Fálkinn - 21.08.1963, Qupperneq 20
HVER ERFIR
MILLJÓNIR
EFTIR
Alan Searle sést hér ásamt
„stjúpföður“ sínum, Somer-
set Maugham. Alan er fimm-
tugur og hefur verið ritari
Maughams í nœrri þrjátíu
ár.
Það þarf ekki að vera svo auðvelt að
vera barn ríks manns sérstaklega ekki,
ef maður er fæddur utan hjónabands.
Brezki rithöfundurinn W. Somerset
Maugham er vellauðugur maður. Hann
er þekktur fyrir ótal skáldsögur, smá-
sögur og leikrit, enda hefur hann á
langri ævi verið með afkastamestu rit-
höfundum fyrr og síðar. Hann er orð-
inn háaldraður maður og það eru ekki
svo fá pund, sem falla í arf eftir hann,
þegar hann kveður þennan heim.
Við verðum að fara aftur til ársins
1915 til að finna byrjunina á sögunni.
Þá var rithöfundurinn ungur maður og
gat barn við vinkonu sinni, Syrie. Hún
var þá gift kaupsýslumanninum Henry
Welcome, en bjó með Maugham. Dótt-
irin hefur dregið fram mörg gögn því
til sönnunar, að hann hafi litið á hana
sem löglega dóttur sína, þótt Welcome
væri reyndar talinn faðir hennar í
strangasta skilningi laganna.
Syrie skildi við mann sinn og giftist
vini sínum, rithöfundinum. f endur-
minningum sínum, sem voru gefnar út
í fyrra, skrifar Maugham um „dóttur
okkar Elizabeth ... ég hef gert margt
fyrir hana ... ég hef hana í huga ...“
o. s. frv. Og í „Hver er maðurinn" er
Elizabeth talin lögleg dóttir Maughams.
Elizabeth er í dag gift John Hope
lávarði og er þess vegna titluð Lady
Elizabeth. Hún hefur verið gift áður
og átti í því hjónabandi, Camiilu Para-
vinici. Þegar hún var sautján ára göm-
20
ul og átti að taka þátt í samkvæmis-
lífinu, sagði hún við blaðamenn:
— Afi kemur. Hann hefur skrifað og
beðið um að fá að gefa mér ballkjólinn.
Nú eru viðhorfin breytt. Somerset
Maugham neitar að viðurkenna Eliza-
beth sem dóttur sína og þá einnig Cam-
illu sem dótturdóttur sína. Hann held-
ur því fram, að Syrie móðir Elizabeth,
hafi átt marga elskhuga og hafi verið
laus á kostunum. Þessi ,uppljóstrun“
hefur leitt til þess, að Maugham hefur
misst næstum alla sína gömlu vini, sem
segja, að þrátt fyrir heillandi persónu-
leika og miklar gáfur sé hann „illkvitt-
inn gamall maður.“
Maugham segir að Elizabeth sé laga-
lega séð dóttir Henry Welcome og hann
vill ekki einu sinni viðurkenna hana
sem stjúpdóttur. Verði hann þvingað-
ur til þes, mun hann bera fyrir sig laga-
grein í enskum lögum, þar sem stend-
ur, að stjúpfaðir geti fengið ættleiðing-
una ógilta, ef sá ættleiddi sýnir van-
þakklæti. Þá missir stjúpbarnið tilkall
til arfs.
Jafnframt því, sem hann hefur afneit-
að faðerninu á Elizabeth, hefur hann
ættleitt aðra manneskju, hinn fimmt-
uga einkaritara sinn, Alan Searle. Það
er þessi ættleiðing, sem Lady Elizabeth
vill fá ógilta. Hún ætlar að höfða mál
til að tryggja sér sinn hluta Maugham-
milljónanna, en hún heldur því fram,
að til þeirra eigi hún réttmæta kröfu.
Hún heldur því fram, að sökum þess
að ættleiðingin fór fram í Nice, gildi
hún ekki gagnvart brezkum ríkisborg-
urum. Enn fremur segir hún, að sam-
kvæmt brezkum lögum sé ekki unnt
að ættleiða fólk eldra en 21 árs. Hún
vitnar einnig í frönsk lög, en samkvæmt
þeim er ekki heimil ættleiðing, ef hjón
eiga barn fyrir, rétturinn í Nice hafi að-
eins viðurkennt ættleiðinguna á Searle
vegna þes, að hann áleit Maugham
barnlausan.
Fái Maugham vilja sínum framgengt,
fá Elizabeth og hörn hennar ekki eyri.
Þau hjón, Elizabeth og hinn skozki lá-
varður, John Hope, fyrrum varnar-
málaráðherra í stjórn MacMillans, fyrr-
um offursti í Scots Guards og stríðs-
hetja frá Narvik, Salerno og Anzio, eiga
tvo unga ómynduga syni og þangað til
í fyrra voru þeir innilega velkomnir til
afa í villu hans á Costa Azurra.
Hver er orsök þess, að hinn brezki
rithöfundur viðurkennir ekki lengur
Elizabeth sem dóttur sína og hefur tek-
ið sér einkaritarann í sonar stað?
Eiginlega verður að fara aftur til
hinnar ólöglegu eiturlyfjasölu í Banda-
ríkjunum til að finna upphafið að þess-
um fjölskylduharmleik. Fyrir nokkrum
árum lýsti hið volduga ameríska glæpa-
félag The Syndicate, sem stjórnar hinni
alþjóðlegu eiturlyfjasölu, því yfir, að
það vildi vera eitt um markaðinn, einn-
ig hinn franska. í sárabætur stakk það
upp á, að hið franska systurfélag sneri
sér að listverkaþjófnaði í staðinn.
Það varð, að og í villu milljónerans á
Rivierunni var margt, sem gekk í augu
FALKINN