Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 20.03.1963, Blaðsíða 19
— Nei, hún lifir. Ég sá hana, ég snerti hana meira að segja. Það varð löng þögn áður en Robert Greene hóf aftur máls. Meg heyrðist rödd hans vera þvinguð. — Það var ekki Nella. Stúlkan sem þú sást var tvíburasystir hennar, Meg Roberts. Meg kipptist til. Henni hafði ekki dottið í hug, að Robert yrði að hafa á reiðum höndum skýringu á því, hvers vegna hún var svo nauðalík hinni látnu konu hans. — Tvíburasystir? Ég hef aldrei heyrt neitt um það, að Nella hafi átt systur. — Hún vissi það ekki sjálf. — Ég skil hvorki upp né niður í þessu. Meg heyrði að Róbert hló þessum stutta og sérkennilega hlátri sínum. — Eins og þú veizt var Nella for- eldralaus og alin upp á barnaheimilum. Ég man, að hún sagði þér það einu sinni, þegar þú snæddir kvöldverð með okk- ur. —- Já, það er rétt. Hún sagði líka að hún ætti enga ættingja. — Nella hefði sjálf orðið undrandi ef hún hefði lifað nógu lengi til að fá að vita þetta, sagði Robert. — Sjálfur morgungesti. Hvaða erindi gat Bruce Preston átt við Greene lækni? — Nú, hvað liggur þér á hjarta, Bruce? — Qet ég fengið að tala við þig und- ir fjögur augu? — Gakktu með mér inn í stofuna. Meg var óvissan nær óbærileg. Hljóð- laust læddist hún niður stigann og staðnæmdist fast við stofudyrnar. Bruce Preston hafði haldið að hún væri Nella. Nú var hann sennilega kominn til að segja Robert Greene, að hin látna eiginkona hans væri komin aftur og gengi hér á meðal þeirra. Meg hélt niðri í sér andanum, lagði eyrað fast við stofudyrnar og hlustaði. Bruce Preston talaði hátt og var ber- sýnilega æstur. Hún heyrði greinilega hvert orð sem hann sagði. — Það var engin ímyndun, ég get fullvissað þig um það. Ég sá konuna þína fyrir örstuttri stundu síðan. Ég sá Nellu hérna niðri á ströndinni. Ég sver það. — Þér hlýtur að skjátlast, sagði Róbert og lét sér hvergi bregða. — Nei, mér skjátlast ekki, ég . . . — Það var ekki konan mín, sem þú sást. Nella er látin. varð ég undrandi, þegar Meg skaut upp kollinum hér í Cliff House. Saga hennar er lygileg . . . en ég er búin að rannsaka hana gaumgæfilega og hún er sönn. Fóstra sem starfaði á barnaheimilinu, sem Nella ólst upp á, sagði Meg að hún ætti tvíburasystur. Sjálf var hún ættleidd af hjónum, sem síðar fluttust til Ástralíu. Þegar fósturforeldrar Meg dóu, fluttist hún aftur til Englands. Hún tók að grafast fyrir um fortíð sína, hafði upp á fóstrunni, og ákvað að finna systur sína. En hún kom of seint. Nella var látin. Ég hef beðið Meg að dveljast hér í nokkra mánuði. Það var hún sem þú sást í morgun. Og ég skil vel, að þú skulir hafa villst á henni og Nellu. Meg gat ekki hlustað lengur. Frú Verne gat komið þá og þegar. Hljóð- laust skauzt hún upp stigann og inn í herbergi sitt. Saga Roberts var vel sam- in og flestir mundu sennilega trúa henni. Robert hafði sem sagt þraut- hugsað málið og séð fyrir öllu. En hvað hafði hann hugsað sér að gera við hana? Hún heyrði mennina tvo ræðast við niðri í forstofunni. Síðan fór Bruce Preston. Hún stóð við gluggann og horfði á eftir honum. Við hliðið sneri hann sér við og andartak var eins og hann liti upp til hennar ... Síðan sner- ist hann á hæl og hvarf niður stíginn. Dyrnar opnuðust og Robert kom inn. — Hvað varst þú að gera úti í morgun, sagði hann hvasst. — Hvað varstu að gera niðri á ströndinni? Og hvers vegna léztu mig ekki taka um- búðirnar af? Hann skellti hurðinni á eftir sér. — Nú? Ég bíð eftir svari. Hann horfði stöðugt á hana. Meg varð lömuð af hræðslu. Hún opnaði munninn en gat ekki komið upp nokkru orði. — Bruce Preston sá þig niðri á ströndinni, sagði hann. — Hann hélt að þú værir Nella. Loksins fékk Meg málið. En orð hennar voru ekki svar við spurningum Roberts: — Hvers vegna hefur þú gert mig að nákvæmri eftirlíkingu á henni? Hann leit niður. — Þú vildir verða falleg, var það ekki? Konan mín var sú fegursta kona, sem hægt er að ímynda sér. Þú varst jafnhá og hún ... hafðir sama háralit, sömu augun. Var það ekki nægileg ástæða? Nei. Meg vissi að hann fór undan í flæmingi og vildi ekki segja henni frá höfuðorsök þess, að hann hafði notað hina nýlátnu eiginkonu sína sem fyrir- mynd. — Ég sagði Bruce, að þú værir tví- burasystir Nellu. Við skulum freista þess, að fá fólk til að trúa því. Hann hló bitur. — Nema þú viljir heldur, að við segjum bara sannleikann? Hún hristi höfuðið. Robert stóð með Framh. á bls. 37. fXlkinn 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.