Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 25
LITLA SAGAN Framh. af bls. 24. Þá þaut Harry upp, hljóp úr einu í annað og bölsótaðist yfir því að hann væri alltaf vakinn á síðustu stundu. En vegna óvanalegrar sam- vinnu milli sonar og föður, gat hann þakkað það, að hann náði strætis- vagninum. Þegar Kláus sonur hans varð tólf ára fékk hann í afmælis- gjöf innanhússhátalarakerfi, og á ~ hverjum morgni þegar faðir hans var loksins kominn á ról, hljóp Klá- us út á svalir með hátalarann, og þá leið ekki á löngu, unz hans ákafa fréttamannsrödd heyrðist inn í bað herbergið, þar sem faðir hans átti annríkt við rakkústinn sinn, skóna sína, bindið og morgunkaffið. — Útvarp Till CxV, góðan dag. Allt er enn með kyrrum kjör- um á Baugsvegi .... en nú kem- ur strætó. Nú er hann á horninu við Hörpugötu. Þú verður að flýta þér pabbi, ef þú ætlar að ná honum. Nú ekur hann af stað .... nú er hann um 100 metra frá stoppistöðinni okk- ar, nú 50 metra, nú 25 og nú........ Þannig lét Kláus föður sínum í té mikilsverðar upplýsingar um hvað margar sekúndur hann hafði til um- ráða. En einn morgun gerðist það, að Harry tók þá mikilsverðu ákvörð- un að fara fimm mínútum fyrr á fæt- ur á morgnana og í stað þess að fara með strætisvagni ætlaði hann að hjóla. Eins og venjulega tilkynnti Kláus frá svölunum: — Allt er með kyrrum kjörum á Baugsvegi. Veðrið getur ekki verið betra, heiður himinn og .... nú — kemur strætó. Nú stoppar hann á horninu og tveir farþegar stíga upp í. Nú ekur hann af stað. Nú er hann 100 metra frá stoppistöð- inni okkar. Flýttu þér nú, pabbi, ef þú ætlar að ná honum. Nú er hann 50 metra frá stoppi .... nú 25 og nú .... kemur pabbi. Ó, hvað hann hleypur hratt. Skyldi hann ná hon- um. Nú hneppir hann jakkanum hann er greinilega í formi í dag. Nú ekur strætó af stað. Pabbi hleypur lilruð þár áakrifandi að Fálkanum? I P B 0 □ 0 Ef svo er ekki þá er sínanúnerið 1221o og þér fáið hlaðið sent um hæl. á eftir honum, þetta er glæsilegur endasprettur. Hann nær honum. Nú .... nú hoppar hoppar hann upp í. .... nú hoppar, hoppar hann út úr. Mamma, viltu taka buxurnar hans til? Ég held að hann sé kominn til baka til þess að fara í þær. Willy Breinholst. IJtilegumadiiríiiH Framhald af bls. 13. á Setbergi í Eyrarsveit. Hann var sonur síra Páls prests á Þingvöllum Þórláks- sonar, og hefur síra Birni verið kær- komið að flytjast austur, þó að hann væri níu ára, er hann fór í fóstur vest- ur að Setbergi. Hann fluttist þegar austur um vorið og tók við Þingvalla- brauði. Með honum fluttust að vestan hjónin, Halldór Jónsaon og María Jóns- dóttir. Þau brugðu búi um vorið á Hellnafelli í Eyrarsveit. Halldór var hinn mesti dugnaðarmaður, vel greind- ur og varð góður bóndi. Halldór og María voru fyrst í vinnumennsku hjá Þingvallapresti, en byggðu svo nýbýli i Þingvallalandi, er nefnt var Hrauntún og bjuggu þar góðu búi. Halldór varð hreppstjóri Þingvallasveitar eftir Kristján Magnússon í Skógarkoti. Árið 1829 fluttist frá Spjör í Eyrar- sveit að Þingvöllum, Jónas Jónsson, bróðir Halldórs í Hrauntúni. Hann var vinnumaður hjá presti í nokkur ár, en fékk svo til ábúðar Brúsastaði og bjó þar með ráðskonu, Sigríði Eileifsdóttur að nafni. Jónas bjó heldur litlu búi en ekki ólaglegu. Eins og þegar er sagt, réðist Þorleif- ur Erlendsson til Jónasar bónda á Brúsa- stöðum. Allt gekk vel í fyrstu með vist hans þar, enda fékk Þorleifur hið bezta orð og kom sér vel, jafnt á heim- ili og við nágrannana. Svo liðu fram stundir, að ekki bar til tíðinda um hagi Þorleifs. Á þessum árum var búsvelta víða i landinu. Fólk