Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 28
Willr Breiiiliolst Framhald aí bb. 9. náttúrunnar, er við höfðum virt fyrir okkur þennan dag, og heimsborgarbrags- ins á næturlífi Reykjavíkur, var okkur næstum ofviða að innbyrða á einum •og sama deginum — en er Breinholst fór eindregið fram á að heimsækja veitingahús Reykjavíkur meðan á dvöl- hans stæði, urðum við eftir heimkom- una að taka til við margréttaðan kvöld- verð með nýjum sérréttum — án græn- sápu! Breinholst keypti á meðan á dvöl hans stóð, allar þær hljómplötur með íslenzkum danshljómsveitum, sem hon- um tókst að ná í, — sérstakan áhuga hafði hann á Hauki Morthens og Ragn- ari Bjarnasyni. Einnig keypti hann bunka af plötum með íslenzkum þjóð- lögum, gömlum rímum, Sinfóníu- hljómsveit íslands, Smárakvartettin- um á Akureyri o. s. frv. Á miðvikudaginn var veðrið slæmt, svo að við urðum að fresta flugferðinni til Austurlands. í þess stað skoðuðum við Reykjavík nánar, og um kvöldið fórum við með flugvélinni til Akureyr- ar. Forstjóri Ferðaskrifstofunnar á Ak- ureyri, Jón Egilsson, tók á móti okkur á flugvellinum. Ég þekkti Jón frá fyrri ferðum og mér fannst undarlegt, að hann skyldi halda hægri hendinni fyrir munninum, einkum er hann brosti. Ég spurði hann hvernig stæði á þessu og hann svaraði: ,,Ég missti gervitönn. Ég held, að ég hafi borðað hana.“ Breinholst sagði hughreystandi: „Borð- að hana? Þá þarftu ekki að hafa áhyggj- ur! Þú færð hana aftur á morgun!“ Er við höfðum komið okkur fyrir á Hótel Kea, bauð Jón okkur heim í kaffi. Þéð féll Breinholst vel í geð, þar sem íslenzk heimili voru eitt af því, sem hann langaði til að sjá. Hann kom inn á nokkur slík, og í nýju bókinni hans um Norðurlönd verður sjálfsagt heil- mikið skrifað um íslenzku heimilin, — ekki sizt til þess að leiðrétta þann út- breidda misskilning, að íslendingar búi í eins konar jarðhýsum, úr mosa og hrauni. Danskur almúgamaður tor- tryggir þann dálítið, sem segir, að hlutir sem kæliskápar, parketgólf og rafmagnseldavélar séu alls ekkert óal- geng sjón á íslenzkum heimilum. Það var orðið framorðið — eða öllu heldur snemmt — er við yfirgáfum hið gestrisna heimili Jóns. Okkur til dálítillar undrunar, sáum við að gestir voru að koma fram undir miðnætti, en það sáum við seinna á öðrum heim- ilum á íslandi. Það tíðkast ekki í Dan- mörku. Þegar gesti er boðið klukkan sjö, og komi hann klukkan hálf átta — þá er það í lagi. Komi gesturinn klukkan níu, er honum ekki boðið inn — eða að öðrum kosti er hann litinn hornauga allt kvöldið! Morguninn eftir ók Jón okkur til Mývatns. Það var dásamleg ferð. Veðr- ið var einstaklega gott og landslagið var óviðjafnanlega fagurt. Við fórum norður fyrir Mývatn og við settumst að á hótelinu við Reykjahlíð. Þaðan fórum við meðal annars að brennisteins- hverunum í Námaskarði, við skoðuðum Dimmuborgir, ennfremur skoðuðum við sérkennilegar hraunmyndanir við Mývatn, — við fórum einnig í neðan- jarðar ,,sundlaugarnar“. Við klifruð- um niður í gjána, fórum úr fötunum og syntum í 35 stiga heitu, tæru vatni inu. Þetta var stórkostleg reynsla fyrir mann af dönsku þjóðerni. Þegar við vorum komnir aftur í fötin var okkur sagt að við hefðum synt í „kvenna- gjánni“. Um kvöldið skemmti gestgjafinn, Snæbjörn okkur með frásögnum um íslenzka jarðfræði og almennt um ís- lenzka náttúru, og