Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Qupperneq 31

Fálkinn - 20.03.1963, Qupperneq 31
„Það er bezt að koma honum inn. ... “ „Þakkir,“ reyndi Chet Brander að segja, en það varð aðeins ótöluð hugs- un. Fyrst þegar hann fann hlýjuna innan við þakdyrnar, leyfði hann sér þann munað, að missa meðvitund. * Hann var á legubekk. Hann fann beiskt bragð uppi í sér, og mikla ó- kyrrð í maganum. Hendur hans og fæt- ur brunnu, og hann bylti sér til að forð- ast eldtungurnar. Hann opnaði augun, og sá breiðleitt, holdugt andlit áhyggjufulls eldri manns. „Ertu orðinn hress, sonur sæll? Hvað í fjáranum varstu eiginlega að gera þarna úti?“ Hann gat ekki svarað. „Það er allt í lagi, reyndu ekki að tala. Ég er Collyer, bý í íbúð 12-D. Ég fann þig uppi á þaki. Hitt fólkið vildi, að ég kallaði á lögregluna, en ég sagði: „Til hvers. Hann verður að fá í sig hita strax. Þess vegna fór ég með þig hingað í íbúð mína.“ Brander svipaðist um og virti fyrir sér umhverfið. Hann beitti sig hörku til að setjast upp, og fann áfengisbragð í munni sér.“ „Ég hélt að dálítið koníak hjálpaði," sagði maðurinn og gaf honum gætur. „Þú hefur lokast úti, ha? áttu heima í húsinu?“ „Nei,“ sagði Brandur röddu, sem hann þekkti ekki. „Ég .... ég var að- eins að líta á íbúðirnar uppi. Datt í hug að leigja. Þá minntist ég þess, að hafa heyrt eitthvað um sólskýli á þakinu, og ég fór til að líta á það.....“ „Þokkalegt kvöld að skoða sig um.“ rumdi maðurinn. „Já. En ég fór aðeins til að líta á það. Það næsta, sem ég vissi, var, að dyrnar skullu í lás á bak við mig.“ „Það var hvasst þarna uppi, vissu- lega. Við héldum öll, að það væri vind- urinn, sem sleit loftnetin úr sambandi, þangað til við fundum þig.“ Hann skríkti. „Margir í húsinu bölvuðu þér í sand og ösku, sonur sæll. Einkum vegna þess, að ekki næst í viðgerðar- mann, fyrr en seint í fyrramálið.“ „Mér þykir það leitt.“ „Kærðu þig kollóttan; þú breyttir rétt. Heyrðu, hvert ertu að fara?“ Brandur var risinn á fætur, herti á bindishnútnum og stefndi óstyrkum fótum til dyra. „Þú getur ekki farið út svona klæddur......“ „Það er allt í lagi, ég næ í leigubíl. Ég verð að fara.“ „Leyfðu mér að lána þér eitthvað. Frakka eða eitthvað......“ „Nei, það er allt í lagi með mig,“ sagði Brandur og tók í hurðarhúninn. „Þú ættir kannski að leita læknis. .. . „Ég geri það, ég gerði það!“ sagði Brandur og gekk fram í hljóðlátan, teppalagðan ganginn. Hann ýtti á hnappinn, sem mundi færa sjálfvirka lyftuna til 12. hæðar, og kafaði síðan í buxnavasann. Hann var þarna enn, kaldur viðkomu. Lyk- illinn að toppíbúð Coombs. Er lyftan kom, steig hann inn í hana og þrýsti á T. * Hann kveikti ekki ljósin um leið og hann gekk inn. Hann fór á snyrtiher- bergið og fann frakkann sinn, trefil og hatt. Hann fór í frakkann, en honum hitn- aði ekki við það. Þá fór hann og lauk upp tvöfaldri svalahurðinni og setti hana í hálfa gátt. Framhald á næstu síðu. Kæri Astró. Þegar ég las stjörnuspána í síðasta blaði, sá að hún gat hæglega átt við mig. En þar sem ég veit ekki hvenær G. G. M. er fædd eða fæddur, þá þori ég ekki að treysta spánni alveg. Því skrifa ég og bið þig auðmjúklega að lesa úr stjörnunum fyrir mig. Ég hef skrifað áður, en ekki fengið svar. Ég er fædd kl. 1.00 e. h. Heldurðu að ég pipri? Ef svo er ekki hvenær giftist