Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Page 34

Fálkinn - 06.03.1963, Page 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI „Halló, þið þarna,“ kallaði lögreglumaður á eftir þeim, „hvers konar farartæki er þetta eiginlega.“ „Þetta er helikopter, þyrilvængja," sagði Tómas hugs- uður. „Veiztu ekki að þetta er almennur þjóðvegur. Má ég fá að sjá flugskírteinið?" „Ég er anzi hræddur um, að ég hafi ekkert slíkt á mér.“ „Það er ekki gott,“ sagði lögreglumaðurinn, „ég er þá anzi hræddur um að þá megir þú ekki fljúga.“ En hann fékk ekkert svar, því að Tommi hafði þegar sett vængina af stað. En þegar þeir voru komnir talsvert af stað, losnaði einn þeirra og flaug beint í andlit lögreglu- mannsins. „Þú misstir einn vængspaðann,“ hrópaði Panda. „Gerir ekkert,“ æpti Tommi, „hef þrjá eftir.“ Og hin fljúgandi tunna lyftist hærra og hærra. „Dásamleg vél,“ æpti hugsuðurinn til Panda. „O, já,“ sagði Panda, „en dálítið losaralega byggð, það fjúka úr henni boltar og skrúfur, sérðu það ekki?“ Á meðan þeir flugu um í háloftunum, fylgdist lögreglumaður- inn nákvæmlega með þeim. „Þetta var árás á lög- reglumann í starfi sssínu,“ tautaði hann við sjálfan sig, nuggaði ennið, og skreiddist á fætur, settist á mótorhjólið sitt og fylgdi vélinni eftir. En þar sem fleiri og fleiri hlutar flugvélarinnar duttu úr henni fór ekki hjá þvi að hún lækkaði flugið. „Hún er að hrapa,“ hrópaði Panda. „Við skulum lenda.“ „Þú biður um það sem er ómögulegt, Þyril- vængjan mín er ætluð til þess að fljjúga upp ekki niður.“ En einmitt þá tók hún stóran sveig niður á við. „Hjálp,“ hrópaði Panda, „við förumst.“ En fyrir neðan þá fór lögreglumaðurinn eins hratt og hann komst á mótorhjólinu. „Þeir virðast hrapa,“ muldr- aði hann ánægjulega með sjálfum sér. „Og þegar þeir lenda skulu þéir aldeilis teknir í bakaríið.“ 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.