sparaði mat eins og það gat, jafnvel þó nægilegt væri til. Matur var oft útþynntur eins og frekast var unnt, og ekki sízt handa lítilmegnandi vinnufólki. Þorleifur vinnumaður á Brúsastöðum fékk fljótlega að kenna á því, eftir að hann kom þar í vist, að hann fékk langt frá því nóg viðurværi, útþynnt og lélegt. Sumarið 1843, þegar Þorleifur var að byrja þriðja vistarárið á Brúsastöðum, hafði hann það starf meðal annars að reka og sækja kvíær í haga á málum. Oft bar það við á Brúsastöðum, að óþekktar kindur komu heim með kví- fénu, og varð það einnig þetta sumar. Þessar kindur voru utansveitar, því að heimafólk á Brúsastöðum þekkti ekki mörk þeirra. Fénaður sótti mjög á kjarnlendið umhverfis Þingvöll, allt neðan úr Ölfusi og af Suðurnesjum. Dag nokkurn í 17. viku sumars kom heim með kvíánum hvítgult gimbrar- lamb heldur vænt, og kannaðist enginn við mark þess. Lambið fór svo aftur með ánum í haga. Þegar Þorleifur hafði komið ánum í beitarland í fjallinu, rak hann hvítgula lambið í sjálfheldu. handsamaði það og tók það síðan og skar. Hann gerði það til, át nægju sína af kjötinu volgu og hráu. Hann fleygði höfðinu í Öxará, svo það flyti með ár- straumnum niður í Þingvallavatn og fyndist síður. Þegar hann hafði etið sig saddan af kjötinu, urðaði hann leifarn- ar af skrokknum. Fjórum eða fimm dögum síðar tók hann annað lamb, einnig hvítgult gimbrarlamb. Hann rak það einnig í sjálfheldu, fleygði höfðinu í Öxará og át nægju sína af kjötinu volgu og hráu. Urðaði hann síðan skrokkinn á sama hátt og í fyrra skiptið. Nær viku síðar, rak hann svartkollótt geldingslamb í sjálfheldu, skar það og fleygði höfðinu í Öxará. Var hann þá orðinn forfram- aðri í átinu, því hann byrjaði að eta feitina af innyflunum og eyðilgði þau jafnóðum, svo át hann dálítið af kjöt- inu og urðaði afganginn. Nokkrum dögum eftir að Þorleifur tók þriðja lambið, bar svo við, að í Brúsastaðaær kom veturgömul gimbur með lambi. Athugaði Jónas bóndi mark hennar og þekkti ekki. Síðan fór vetur- gamla gimbrin aftur í haga með lambi sínu. Þegar Þorleifur kom upp í fjall, tók hann dilkinn undan veturgömlu ánni, rak hann í sjálfheldu, skar hann og fleygði höfðinu í Öxará, gerði hann það þar næst til. Hann tók bringuna úr skrokknum og át meirihluta hennar. En að því búnu urðaði hann skrokkinn og gæruna, líkt og áður. Þetta skeði nær höfuðdegi um sumarið. Jónas bóndi veitti því athygli, að veturgamla gimbrin kom heim með kví- fénu, en var lamblaus. Þótti honum þetta grunsamlegt, hélt að hún hefði misst undan sér lambið. Tók hann því hest sinn kvöld eitt og hélt til fjails ásamt smalahundi sínum, til að leita að lambinu. Þegar hann kom upp á fjárstöðvarnar, fann hann eftir tilvísun hundsins, urðaðan lambskrokk, er hann þekkti þegar, að var af dilklambinu, sem hann leitaði að. Sá hann strax að hér hafði verið að verki Þorleifur vinnumaður og þótti bónda sem vonlegt var illt í efni. Jónas reið strax til Þingvalla og hitti að máli síra Björn og sagði honum, hversu komið var. Prestur kvað þetta mál ekki heyra undir sig, heldur hrepp- stjórann, og hvatti hann til að fara þegar til fundar við hann. Jónas tók ráðum prestsins og sneri þegar til Hrauntúns og tilkynnti hreppstjóran- um, hversu háttað væri um verknað Þorleifs vinnumanns síns. Fór svo Jónas heim við svo búið. Daginn eftir fór hreppstjórinn, Hall- dór Jónsson í Hrauntúni, til Brúsastaða ásamt Gísla Daníelssyni vinnumanni í Skógarkoti. Var þeim strax boðið til baðstofu er þeir komu þar og dvöldust þar um stund. Framh. á bls. 29. 25 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.