Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Page 18

Fálkinn - 21.08.1963, Page 18
Halló, halló! Allir gestir eru vinsamlega beðnir um að yfirgefa skipið. Carmania siglir eftir fáeinar mínútur. James Munro, sem stóð í aðalsetsal lúxusskips- ins, horfði með athygli í kringum sig á fólkið, sem var að kveðjast. Svo gekk hann hægt í áttina að landgöngubrúnni. Hann var herðabreiður, krafta- lega vaxinn maður á fertugsaldri. Hann var meðal- maður á hæð og hraustlegur. Hann var í dökkgrá- um jakkafötum, ljósgrárri skyrtu, með grátt bindi. Hann var mjög virðulegur í útliti. Það heyrðist aftur í hátalaranum. — Allir gest- ir eru beðnir að fara frá borði. Verið svo vinsam- leg að fara frá borði. Munro beið hinnar réttu stundar, og smaug svo inn í hóp manna, sem voru á leið frá borði, og yfirgaf skipið ásamt þeim. Neðst við landgöngu- brúna stóð yfirmaður og tók við gestamiðunum. Munro skilaði sínum — en sagði allt í einu: — Hver skrattinn. Ég hef gleymt skjalatöskunni minni! Hann snéri sér við, og tróðst í gegnum fjöldann. Þegar hann stóð aftur á þilfarinu, leit hann vand- lega í kringum sig, en gat ekki séð, að neinn hefði tekið eftir þessum atburði. Honum hafði tekizt það! Hann var kominn um borð í skipið án þess að það sæist í nokkrum dagbókum eða embættis- bókum. Hann tók skjalatöskuna sína og pakka, sem var í poka með rennilás, og gekk út á aftur- þilfarið til að horfa á, þegar skipið legði frá landi. Gestirnir stóðu á hafnarbakkanum og veifuðu vasaklútum og hrópuðu í kveðjuskyni. Farþegarnir þyrptust að borðstokknum — hundruðum s.- an. Skipsflautan ýlfraði, landgöngubrúin vai 'luð um borð, skipsfestar leystar. Skipið seig b l og rólega út í Hudsonflóa, gegnum höfnina, !■ unhjá frelsisstyttunni. Útlínur New York borgai hurfu í haustmóðuna. Næsti viðkomustaður skipsms var Southampton. Maðurinn, sem stóð við hliðina á Munro sagði við konu sína: — Það er víst bezt fyrir okkur að fara niður og panta borð, elskan. Þau fóru. Munro, sem stóð og fitlaði við stórt, þrútið ör á hægri hönd sinni, brosti hörkulega. Hann hofði líka gjarnan viljað panta borð. En það gat bann ekki — hann hafði ekki farmiða, hann gat ekki gefið upp neitt klefanúmer og hann hafði yfirleitt engan rétt til að vera um borð. Og þannig myndi þetta vera næstu sex daga. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.