Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 4
 . ! Það er ekki beinlínis ánægjulegt að hafa tengdaföður sinn hjá sér í hjónarúminu á sjálfa brúðkaupsnóttina. En sem betur fer er myndin úr enskum gamanleik, sem nýtur mikhla vinsælda ixm þess- ar mundir. Háðfugl einn í Texas batt miða við allstóran stein og kastaði steininum inn um (lokaðan) glugga á stóru einbýlishúsi. Á miðan- um stóð: Glugginn er brotinn. Kona nokkur frá New York fór að heimsækja vini sína í olíustöð í Texas og var sótt á flugvöllinn af einkabílstjóra fjölskyldunnar. Hún þekkti bílstjórann frá fyrri heimsóknum og sagði: — Þér hafið unnið lengi hjá Emory hjónunum. — Já frú, svaraði hann stoltur og ánægður. Þetta er þrettándi Cadilakkinn sem ég ek fyrir þau. FRAMTAKSEMI. Það var komið vor og skólunum var að ljúka. Eftir að nem- endur höfðu fengið prófskírteini sín afhent, var þeim raðað í ein- falda röð eftir stærð og skipað að ganga þannig út úr skólanum. Þó var sá galli á röðinni, að stærsti strákurinn var látinn vera fremstur. Vegfaranda, sem þótti þessi tilhögun vera undarleg, vék sér að einum stráknum og spurði: — Var þessi langi hæstur í skólanum, af því að hann er látinn ganga fremstur. — Nei, nei, hann er bara svo framtaksamur. — Hvernig þá? — Hann er sko alltaf að klípa stelpurnar. Við hinir höfum okkur ekki í það. HERMENNSKAN. Tveir bandarískir hermenn særðust illa í bardaga í Kóreu. Þeir voru fluttir í sjúkrahús langt að baki víglínunni. Þá höfðu þeir ekki séð kvenmann í fjóra mánuði. Þeir voru meira en lítið hrifnir yfir að sjá, unga og laglega hjúkrunarkonu. Þeir virtu hana fyrir sér — og brostu síðan hvor til annars. — Nú jæja, sagði hjúkan brosandi, þegar hún sá þá mæla sig út, er ég þá eins og þið höfðuð hugsað ykkur mig? STJÓRNMÁLIN. Þegar Bandaríkin fóru í styrjöld 1914—1918, sneri sér einn af fremstu efnafræðingum landsins til hermálaráðherrans og bauð aðstoð sína og nokkurra annarra efnafræðinga, sem hann hafði í þjónustu sinni. Hermálaráðherrann þakkaði hið góða boð, en þegar hann hafði athugað málið betur svaraði hann því til að fleiri efna- fræðingar væru ekki nauðsynlegir. Efnafræðingurinn fór við svo búið. Þannig var, að varnamálaráðherrann hafði einn í þjónustu sinni. Og það nægði í dentíð. 4 FÁLKINN Maria Callas var öllu slyngari að komast undan blaða snápum en sjálfur mill j ónamæringur- inn Onassiss. Þau höfðu verið að koma úr samkvæmi og þegar þau komu heim til villu Onassiss, þá beið þar fjöldi fréttamanna og ljósmyndara, sem ætluðu að grípa bráðina glóðvolga og spyrja þau skötu- hjúin spjörunum úr. En Maria hafði séð hvað beið þeirra og þegar bíllinn stanzaði fyrir utan húsið, fór hún út úr honum götumegin, læddist aftur fyrir hann og inn i garðinn og komst klakklaust inn í húsið. En Onassiss varð að kaUa á hjálp til þess að bægja hinum ágengu fréttamönnum burtu. Og ekki fengu þeir orð upp úr honum um væntanlegt hjónaband þeirra Callas. ★ Þarna sjáið þið mynd af mannin- um sem reit tán- ungaástir, sem gert hefur alveg gríðar- lega lukku í Kóngs- ins Kaupinhafn. Höfundur þessa sjónleiks heitir Ernst Brunn Olsen og hefur fengist við margt um dagana. Annars hafa söng- leikir eftir hann notið talsverðra vin- sælda og ber þar fyrst að nefna, Stúlkuna og ferjumanninn. En hans mesta verk fram til þessa er Tán- ungaástir. Kannskd verður verkið vinsælt hér líka. Það hefur nú bor- ið til tíðinda í Hollivúdd, að Kleo- patra, Liz Taylor, hefur stefnt ákaf- lega virðulegu tíma- riti fyrir mynda- fölsun. Hér er um að ræða merkisritið Playboy. Segir kon- an að þeir á rit- stjórninni hafi sett forsíðumynd af kropp sér í blaðið og sér í bert holdið og þrýstin brjóstin í gegnum þunnan slopp. Er barmur frúarinnar og holdafar gert að umræðuefni. Kveðst leikkonan ekki vita til þess að slík mynd hafi verið tekin af sér og og sé því um að ræða vísvitandi fölsun. Fer hún fram á háar skaðabætur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.