Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 06.03.1963, Blaðsíða 31
Kæri Astró. Ég er fædcl á Siglufirði árið 1943, klukkan 2.00 að nóttu til. Mig langar að fræðast eitthvað um fram- tíðina, hvort mér gefst tæki- færi til að sjá mig um 1 heim- inum, hvernig heilsufarið verður og eins allt annað sem lesið verður úr stjörnunum. Með fyrirfram þaklæti fyrir væntanlegt svar. Vinsamlega sleppið dag og mán. Ein forvitin. Svar til einnar forvitinnar. Það eru ekki horfur á því að það eigi að liggja fyrir þér að ferðast erlendis, þar eð geisli níunda húss, sem stend- ur fyrir langferðalög fell- ur í merki Fiskanna. Það virð- ist ekki liggja vel fyrir þér að ferðast enda mundirðu ekki hafa þá gleði af slíku, sem þú hefur gert þér vonir um. Hins vegar er mjög skilj- anlegt að þú hugleiðir slíkt oft þar eð Júpíter var rísandi þegar þú fæddist og hefur því rík áhrif á sjónarmið þín til lífsins, en meðal þeirra mál- efna, sem falla undir hann eru langferðalög Allar horfur eru því á að hugleiðingar þín ar um langferðalög verði að- eins skýjaborgir utan heims hins blákalda veruleika. Heilsufarið fellur undir sjötta hús, en geisli þess kem- ur undir áhrif Steingeitarinn- ar. Setingeitarmerkið ræður hnjánum, fótleggjunum, beinagrindinni og liðamótum almennt. Sjúkdómar í sam- bandi við þetta merki eru því ýmiskonar beinasjúkdómar. fótasjúkdómar t. d. æðahnút- ar, vöðvabólgur í fótleggjum, stirðleiki í liðamótum. Einnig eru nokkuð áberandi sjúk- dómar út frá ofkælingu t. d. kvef. Svo og taugasjúkdóm- ar, sem stafa af þunglyndi, og er því brýn nauðsyn á að líta lífið sem björtustum augum. Hitt er svo annað mál að af- stöðurnar milli plánetanna eru yfrleitt mjög góðar og Sólin, sem stendur fyrir lífsorkuna er mjög vel sett og bendir því ekkert sérstaklega til þess að þú þurfir að hafa áhyggjur út af heilsufarinu. Nokkuð erfið áhif eru þegar þú ert um 27 ára, en allt bendir til þess að þú komist yfir það. Fjármálin eru undir mjög hagstæðum áhrifum hjá þér þar eð Venus fellur í geisla annars húss fjármálanna. Allt bendir því til þess að jafnað- arástand ríki í efnahag þínum. Geisli annars húss fellur í merki Meyjarinnar og bendir það til þess að þú sért mjög hagsýn í meðferð fjármun- anna, án þess þó að vera nízk, hins vegar gerirðu þitt ýtrasta til að fá sem allra mest fyrir peninga þína. Þér er nauðsyn- legt að varast þann leiða löst að gagnrýna aðra fyrir með- ferð þeirra á fjármunum, þegar þér virðist sem þau megi betur fara, sérstaklega á þetta við um tilvonandi maka þinn, því óþarfa deilur Sjá næstu síðu. ALLT Á SAMA STAÐ CHAMPION KRAFTKERTIN í IIVERA RÍL 1. öruggari ræsing. 2. Aukið afl. 3. Minna vélaslit. 4. Allt að 10% eldsneytissparnaður. NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA, CHAMPION 31 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.