Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 11
Munið eftir kápunum og frökkunum. En þetta var aðeins gabb hjá Svavari. Hann hélt áfram að berja trommurnar og Kóngamarsfólkið kom upp stigann og hélt áfram að hlykkjast um gólfið í einni röð. Einn sat hljóður úti í horni og reykti sígarettu, en annars var það eftirtektar- vert hve þeir voru margir, sem ekki reyktu. Við spurðum þennan, sem var einn á báti. — Hví ert þú ekki með? — Ég nenni því ekki. -—- Hvens vegna? — Þetta er erfitt og leiðinlegt. — Ertu oft hér? — Nei, þetta er í fyrsta skiptið. — Heldurðu, að þú komir hér aftur? — Hvernig á ég að vita það? Nú eru þau á gólfinu komin í hring- dans og það er mikið fjör hjá þeim. Svavar spyr þau hvort þau vilji Oveðurs- marsinn, en þau eru ákveðin í að vilja hann ekki og halda áfram í hringdans- inum. Þá er byrjað á vinsældalistanum. Frammi á gangi hittum við stúlku, sem sat ein. Hún sat þarna, ljóshærð og horfði dreymnum augum fram fyrir sig. — Það er kannske ekki kurteist að spyrja, en hvað ertu gömul? — Sextán ára. — Finnst þér gaman? — Já, mér finnst alltaf gaman hérna. — Hefurðu farið á sveitaböll? — Einu sinni. — Og var gaman? ■— Ég veit það ekki. Sumir strákarn- ir voru í því og voru gasalega leiðin- legir. Sumir þora ekki að dansa nema vera í því. — Hver eru áhugamál þín? — Bíó, og svo hef ég gaman af jazz? — Hvað langar þig helzt til að verða? — Flugfreyja. Sem stendur er mikið fjör í dansin- um og flestir á gólfinu. Við hittum ann- an dyravörðinn og spyrjum hann: —■ Hver er algengasti aldurinn hér? — Ætli það sé ekki svona sautján til nítján. Aldurstakmörkin eru 16 til 21. — Krefjist þið vegabréfis við inn- ganginn? — Já, það kemur fyrir, og verðum að vísa frá ef það er ekki orðið sextán ára. Ef það sem eldra er orðið sér, að mikið er orðið af yngra fólki, á það til að fara. Þeim, sem eru um tvitugt, finnst sér ekki samboðið að vera með 16 ára unglingum. — Og hér fer allt rólega og vel fram? — Já, alveg sérstaklega. Hér skeður aldrei neitt, er brjóti í bág við skemmt- anafriðinn.. Við höldum áfram að ganga um sal- inn og virða fyrir okkur gestina og taka þá tali. Flestir virðast skemmta sér prýðilega, en sum segja, að það sé of fátt. Þau bæta því við, að það sé líka ekkert að marka svona fyrstu helgina eftir gamlársdag'. Við eitt borðið nem- um við staðar. Þar situr ungur maður með hönd undir kinn. — Leiðist þér? — Nei, alls ekki; ég er bara búinn að dansa svo mikið, að ég er orðinn þreyttur. — Kemur þú oft hér? — Ég hef komið hér nokkrum sinn- um. — Og hvað gerirðu? Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.