ég? Hve gömul verð ég? Fer ég nokkuð af landi brott á næst- unni? Og hvernig verður lífið yfirleitt í framtíðinni. Góðfúslega sleppið því sem er innan sviga. Með fyrirfram þakklæti fyrir væntanlegt svar. Ingibj. A. Svar til Ingibj. A. Merki haustins á geisla sjö- unda húss eykur löngun þína eftir ást, en gerir þig hýis veg- ar nokkuð vandláta á því sviði. Þar af leiðandi er ekki stofnað til hjónabands á svo auðveldan hátt og Nauts- merkið bendir til þess að þú viljir að þér sé auðsýnd ein- lægni. Þegar málin hafa kom- izt á það stig að verða hjóna- band, þá virðist svo vera sem það leysist ekki svo auðveld- lega upp. Ef svo skyldi samt fara að til skilnaðar kæmi annað hvort sakir óeinlægni makans eða sakir óhugstæðra kringumstæðna, þá er mjög hætt við því að þú munir taka slíkt mjög nærri þér og að langan tíma taki til að jafna tilfinningar þínar og stofna til nýrra kynna. Þegar um giftingu er að ræða þá slitnar venjulega ekki upp úr henni, og þegar til hjóna- bands er stofnað sakir ástar, þá er venjulega ekkert sem skilur annað en dauðinn og þá er oft ekki um aðra gift- ingu að ræða. Fjármálin eru venjulega að einhverju leyti tengd giftingunni og hafa tals- verð áhrif á hjónabandið. Áhrifapláneta sjöunda húss eða giftingarhússins er Úran- us, sem bendir venjulega til skyndilegra hrifninga og ást- arævintýra bæði af hendi þinni og af hendi félagans. Slík ástasambönd hafa hins vegar ávallt tilhneigingu til að slitna jafn skjótt og til þeirra var ætlazt. Af þessum sökum er þér nauðsynlegt að vanda vel til vals þíns og láta ekki til skara skríða fyrr en þú ert örugg um að tilfinn- ingar hins tilvonandi maka séu þær sömu og þú berð til hans. Plútó í níunda húsi bendir til þess að skyldulið tilvonandi maka þíns eða ná- ins félaga hafi tilhneigingu til að hafa ýmislegt á móti fullkomnu sambandi ykkar, jafnvel eftir að gifting á sér stað, muntu finna að afstaða þeirra til þín getur verið ó- hagstæð. Sólin fer yfir Venus í stjörnukorti þínu þegar þú varst 22 og hálfs árs og er það venjulega bezta afstaðan til ásta, sem hægt er að reikna með í stjörnukorti. Það er hins vegar að skilja á bréfi þínu að ekkert raunhæft hafi gerzt á sviði ástamálanna hjá þér enn. Hins vegar er nú um þessar mundir hagstæð af- staða milli Plútó og Sólarinn- ar í stjörnukorti þínu, þann- ig að miklir möguleikar eru fyrir hendi í sambandi við utanlandsferð, sérstaklega þar sem hann er í merki Krabbans. Það bendir venju- lega til þess að fólk setzt að erlendis eða mjög fjarri heimahögum sínum og að tengsl þess við æskustöðv- arnar rofni algjörlega að lok- um. Þessari þróun mála fylgja oft gjörbreytt viðhorf til lífsins og jafnvel að önnur trú eða lífsskoðun verði tekin upp. í öllu falli mundi ég alls ekki ráðleggja þér að setjast að heima hjá þér, því gæfan bíður þín alls ekki þar, held- ur langt í burtu. Heimahagar þínir falla undir merki Fisk- anna (sorgir) og Satúrnusar (fátæktar). Það er að lokum eitt, sem ég vil ráðleggja þér að lok- um því það mun duga þér vel á lífsleiðinni ef þú tileinkar þér það. Þér er nauðsynlegt að láta tilfinningarnar og fljótfærni ekki hafa of rík áhrif á gerðir þínar. Grund- aðu vel allar gerðir þínar áður en þú hefst handa. Þá er vel- gengnin þér vís. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.