Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 29
leitrar sandbreiðunnar og varð hluti af henni. En Schalk du bois hafði séð þau vegna þess, að hann hafði verið að svipast um eftir þeim í kíki. Þau vissu ekkert um slíka hluti. Með auga á þeim stað, sem Búskmennirnir höfðu horfið, reið Schalk hægt í átt þangað, vestur mót lækkandi sól. Hann var um klukkustund á leiðinni til klettsins. Hann hlóð riffilinn sinn — þú veizt aldrei, hvar þú hefur Búsk- mennina — og hélt hægt áfram för sinni, og lét taumana lifa fram á makka hestsins. Skilinn eftir þannig, mundi hesturinn standa tímunum saman, eins og hann var þjálfaður í. Jú, þarna voru vegsummerkin. Þeir höfðu verið aðeins tveir. Hann sá, hvar konan hafði kropið; hann sá litlu hol- una, sem hún hafði grafið til að sjúga upp vatnið, og sneri aftur til hestsins til að sækja spaðann, er hann hafði í hnakktöskunni. Á fets dýpi fann hann rakan jarðveg. Hann beið og holan fylltist rólega. Það var nógu gott. Úr því að vatnið steig svona ört á þessu þurra svæði, hlaut krafturinn að vera mikill. Það var ein- hvers staðar skekkja. Neðanjarðarvatn- inu var þrýst upp á yfirborðið. Aðeins eitt var eftir — að bragða á því. Búsk- menn drykkju hvað sem væri. Andar- tak hikaði hann, smeykur um að það væri salt; síðan fékk hann sér slurk í lófann. Það var sætt, eins og sætt vín. Hann gat ekki varizt hlátri. Maður hugs- aði hann, þú hefur gert það aftur. Á leiðinni heim til Brandts skaut hann annan tarf handa þeim. ,,Jæja,“ sögðu þeir, þegar hann kom aftur, „hvað er í fréttum? Hvað hefurðu séð?“ ,,Séð?“ sagði hann. „Ekkert. Aðeins auðn.“ „Já,“ sagði Jan Brandt, „það er gall- inn. Auðn. Góð beit, en engin upp- spretta, ekki dropi, ekkert. Og hvað ætlarðu að gera nú?“ „Ekkert. Ef til vill reyna annars staðar,“ sagði Schalk. En daginn eftir fór hann til yfirvalds- ins í þorpinu og keypti tíu þúsund hektara lands fyrir gjafverð. Yfirvaldið reyndi að telja honum hug- hvarf. „Það er ágætis land,“ sagði hann, „og ódýrt á pappírnum en í rauninni dýrt, því að ekkert getur lifað þarna án vatns.“ „Já,“ sagði Schalk, „það er rétt hjá þér, Meneer. Það er þurrt, að vísu en . . .“ „Ef til vill ertu á höttum eftir góð- málmum,“ sagði yfirvaldið. „Þú fengir umráð yfir þeim, en það hefur verið leitað.“ „Já,“ sagði Schalk, „ég er viss um það. Það hefur verið leitað að málmum um mestalla Afríku.“ „En hvað þá?“ „Ég veit ekki,“ sagði Schalk. „Ég er Búi og vil hafa rúmt um mig. Ég vil lifa einn í heiminum og eiga allt, sem ég sé. Það er eðli mitt.“ Kæri Astró. Nú er ég alveg að springa úr for- vitni um framtíðina. Ég er fædd klukkan tíu mínútur fyrir sjö að kvöldi. Hvað um ástamálin, heilsufar- ið og yfirleitt framtíðina. Vinsam- lega sleppið fæðingardegi, mánuði og ári. Með kæru fyrirfram þakklæti. Stjarna. ... Svar til Stjörnu. Ég geri ráð fyrir að þú hafir ritað bréf þitt út af sambandi þínu við pilt, sem er nokkru eldri heldur en þú. Ég vil þá segja að heillavænlegra væri fyrir þig að bíða í eins og tvö ár til viðbótar því þitt bezta ástar- samband myndast ekki fyrr heldur en þú ert um 23 ára, og betri mögu- leika eignastu ekki. Ástasambönd þín koma ekki undir sterk áhrif af plánetunni Úranus fyrir giftinguna og þess vegna hefurðu tilhneigingu til að verða skyndilega hrifin og jafnframt slitnar jafn skjótt upp úr kunningsskapnum eins og til hans var stofnað. Þér er því brýn nauðsyn að bindast ekki of sterkum böndum við einhvern pilt heldur