Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 9
gangandi. Hlutur hins fótgangandi er ekki veigaminni í umferðinni en þess sem ekur farartæki. Eitt tækja þeirra, sem við sjáum til að stjórna umferðinni eru umferðar- ljósin. Þar hefur maðurinn kallað á tæknina til hjálpar. Gagnvart þessum reglum hafa allir sama réttinn, fólkið og bílarnir. Og hvernig er svo sambýlið? Þeir sem eiga leið um miðbæinn í Reykjavík hljóta að veita því athygli hvað fólk þverbrýtur reglur, sem settar eru um notkun ljósanna. Og þar brýtur hver á öðrum. Þeir gangandi á þeim akandi og öfugt. Þetta er fólk á rauðu ljósi. Að þessu leyti búum við enn þá í sveitaþorpi. Löggjafanum gagnar ekki að setja regl ur um umferð ef hann getur ekki séð um að þær séu haldnar. Það gagnar ekki að setja nýjar reglur í dag, og nema þær sem fyrir voru úr gildi. Það verður að ala fólkið upp við umferðina. Við vorurn að ræða þessi mál hérna hjá blaðinu um daginn og þá kom einn með athyglisverða tillögu. Hann lagði til að settur yrði um ákveðinn tíma við hvern götuvita lögregluvörður og þeir sem brytu af sér yrðu sektaðir á staðnum um tiltekna upphæð, til dæmis fimmtíu eða hundrað krónur. Og það var vegna þessara umræðna sem við brugðum okkur í bæinn til að fylgjast með hvernig fólk hlýddi settum reglum um götuvitana. Þetta var á fögrum degi með mikilli sól og það áttu margir erindi í bæinn Greinilega var sólin farin að hækka göngu sína því menn voru búnir að draga fram sólgleraugun sín og komnir með þau á nefið. Og menn voru setztir á bekkina niður af Gimli og farnir að spóka sig í sólinni en það var enn of kalt til að þeir gætu setzt í grasið. Við tyllum okkur á einn bekkinn og fylgjumst með umferðinni. Konur með barnavagna koma niður Bankabrekk- una, sem nú heitir með réttu Banka- stræti, og staðnæmdust við ljósin á horninu. Það var rautt Ijós. Á gang- stéttinni hinum megin við Lækjargöt- una var kominn talsverður hópur og beið eftir að skipti á ljósunum. Það voru nokkrir bílar á leið norður Lækjar- götuna og þeir kláruðu sig af inn í Austurstrætið áður en skipti. Fólkið beið ekki eftir ljósunum heldur lagði af stað á rauðu. Sá bíll, sem kom næstur að ljósunum varð að flauta og stanza og meðan hann stóð í þessu, skipti á ljósunum og hann varð að bíða. Þegar skipti opnaðist fyrir umferð- ina niður Bankastrætið og sumir héldu áfram niður Austurstrætið en aðrir beygðu suður Lækjargötuna. Sá sem ók fyrstur var rauður Ford úr Árnessýsl- unni og hann ók óhikað af stað og flautaði á fólkið þótt það ætti réttinn og þegar hann var kominn í gegn gaf hann í suður götuna. Næsti bíll beið. Svo skipti aftur og hópurinn sem kom- inn var á eyjuna beið ekki, heldur hélt áfram þótt bílarnir af torginu kæmu yfir Bankastrætið. Við biðum þarna góða stund og töld- um saman þá sem brutu af sér. í hug- anum sektuðum við hvern einstakan um fimmtíu krónur og þegar við stóðum upp af bekknum vorum við allvel stæð- ir. Á hálftíma höfðum við í huganum innheimt fimmtán hundruð krónur. Og á grænu ijósi héldum við yfir Lækjar- götuna. Það urðu okkur samferða yfir götuna nokkrir nemendur úr Verzlunarskólan- Sjá næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.