sérstaklega um þenn- an sérkennilega hluta landsins. Morguninn eftir reyndii ég að fá Breinholst í útreiðartúr, en það hafði ég reyndar reynt áður — og reyndi það einnig nokkrum sinnum síðar — en í hvert skipti heppnaðist Breinholst að koma sér undan því. Honum fannst allt í lagi að klappa íslenzkum hesti og jafnvel gefa honum gulrót — en fara á bak, það fannst honum of langt gengið. í stað þess ókum við að Dettifossi og þetta var á sinn hátt mesti viðburður ferðarinnar. Eins og Breinholst sagði: „Það er synd og skömm að svona stór- kostlegt náttúruundur skuli vera hér engum að gagni!“ Við fengum góðan, veltilreiddan mat á Grímsstöðum, og við undirleik ofsa- legs sandroks, sem var svo heiftarlegt, að í marga daga á eftir bruddum við hraúnkorn á milli tannanna. Á þessum hluta ferðarinnar vorum við samferða ungum, enskum hjónum á brúðkaupsferð. Það var erfitt að gera sér grein fyrir eftir hverju þau sóttust á íslandi. Þau sáu ekkert nema hvort annað, og einu svörin sem við fengum við því sem við sögðum þeim, var á- hugalaust: Really? — eða: You don’t say? Við vorum sammála um, að er þau kæmu aftur heim til „good old England“, myndu þau áreiðanlega ekki vita hvar í heiminum þau hefðu verið niðurkomin — nema ef þau hefðu verið svo skynsöm að geyma farmiðana. Frá Grímsstöðum héldum við áfram austur á bóginn — með Jón við stýrið, — eftir að hafa verið viðstaddir „rétt- ir“. Síðasti spölurinn milli Egilsstaða og Neskaupsstaðar þótti okkur ógleym- anlega fagur. Það kom dálítið flatt upp á Brein- holst að við urðum að búa á einkaheim- ili á Neskaupstað. Gestgjafar okkar, Lilja og Haraldur Guðmundsson, reynd- ust vera eins og allir sem við höfðum kynnzt fram að þessu, sérstaklega að- laðandi fólk, og okkur var boðinn glæsilegur hádegisverður. Um kvöldið fórum við í gönguferð um bæinn til þess að anda að okkur hreinu lofti, og það er óhætt að segja, að Breinholst brá dálítið er allt í einu heyrðist sagt í myrkrinu á bak við hann á dönsku, dimmri raust: „I lovens navn! De er anholdt!“ Þetta reyndist vera yfirvaldið á staðnum, Daninn Ewald Christensen, sem hafði komið til íslands fyrir ca. 30 árum, kvænzt íslenzkri stúlku og hélt nú uppi lögum og rétti á Aust- fjörðum. Nýlega hafði hann fengið nokkra Norðmenn í heimsókn í litla fangelsið og notaði tækifærið til þess að sýna okkur hversu sterkir Norð- mennirnir voru, er þeir tóku á fyrir alvöru, — ofninn í fangelsinu höfðu þeir rifið út úr veggnum með rörum og tilheyrandi, og brotið hurðina með honum! Daginn eftir sýndi Ewald Cristen- sen og Haraldur það sem markvert var að sjá á Austfjörðum, og ennþá einu sinni nutum við góðs af matreiðslu- snilld Lilju. Heimabakaða brauðið henn- ar hafði mikil áhrif á Breinholst. Hann bað hana að gefa sér uppskriftina svo að hann gæti farið með hana heim til konunnar sinnar. Er hann hefði eytt næstum klukkutíma í að skrifa þetta niður, spurði Breinholst hvaðan upp- skriftin væri komin, hvort hún hefði gengið í erfðir eða hvað? Það reyndist nú ekki vera. Þá kom á daginn, að hún var komin frá Wenn- berg yfirbakara á Hotel d’Angleterre í Kaupmannahöfn! Frá Neskaupstað fórum við til Egils- Breinholst uppgötvaði strax, að kvenfólkið var í meirihluta ó veitingahúsum Reykjavíkur (það var líka það eina, sem hann uppgötvaði). 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.