Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 15
 mikill skortur á vinnuafli, því margir höfðu verið kvaddir í herinn. Það var uggur í þeim dönsku og allra veðra von. Skipasmíðastöðin var á hólma og efnið var ferjað úr landi á prömmum. Ég vann stundum við það. Kaðall var strengdur milli hólmans og lands og maðui' halaði sig á milli. Þetta var ör- stutt. í þessari skipasmíðastöð voru byggð 300—400 lesta seglskip. Tveir bræður að nafni Andersen stjórnuðu stöðinni og stjórnaði annar, Ring Ander- sen, trésmíðinni en hinn sá um þann hluta stöðvarinnar, sem smíðaði skip úr járni. Allt voru þetta seglskip. Ring Anderseen sagði að það borgaði sig ekki að breyta gildleika banda og inn- viða í skipið okkar, frá því sem var ,,standard“ hjá þeim og sem notað var í miklu stærri skip. Vegna þessa, varð skipið ákaflega sterkt. Loksins í byrj- un október var það tilbúið og hlaut nafnið „Svanur“, eftir gamla Svanin- um frá Ólafsvík, sem Holger Clausen gerði út. • Sá Svanur sigldi yfir hundrað ferð- ir milli íslands og útlanda og var happaskip. Hinn 12. október var hinn nýi „Svanur“ tilbúinn og afhentur okkur. Hann var seglskip byggður úr eik og var tæpar 70 lestir brúttó. Vélin var 85 hestafla Bolinder vél. Svanurinn var tvímastraður og seglbúnaðurinn var kútter-rettning. Við fremra mastrið var stýrishúsið og sambyggt var reyksalur farþega. Þá var lestarlúga en fyrir aftan hana, við afturmastrið var lítill mótor, sem knúði vinduna og fyrir aftan hann káetukappinn. Fyrir aftan afturmastrið var eldhúsið. Tveir líf- bátar voru í bátauglum sitt hvoru megin við stýrishúsið. Þess var getið um það leyti, sem við tókum við skip- inu, að skipasmíðastöðin hefði tapað miklum peningum á smíði þess. Það kostaði með rá og reiða og öllu saman 65 þúsund krónur. Frá því samningur um smíðina var gerður, þar til henni var lokið urðu stórfelldar verðhækkan- ir. Við sigldum frá Svendborg til Kaup- mannahafnar til þess að lesta fyrir ís- landsferðina. Áttum að sigla til heima- hafnarinnar, Stykkishólms, og farmur- inn var allur á hafnir við Breiðafjörð. Eftir fjögurra daga dvöl í Kaupmanna- höfn lögðum við af stað til íslands, með viðkomu í Leirvík á Setlandseyjum. Það var vegna stríðsins. Auk okkar fjögurra frá Stykkishólmi bættust nú tvö í áhöfnina, danskur vélamaður og íslenzk stúlka, Sólveig Eiríksdóttir, ættuð að austan. Hún var matsveinn á leiðinni og reyndist mjög dugleg, þótt ekki væri alltaf hægt að elda eins og síðar kemur fram. Við vorum í bezta skapi að vera loksins á heimleið, eftir að vera búnir að bíða eftir skipinu á sjötta mánuð i Svendborg. Ferðin til Leirvíkur gekk að óskum. Við komum þangað um kvöld og ætluðum að sigla inn í höfn- ina, en urðum að hafast við utan henn- ar alla nóttina, vegna þess að henni var lokað með sprengjum á nóttunni. Það var gert af ótta við Þýzkarann. Um nóttina var vonzku veður og að- stæður langt frá því að vera góðar, þar sem mjög er þarna klettótt, en allt fór samt vel. Um morguninn vorum við teknir inn í höfnina. Skriffinnskan var þarna á hástigi og við urðum að bíða í níu sólarhringa eftir að skips- skjölin kæmu aftur frá London, en þangað voru þau send. Við vorum mik- ið fegnir að komast af stað frá Leirvík. Annað skip var þarna statt, sem einnig ætlaði til íslands. Það var dönsk skonn- orta þrímöstrúð, þrjú- til fjögur hundr- uð lesta skip, sem landsstjórnin hafði á leigu til vöruflutninga. Þessi skonn- orta átti að fara til ísafjarðar. Við á „Svaninum“ drógum hana út fjörðinn, því hún hafði enga hjálparvél. Þar tók danska skonnortan stefnu austur fyrir Setlandseyjar vegna þess að vindur var hagstæðari, en við fórum vestur fyrir, og nutum þar vélarinnar. Það var af þessari dönsku skonnortu að segja, að Framh. á bls. 32. MeSan austanrok og rigning hamast á stofuglugganum í MiStúni 70, segir Hannes Stefánsson lesendum FALKANS, scguna af því, þegar BreiSafjarSar--Svanunnn var sóttur . . . FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.