Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 10
FOLK A RAUÐU LJOSI um. Þeir töluðu all hátt og það lá vel á þeim. Fyrir nokkrum dögum áttu þeir bæinn. Þá voru þeir klæddir peysuföt- um og kjólfötum. Eitt dagblaðið sagði að þeir hefðu látið illa. Þá skrifuðu þeir í blaðið og sögðust ekki hafa látið illa og nú stendur málið þannig að enginn veit neitt. Við leggjum til að það verði skipuð nefnd sem setji regl- ur um hvað kalla beri ólæti og hvað ekki -— með tilliti til peysufatanna. Svo verði tilkvödd önnur nefnd sem rann- saki hvað hæft sé í ásökun blaðsins eða hvort nemendur hafi verið að skrökva. En við getum vottað að þeir urðu okkur samferða á grænu ljósi yfir götuna. Við hikuðum á horninu hjá skraut- gripaverzluninni og fylgdumst með þeim sem fóru yfir Austurstrætið og yfir á eyjuna á torginu. Það var sama sagan þar og áður. Menn gengu á milli bílanna á rauðu ljósi og bílarnir óku yfir gangbrautir á grænu ljósi. Við vorum komnir með góð mánaðarlaun þegar við héldum áfram strætið hans Tómasar. Við stönzuðum á tröppunum á Reykja- víkur apóteki í forsælu og ljósmyndar- 1 ^ •' fcR Áé-L ÍL inn sagði að það væri kalt. Svo fór hann að filma. Strákar voru farnir að selja Vísi og það var mikill hávaði í þeim þegar þeir hrópuðu upp blaðið. Fólkið safnaðist í hnapp á horninu framan við tröppurnar og hélt saman í hóp yfir götuna tíu til fimmtán saman. Það var sama hvort Ijósið var grænt, gult eða rautt. Ef lát var á bílastraumn- um, þá fór það yfir. Svo voru bílarnir brotlegir líka, þeir óku of langt inn á gangbrautirnar og voru þversum á brautinni svo fólkið fór bæði fyrir framan þá og aftan. Sumir reyndu að bakka en bíllinn varð ekki hreyfður eftir að hann var stanzaður. — Þeir eru þyrstir í Landsbankanum í dag, sagði ljósmyndarinn og hafði stungið báðum höndunum í frakkavas ana þarna í forsælunni. — Það gerir góða veðrið. — Þetta er sá áttundi sem fer í kók út í London síðan við komum hingað. — Það gerir góða veðrið. Umferðin hélt áfram óslitin að kalla og við vorum hættir að telja. Án efa vorum við orðnir sterkefnaðir. Þeir voru að loka Landsbankanum og bráð- um mundi fara að fjölga á kaffihús- unum þegar bisnessmennirnir væru búnir að athafna sig í bönkunum og skrifstofumennirnir komnir út líka. Þarna voru fjórir dátar. Þeir biðu eftir grænu ljósi þó aðrir færu yfir á rauðu. Strákur að hrópa „Vísir“ kom yfir og við kölluðum á hann. — Einn Vísi. — Gerðu svo vel. — Þú fórst yfir á rauðu ljósi. — Já, ég mátti ekki vera að bíða. — En ef þú hefðir lent undir bíl. — Það var enginn bíll, þegar ég fór yfir. — Jú, rétt á eftir þér. — Hann hefur þá farið svo hægt að ég hef ekki tekið eftir honum. Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.