 til 21 árs skipað í sama flokk og settar sömu takmarkanir um aðgang að opinberum skemmtistöðum. Nú vita allir, að það er mikill munur á tvítugum manni og 16 ára ungling. Þeir eiga lítið sameiginlegt. Það hefur verið mikið rætt um skemmtanalíf unga fólksins og ferðir þess á sveitaböll á sumrin. Margar ófagr- ar lýsingar á ástandinu hafa fylgt þess- um umræðum og menn hafa talað um að það þyrfti að gera eitthvað. Og þess- ar ferðir ungmenna úr bænum eru ákaf- lega eðlilegar, því þau hafa ekki haft neinn viðunandi stað til að skemmta sér á og kannski það sem er enn al- varlegra, — kunna þau að skemmta sér án áfengis? Þau höfðu engan stað, en þau hafa hann núna. Það vakti mikla athygli í sumar, þegar frá því var skýrt, að fyrir 8 FÁLKINN r

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.