Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 18
ÖRLAGfA DOMVR Meg Turner er ung stúlka, sem strokið hefur af vandræðaheimili, en sleppur úr klóm lögreglunnar með því að fela sig í hjólhýsi læknis að nafni Robert Greene. Meg er ófríð stúlka, en fyrstu nóttina í húsi læknisins tekur hann hana tali og býður henni að gera hana fallega með plastskurðaðgerð. Meg fær um- hugsunarfrest. Og skömmu seinna er hún nærri drukknuð í flæðarmálinu. Ung- ur maður, sem býr í næsta húsi, bjargar henni. Hann heitir Bruce Preston, og Meg verður ástfangin af honum strax við fyrstu sýn. Hann sýnir henni hins veg- ar aðeins vorkunnsemi. Þegar hún hverfur af hans fundi er hún staðráðin í að gangast undir aðgerðina til þess að hljóta aðdáun Bruce. Aðgerðin tekur langan tíma og kostar Meg miklar þjáningar. Daginn áður en umbúðirnar á að taka af fyrir fullt og allt, er hún svo spennt, að hún getur ekki sofið um nóttina. Loks stenzt hún ekki mátið og tekur sjálf umbúðirnar af sér. Aðgerðin hefur tekist. Hún er orðin falleg, en Greene læknir hefur gert hana nauðalíka hinni látnu eiginkonu sinni. Það er frú Verney, sem uppgötvar þetta og biður Meg að fara úr húsinu strax áður en eitthvað illt hljótist af dvöl hennar. Hún fær henni peninga og segir henni að taka morgunlestina til London. Meg fer fyrst á fund Bruce Preston. Um leið og hann sér hana, hrópar hann nafn Nellu — fyrr- verandi konu Greene læknis ... FRAMHALDSSAGA EFTIR GARETH ALTON - 4. HLUTI — Þú ert komin aftur! Hann gekk í áttina til hennar með útbreiddan faðminn. — Ég. . . hef sofið illa, gat eigin- lega ekkert sofið, af því að ég var að hugsa um þig. Og svo stendur þú hér! Hann var blindaður af sólinni og enn þá eins og utan við sig eftir svefninn. Hann tók ekki eftir því, að hann fór mannavillt. Meg ætlaði að segja eitt- hvað, en orðin dóu á vörum hennar. Meg var döpur og miður sín. í fyrsta skipti sem hún hitti Bruce Preston hafði hún spurt hvort hann þekkti Nellu Greene. Og hann hafði svarað því til, að hann þekkti konu Roberts vel, að hann hefði verið tíður gestur á heim- ili þeirra hjóna í Cliff House, meðan hún lifði. En hún hafði ekki haft hugmynd um, að Bruce og Nella hefðu verið svona góðir vinir. Það fór hrollur um hana. Maðurinn sem hún hafði orðið ástfangin af strax við fyrstu sýn ... nú vissi hún að kona annars manns skipaði mest rúm í hjarta hans. Hún sleit sig úr faðmi hans og tók til fótanna. — Nella! Komdu aftur! Hún gleymdi því, að hún hafði lagt veskið sitt frá sér, meðan hún staldr- aði við þetta stundarkorn fyrir utan kofann. Hún vissi það eitt, að hún varð að fara burt frá Bruce Preston strax. Hún hljóp sömu leið og hún hafði komið og heyrði hróp hans að baki sér: 18 FÁLKINN — Nella! Bíddu! Hún þorði ekki að líta við af ótta við, að hann næði henni. Þegar hún var komin hálfa leið upp á stíginn, varð hún að stanza til að kasta mæð- inni. Hann var hættur að veita henni eftirför. Langt í fjarska sá hún hvar hann gekk aftur til kofa síns. Hann hélt á veskinu hennar í hendinni. Nú fyrst var henni Ijóst, hversu lla hún var stödd. Ekki nóg með a’ð ferðataskan hennar með klæðnaði hennar væri öll á bak og burt. Handtöskunni hafði hún einnig glatað. Og í henni voru allir pening- arnir, sem frú Berney hafði gefið henni. Hún var fatalaus og peningalaus! Hvernig átti hún nú að komast til London? Hvert gat hún komizt þegar þannig var ástatt fyrir henni? Hún missti kjarkinn og tók að vatna músum. Sólin var komin alveg upp og hún sá greinilega skínandi rúðurnar í Cliff House. Hægt og hikandi gekk hún aftur að húsinu. Hún laumaðist inn um eld- húsdyrnar. Frú Verney var að útbúa morgunverðinn. Hún starði á hana eins og hún trúði ekki sínum eigin augum. — Hvers vegna í ósköpunum ertu komin aftur? Ég sem hélt að þú sætir í lestinni. Það er hættulegt fyrir þig að vera lengur hér í húsinu. Skilurðu ekki að læknirinn getur komið á hverri stundu? Meg var sama um allt úr því sem komið var. Án þess að mæla orð frá vörum, gekk hún í gegnum eldhúsið og flýtti sér upp í herbergið sitt. Hún átt- aði sig ekki fyrr en hún settist á rúm- stokkinn. Hún var þreytt og tóm í höfð- inu, starði bara út í loftið, án þess að geta hugsað heila hugsun. Hún horfði á sig í speglinum, en fann ekki til neinnar gleði yfir hinni nýju fegurð sinni. Dyr lukust upp skammt frá í gang- inum. Það var Robert Greene sem kom til þess að taka umbúðirnar af. Hvað mundi hann segja, þegar hann sæi, að hún haíði þegar gert það sjálf? Skref hans nálguðust hægt og hægt. Hann virtist hika fyrir utan dyrnar á herbergi hennar. Handfangið hreyfð- ist. Hún stóð upp eins og svefngengill. Áður en Robert Greene náði að opna dyrnar, var dyrabjöllunni hringt og hún heyrði dimma karlmannsrödd: — Ég verð að tala við Greene lækni. Hún fékk ákafan hjartslátt. Þetta var Bruce Preston. — Ég verð að tala við hann, endur- tók röddin niðri. Robert Greene skildi hurðina eftir í hálfa gátt og gekk niður stigann til þess að taka á móti hinum óvænta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.