bíða og sjá til hvort hrifningin helzt. í sjöunda húsi finnum við bæði Júpíter og Ven- us og eru það miklar heillastjörnur á sviði hjónabandsins fyrir þig. Júpíter bendir til þess að hann færi þér mikið efnalegt öryggi. Einnig að makinn gæti verið trúarlega eða heimspekilega sinnaður. Venus í þess- um hluta himinsins bendir til þess að samstilling þín og maka þíns verði óvenju góð og samstarf gott. Miklar líkur benda til þess að ástarþel hald- ist óskert milli ykkar er tímar líða, „Þú verður einn, allt í lagi,“ sagði yfirvaldið. Mánuði síðar kom Schalk aftur til Brandts Hoek með asnavagn, þrjá Kaffa og tvo stóra, kafloðna Búa-hunda. Jan Brandt sagði: „Hvað nú? Ertu að fara á veiðar?" „Já, ég er að fara á veiðar. Má ég fylla vatnsgeyminn minn úr brunninum þínUm?“ „Auðvitað," sagði Jan. Síðan bætti hann við: „Ég heyrði orðróm þess efnis, að þú hefðir keypt land hér nærri. Er það rétt?“ „Það er rétt.“ „Og hvað ætlarðu að gera til að ná í vatn?“ „Ég vonast til að finna það,“ sagði Schalk. Næsta dag komu þeir að klettinum og piltarnir tóku til spaðana og byrjuðu að grafa. Um sólsetur átti hann brunn. Á þriggja feta dýpi urðu þeir að hætta, þar sem vatnið flæddi of ört. Hund- arnir voru ekki seinir á sér að lepja vatnið. Asnarnir stóðu kringum brunn- inn eins og stórar mýs með löng eyru í stað þess að dvína eins og venja er. Heimilið getur einnig orðið nokk- ur vettvangur félagslífs þess, sem þið kunnið sérstaklega að hafa tengst. Sólin í áttunda húsi bendir oft til þess að fólk hafi mikinn áhuga á dul- rænum fræðum og sé óvenju næmt fyrir því sem kann að gerast í fram- tíðinni. Draumar þess eru og furðu líkir því sem síðar kann fram að koma. Hér er einnig Merkúr og hann bendir til þess að lesáhugi þinn bein- ist inn á brautir dulræns eða dular- fulls eðlis. T. d. leynilögreglusögur og annað þess háttar eða jafnvel eitt- hvað af bókmenntum um andahyggju eða dulhyggju. Einnig eru í þessum geira himinsins Neptún og Máni og styrkja þeir ofangreindar tilhneig- ingar þínar í sambandi við áttunda húsið. Nokkurrar varfærni er þér nauð- synlegt að gæta í sambandi við heilsu- farið þar eð Satúrn hefur talsverð áhrif í því tilliti. Hann er merki Tví- buranna í sjötta húsi og bendir þarna til veilu í lungum og að þér hætti til langvinnra kvefkvilla, sem gætu orðið króniskir, ef þú gætir heilsunn- ar ekki vel þegar kvefsóttir ganga yfir. Einnig koma þessi áhrif að nokkru leyti fram á taugakerfinu og þá ráðlegt áð forðast langvarandi taugaspennu eða slíkt yfirleitt. meðan Schalk sótti járntrog mikið i vagninn, og þá drukku þeir. Hann skeytti hvorki um að tjóðra þá né hest- inn. Þeir mundu ekki fara langt frá brunninum um nóttina. Piltarnir kveiktu bál og hann settist niður með þeim til að snæða máltíð, mjölgraut og nýtt kjöt. Meðan hann snæddi hugsaði hann um nafnið, sem hann ætlaði að gefa staðnum. Sterk- fontein — sterki brunnur. Og þannig byrjaði það. Á mánuði hrófluðu þeir upp kofa, skýli fyrir pilt- ana hans og 300 karakúl-kindur, sem voru á beit og fitnuðu á ræksnislegum runnum, sem stungu sér upp úr slétt- unni. Tvisvar höfðu Búskmennirnir komið aftur að nóttu til og tvisvar hafði hann stuggað þeim á braut með hundunum. Eftir það vissi hann, að hundarnir myndu sjá um það upp á eigin spýtur. ÞAÐ tók litlu Búskkonuna tvo mán- uði að deyja. Tunglið er mjög mikil- vægt í augum Búskmannanna. Hún dó Framh. á bls. 36. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.