Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 21
Icct • • « þennan bita eigi hann nú eftir aS snæða á páskunum. Og upp úr þurru fer hann að smjattá og kjamsa. Allt í einu dett- ur kjötbitinn niður úr rjáfrinu. Snærið hafði slitnað, Það slær þögn á fólkið og húsbóndinn, sem bæði er bitaglöggur \ og bitasár, sér hvers bitinn er og segir: „Ekki grunaði mig, Gvendur, að þú vær- ir feigur, þú, sem varst allra sprækast- ur 1 haust.“ En nú er mömmudrengur sofnaður og mamman rifjar því upp í huganum gamla þjóðtrú og siði. Það var gömul þjóðtrú, að ef snæri í kjötbita slitnaði eða kjötbitinn datt niður úr rjáfrinu, þá væri eigandi hans feigur. í pápískri tíð, þ.e.a.s. meðan íslenzkir voru kaþólskrar trúar, var fastan strang- lega haldin. Þung viðurlög lágu við því, ef menn neyttu kjöts á lönguföstu og gengu biskupar grimmt eftir, að refsað væri fyrir slík helgispjöll, enda er það ofur skiljanlegt nútímamönnum, því að fjársektir voru fyrir. Voru þær kallað- ar föstuvíti. Og einn af fyrirmönnum drottins í kaþólskum tíma, Gottskálk grimmi, var svo fégírugur, að hann lét skósveina sina halda úti njósnum um, hvort kjöts væri neytt af búandalýð um föstuna og spunnust af þeim viðskiptum margar skemmtilegar sögur. Kaþólskir bönnuðu einnig um tíma, hjónum að sænga sam- an éy föstu. Ekki vitum við þó, hvort gengið hefur verið eftir því, að það bann ^ væri haldið. Fastan hófst með svokölluðum föstu- inngangi; var einkum glatt á hjalla á sprengikvöld, þótt öskudagur væri einn- ' ig .skemmtilegur vinnufólki á marga lund Á sprengikvöld átu menn ket, unz þeir stóðu á blístri, en að hon- um liðnum mátti enginn kjöt snæða og sumir forðuðust meira að segja að taka sér nafn þess í munn. Kölluðu menn þá kjötið klauflax, en flotið af- rás. Mihnir þessi siður óneitanlega á hégómlegar konur nú á dögum, er þær þurfa að nefna ákveðna líkamsparta. Um þennan sið fjallar og þessi vísa: Þriðjudaginn, þess ég get, þá fékk margur bita, .svo má enginn nefna ket, neyð er slíkt að vita. Og fastan rann upp. Þótti þá mörg- um sveinum og meyjum leiðinlegasti tími ársins fara í hönd, enda þótt hún Á skírdag var eldaður hnausþykkur mj ólkurgrautur, rauðseyddur. Grautur þessi örvaði meltingu manna .... væri talin sá helgasti. Menn urðu ein- faldlega að sætta sig við tilbreytingar- leysi, og ef til vill hafa þá Passíusálm- arnir verið eina tilbreytingin og þess vegna haldið lífi í þjóðinni. Sumir prest- ar munu og hafa sagt, að fólkið .yrði að taka út píningu Krists. Auk sálmalesturs voru messur. haldn- ar á hverjum sunnudegi út alla föst- una og auk þess haldin föstumessa á miðvikudögum, eins og nú mun mönn- um kunnugt, því að föstumessur heyr- ast stundum í útvarpinu. Eins og áður var að vikið, var matar- æðið fábreytilegt um föstuna. Á skírdag var etinn til að mynda hnausþykkur grautur, áður en menn fóru í kirkju. Var þetta mjókurgrautur, rauðseyddur. Grautur þessi örvaði meltingu manna mjög, svo að mönnum á öftustu bekkj- um í kirkjum áttu í vök að verjast sök- um þefs. Á föstudaginn langa var víða venja, að eta ekkert fyrr en eftir miðaftan. Var ekki laust við, að saman við allan sálmasönginn og messugjörðina bland- aðist garnagaul. Ekki sakar hér að minn- ast á góðan og gegnan sið, sem betur færi, að sumra ætlan, að væri enn við lýði; hann var sá, að hýða börnin fyrir allar syndir og óknytti, sem þau höfðu drýgt á föstunni. Jón Árnason segir þann sið hafa verið svo ríkan með þjóð- inni, að kerling ein forn í skapi, hafi viljað hýða dóttur sína, fullsprottna konu og gifta, og hafi þótt óguðleik- inn langt á leið kominn, er maður henn- ar kom í veg fyrir verkið. Á páskadag var páskagrauturinn et- inn og svo ket það, sem afgangs var síðan á sprengikvöldi. Páskaegg úr súkkulaði eða egg til matar á páska- dag, þekktust ekki, enda voru menn í gamla daga ólíkt skynsamari að sögn eldri manna en nú. Þá var ekki við lýði allt þetta bruðl og bríarí, sem nú er svo algengt. Yfirleitt var ekki venja að gefa gjafir á páskum, en jólagjafir voru gefnar og sumargjafir. Sumargjaf- irnar eru eldri. Á meðan íslenzkir menn sitja að kræsingum í dymbilviku, er þeim hollt að leiða hugann að fæðu þeirri, sem afar þeirra og ömmur lögðu sér til munns í sömu viku. Enn fremur ættu menn að 'hafa það hugfast, að þá dóu menn ekki úr kransæðastíflu, sem ku stafa af of miklu sætinda- og fituáti ásamt innisetum. Að endingu viljum við svo óska lasendum okkar gleðilegra föstuloka. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.