Fálkinn - 06.03.1963, Side 9
Rætt við Hafliða Hafliðason, en afi Kans var Snæbjörn í Hergilsey,
og hjá honum dvaldist HafliSi langdvölum. í viðtalinu rifjar Hafliði
upp minningar um líf og starf á BreiSafjarðareyjum.
N í VÉLARRÚMINU
L
þessari kirkjueign — þ. e. Flatey —
nema Eggert er þeir nú skopi. Þetta
kom fram, Eggert varð stórauðugur
maður á þeirra tíma mælikvarða og
hiún mesti búhöldur. Eggert var þrí-
kvæntur, kvæntist þriðju konu sinni
þegar hann var sextugur og þau bjuggu
saman í þrjátíu ár. Hann varð níræður.
En svo við víkjum aftur að lífinu
við Breiðafjörð. Selveiði var stunduð
frá Hergilsey, sérstaklega á vorin.
Skinnin voru mjög verðmæt og kjötið
saltað, var líkt lambakjöti.
Sellátrin voru í úteyjum og skerjum.
Sama var þegar kofan — það er ungur
lundi — var veidd. Sú veiði, kofnafarið,
tók oftast nær heila viku og þá var
skipt í tvennt, — karlmenn fóru og
tóku fuglinn en kvenfólkið reytti og
það var handagangur í því þá. Þegar
kofnatekjunni var lokið var haldin
veizla í úteyjunum og þá var brenni-
vín veitt. Það var eina skiptið á árinu,
sem ég man eftir að slíkar veitingar
væru ákveðnar fyrirfram. Fiðrið var
mikils virði og kjötið var saltað niður
í tunnur og þótti mjög gott. Ég man
að Snæbjörn í Hergilsey seldi þetta í
tunnum til Reykjavíkur nokkrum sinn-
um.
Ýmsir ágætir menn voru árum
saman vinnumenn 1 Hergilsey. Rögn-
valdur Jónsson frændi minn, var þar
verkstjóri í mörg ár. Valdi var stór
maður og myndarlegur. Hann hafði
búið í býli einhvers staðar við Breiða-
fjörð, en þegar hann missti konuna fór
hann til Snæbjarnar í Hergilsey. Valdi
var mesti æringi og bráðskemmtilegur
karl. Þegar hann lá banaleguna, kom
pabbi minn til hans og spurði hvernig
honum liði. Valdi lét heldur illa yfir.
Sagðist vita að hann væri á förum og
bað hann taka við tóbakspontunni sinni.
„Því ég vil að þú eigir pontuna,“ sagði
hann. Pabbi taldi ekki þörf á að taka
við pontunni, en lét þó til leiðast fyrir
beiðni frænda síns.
Pabba langaði til að hressa Valda
eitthvað og sagði í gríni hvort hann
mundi ekki hressast ef hún Ranka væri
komin á stokkinn til hans. Valdi brosti
og sagði: „Hugsunin er alveg sú sama,
frændi, en þrótturinn er alveg á för-
um.“ Um leið og hann hafði mælt þessi
orð, hneig hann útaf og var dáinn.
Það var mikil menning við Breiða-
fjörð, bóklestur og íþróttir iðkaðar.
Þessir karlar voru syndir sem selir,
margir hverjir og þeir glímdu grísk-
rómverska glímu! Sund kenndi pabbi
minn á Patreksfirði man ég eftir. Þeir
syntu í vatninu, þar sem nú er búið að
gera höfn. Ég lærði fyrst sund í laug-
inni að Reykhólum. Sundlaugin var
hituð með hveravatni og þar lærðu
margir að synda. Ég var á ellefta ári
og fékk leyfi hjá Hákoníu fóstru minni
til sundnáms, en annars var ekki venju-
legt að unglingar lærðu að synda svo
ungir. Reykhólar voru höfuðból með
um 30 manns í heimili.
Ég fór að heiman frá fóstru minni
12 ára gamall. Fór þá á skútuna Gríms-
ey, sem gerð var út frá Flatey. Guð-
mundur Bergsteinsson kaupmaður í
Flatey átti Grímseyna. Hann varð kaup-
maður í Flatey eftir að þeir fórust,
Guðni Guðmundsson kaupmaður, Pétur
Hafliðason, bróðir ömmu minnar í Her-
gilsey og Einar Daðason. Þetta gerðist
árið 1910.
Ég var á Grímseynni fjórar vertíðir
og við vorum kojufélagar Magnús
Jónsson vélstjóri á Heklunni og ég.
— Heppinn að draga, — já svona
heldur í skárra lagi, en varð aldrei
hæstur samt. Við vorum næstir þeim
hæsta sitt hvort árið Magni og ég. Einu
sinni vorum við að og Magnús dró en
ég fékk ekki bein. Mér þótti þetta
heldur grátt gaman og seildist til Magn-
úsar yfir stýristalíuna og kippti honum
yfir. Við flugumst á talsverða stund
og ég stóð í honum, en auðvitað hafði
hann yfirhöndina að lokum. Ég var
ekki nema þrettán ára. En eftir áflogin
fór ég að fá fisk en Magni fékk ekkert.
Við höfum stundum hlegið að þessu
síðan.
Það er búið að lýsa lífinu á skútun-
um svo rækilega, að þess gerist ekki
þörf, — Ég var heima á veturna þang-
að til haustið 1918 að ég fór til Þing-
eyrar og byrjaði í smiðjunni hjá Guð-
mundi Sigurðssyni, — Ég var ákveð-
inn að verða skipstjóri þegar ég var
12 ára gamall, en 15 ára var ég búinn
að skipta svo rækilega um skoðun að
ekki kom annað til greina en að verða
vélstjóri. Ég hef nú samt alla tíð verið
með hugann talsvert í hólnum!
Hann minnist stundum á það hann
Guðmundur Andrésson gullsmiður á
Laugaveginum, þegar við sigldum frá
Hergilsey og ætluðum upp að Stað í
Framh. á bls. 36.
GULLNÁMUR ★ SKIPASMÍÐAR ★ SKÚTUSKAK ★ KOFA OG SELUR ★
FÁLKINN 9