Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1963, Side 35

Fálkinn - 06.03.1963, Side 35
□TTD □□ HRINGUR RDBERTS LAVARÐAR Þegar pílagrímurinn birtist fóru allir að muldra eitthvað, og varð af einn samfelldur kilður. „Þetta er maðurinn, sem tók af mér hringinn," hvíslaði Danni að Ottó. „Hver talaði?“ Hróp- aði Herbert hátt. „Það gerði ég,“ sagði pílagrímurinn rólega, „og ef þú heyrðir ekki hvað ég sagði fyrst, þá ætla ég að endur- taka það, ég er með hringinn." Herbert horfði reiðilega á her- mennina og sagði síðan: „Hver hleypti þessum manni inn, ég hafði gefið ykkur fyrirskipun um að hleypa engum óviðkom- andi inn i höllina. Kastið honum í dyflissu." En þá stökk lafðin á fætur og hrópaði. „Taktu niður hettuna pílagrímur, svo að við getum séð andlit þitt.“ „Þekkið þið mig núna,“ hrópaði hann og fleygði af sér munkakápunni. Þetta var Róbert lá- varður. Lafðin kastaði sér í fang eiginmanns síns, sem hafði verið álitinn dauður. Nú fóru Ottó og Danni að skil.ia margt. En hvernig tók Herbert þessu. Þeir litu við og sáu að hann logaði af drápsfýsn. Og hann greip um sverð sitt. „Varaðu þig, Róbert lávarður sagði Ottó, því að hann sá að hann var óvopnaður. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur greip sverð af næsta hermanni og kastaði því til Róberts. „Hérna, Róbert lávarður." Hermennirnir mynduðu hring um bræðurna og enginn þeirra hugsaði um að skerast i leikinn. Þeir voru að bíða eftir því að leikurinn yrði ójafnari og síðan mundu þeir hjálpa sigurvegar- anúm. Róbert lávarður var með afbrigðum vopnfimur og virt- ist vera yngri en hann var í raun og veru. Herbert átti í vök að verjast og gat loks bjargað sér með því að stökkva út um glugga og út á brjóstvörnina fyrir utan. Það heyrðist brothljóð og glamur og rigningin og óveðrið lamdi allt. Enn var allt í óvissu um endalok einvígisins. fXlkinn 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.