Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Síða 16

Fálkinn - 21.08.1963, Síða 16
Ef ég gæti bara unn- ið titilinn, þá hefði ég ráð á að kvænast Sonju. Ég vildi óska að fað- Ir minn kæmi brátt heim til mömmu og mín. Ja, sá sem ætti svona nýja og hag- 'tvænia gufupressu. Það seoi hugurinn girnist Ó, æðsta ósk mín er að vera hringtrúlofuð Sam. ;) — En hvað þér hafið fengið dásam- lega nýja gufupressu, herra Rita, sagði Kandinsky. Hún gerir það að verkum, að gamla ruslið lítur út eins og... Kandinsky leitaði að orði, sem gæti lýst fyrirlitn- ingu hans á gömlu gufupressunni. Loks gat hann komið saman framhaldi: — ... eins og — eins og gamalt rusl. Það á auðvitað að fleygja henni? — Hún er að því komin að detta í sundur, sagði Jói. — Alveg að detta í sundur. Alveg að ... — Nú skaltu ekki vera með ýkjur, hvíslaði Kandinsky að honum. En frú Rita hafði þegar fengið veður af, hvað var á seyði. — Ég vil heldur gefa hana en að selja hana fyrir minna en 10.000 krónur. — Þá getum við ef til vill fengið hana, sagði Jói, sem einnig vildi láta til sín taka. En trú herra Kandinsky hafði beðið nokkurn hnekki. Er það virkilega það minnsta? spurði hann. — með skjálfandi höndum taldi hann fram allt sitt sparifé 5000 krónur og spurði, hvort það hefði ekkert að segja. — Þér verðið að háfa mig afsakaðan, sagði eigandinn. Það er ekki umtals vert. En nú beygði Jói sig niður og sagði við kiðlinginn: — Gerðu nú eitthvað. Eftir hverju ertu að bíða? Kandinsky tók í hönd hans og fór með hann. Hvað hefði ég svo sem átt að gera með þetta drasl? sagði hann. — Nú ég hef alla ævina notazt við venjulegt straujárn, og því get ég haldið áfram. Maður verður að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Kjúklingur, er kjúklingur lítill nashyrningur er lítill nashyrningur. Og Kandinsky er Kandinsky klæðskeri, sem pressar bux- ur með venjulegu pressujárni og verð- ur slæmur í bakinu af því. Það er séð fyrir því, að trén vaxi ekki upp í himininn, Jói minn. Jafnvel Jói var dapur núna og þegar nashyrningurinn og hann voru aftur komnir í húsagarðinn, sagði hann við kiðlinginn: — Ég verð að tala svolítið við þig, nashyrningur. Hvað er að — geturðu ekki einu sinni útvegað herra Kan- dinsky gamla gufupressu? Hvað er að? Nú deplaði nashyrningurinn augun- um til Jóa. Hann deplaði þeim greini- lega. Það var ekki um að villast. Hann hafði sinn eigin hátt á hlutunum. Svo deplaði Jói augunum á móti. Eftir Fashion Street leiddust skötu- hjú, nálægt æfingasal Svarta-ísaks var dansað eftir háum tónum sjálfvirks plötuspilara. Python I.Iacklin gnæfði yfir þá, sem dönsuðu — hann var einn og honum leiddist. Þegar hann kom auga á hið Ijósa höfuð Sonju hinum megin á göt- unni, sló hann síðasta höggið á hinn sjálfvirka hnefaleikabolta olnbogaði sig áfram gegnum mannþröngina til hennar. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.