Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Síða 21

Fálkinn - 06.03.1963, Síða 21
þeir sem sóttu þennan starfsfræðslu- dag voru fróðleiksfús ungmenni. Þeir sem landið erfa. Hvað mesta athygli vakti deild landhelgisgæzlunnar, enda var þar rnargt að sjá. Þar var fyrir frosk- maðúr og svo neðansjávarsjónvarp að ótöldum fjölda af allskonar tækj- um. Og uppi í tuminum á húsinu hafði gæzlan komið fyrir radar og miðunarstöð og þar var mikil að- sókn. Þá var og skemmtilegt að koma í deild Fiskifélagsins og J)ar komum við auga á Jón Jónsson fiskifræðing umkringdan af strákahóp, og liann var að útlista fyrir þeim leyndar- dónia tækja við fiskirannsóknir: Þar kenndi sá eldri þeim yngri og kannski voru þarna væntanlegir fiskifræð- ingar. Auk þess, sem þarna var að sjá í Sjómannskólanum, gátu menn farið í heimsóknir í ýmis fyrirtæki. Fyrst var það vélahús Vélstjóraskólans og ekki alllítið að sjá. Þá var Vélsmiðja Sigurðar Sveinbjörnssonar, Fisk- verkunarstöð Júpiters og Marz á Kirkjusandi, togari á Reykjavíkur- höfn og fleira. Starfsfræðsla sem þessi er nauð- synlegur þáttur í uppeldismálum, því velferð einstaklinganna i lífinu hyggist á réttu stöðuvali. Miðunarstöð og radar var komið fyrir í turni Sjómannaskólans á vegum Land- helgisgæzlunnar. Áhugi fyrir radarnum var geysimikill eins og sjá má á myndinni (efri mynd). Kafarabúningur vakti óskipta athygli drengjanna í deild Landhelgisgæzlunnar. Froskmaðu r var einnig til staðar í fullum her- klæðum og hafði úr mörgum spurningum að leysa. Sömuleiðis var til sýnis neðansjávarsjónvarp, hin mesta furðusmíð' (neðri mynd).

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.