Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 19
ekki allskostar að marka þetta í kvöld því fæstir þessara hafa sungið áður og eru því sjálfsagt taugaóstyrkir. Við ræddum um einn hinna vænt- anlegu söngvara, Jón Stefánsson. — Nokkuð taugaóstyrkur? — Nei ekki neitt voðalega. Ég hef sungið áður. — Og hvar ert þú í röðinni? — Ég kem fyrstur af því ég hef sung- ið áður. Við snérum okkur að einni stúlkunni, Berthu Biering. — Taugaóstyrk? — Nei, ekki sérstaklega. — Gaman að syngja? — Já. Ég fékk áhugann í barnaskóla og hef haft hann síðan. — Mundirðu vilja gera dægurlaga- söng að atvinnu? — Ég veit ekki. Ef ég fengi atvinnu- tilboð mundi ég sjálfsagt taka því. En ég hef ekki hugsað neitt út í þetta. Hlj ómsveitarstj óri Lúdó sextettsins er Hans Krag. Nokkuð nýtt á prjónunum hjá ykkur? — Við erum að auka við prógramm- ið. Undirbúa ný atriði. — Og hvað á að gera í sumar? — Fara sem víðast. — Nokkur skilaboð til velunnara? — Við sendum vinum og vandamönn- um beztu kveðjur. Þeir fá áreiðanlega að heyra frá okkur í sumar. Við erum með ýmislegt í pokahorninu. Og nú vildum við ekki vera að þvæl- ast fyrir þeim lengur og héldum upp, enda ekki nema fimm mínútur þar til skemmtunin átti að hefjast. Og þegar við göngum út komum við auga á kynni kvöldsins, hinn vinsæla Ómar Ragnarsson. (Þegar menn lesa þetta væri ekki úr vegi að þeir notuðu fram- burðarháttu Jóns Múla þegar hann kynnir stjórnanda þáttarins: SVAVAR GESTS). — Þú ert ekki taugaóstyrkur, Ómar? — Það er nú ekki laust við að sé Framh. á bls. 32. Bertha Biering við hljóðnemann. Hilmar Magnússon. Herdís Bjömsdóttir. Jón Stefánsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.