Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Qupperneq 29

Fálkinn - 21.08.1963, Qupperneq 29
— Ég finn eitthvað til að segja hon- um, — farið þið nú bara. Þegar þau voru farin, vafði Kandin- sky litla kiðlinginn innan í teppi. Svo stóð hann og hugsaði sig um augnablik. Svo tók hann varlega gullmerki af úr- keðju sinni. Hann lagði það á milli tuskupjatlanna, sem Jói hafði safnað saman í hinn litla bás kiðlingsins. En það varð að fjarlægja dauða kiðl- inginn áður en Jói kæmi aftur af keppn- inni. Og þegar Kandinsky bar hinn há- vaxna líkama niður Fashion Street, datt honum í hug gamall Gyðingasöngur og tók að raula hann lágt. Herra Kandinsky kom áður en keppn- in var byrjuð — hann varð að olnboga sig að sætinu, sem hann hafði pantað. — Hvernig líður nashyrningnum mín- um? spurði Jói. — Vertu bara rólegur. Það kemur ekkert fyrir, Jói. Nú kom Sam í ljós og með honum aðstoðarmaður hans, Bason. Þeir komu úr búningsklefanum. Mannfjöld- inn fagnaði þeim. Sonja gat rét.t kysst Sam áður en ■ hann fór í sitt horn. Hann fór úr sloppn- um og herpti vöðvana. — Hann er glæsilegur náungi, sagði Kandinsky. — Já hann er glæsilegur maður... Hávaðinn í salnum jóx, þegar Python Macklin sýndi sig. Hann kreppti hnef- ana. Hann gnæfði hátt yfir aðstoðar- menn sína eins og risavaxinn björn. Dómarinn fékk loks hljóð. — Keppnin verður átta lotur, fimm mínútur hver. Svo hljómaði bjallan og konurödd hrópaði: — Á hann, Python! Nokkrum sekúndum síðar réðst Python á Sam. Sam hafði búizt við þessu hann stökk til hliðar — og í stað þess að ná taki á Sam, féll Python á dýnuna. Sam kastaði sér á hann, klemmdi.fót hans og herti á. Þegar önnur lota var hálfnuð, náði Python taki á Sam, sem reyndi að losa sig með því að snúa sér sitt á hvað. En það var ekki unnt að losa sig úr taka ' Pythons. Hvað skyldi hann nú gera? hugsaði Jói. En hræddur var hann ekki, og hann sagði við Sonju: — Sam getur ekki tapað. Það sér nas- hyrningurinn okkar um. En handleggir Sam voru klemmdir að síðum hans. Og andlit hans var afmyndað af sárs- auka. Hann setti hendurnar að lærum til merkis um, að hann gæfist upp. Python kærði sig hins vegar kollóttan um merkið og mótmæli áhorfenda. Lotan var löngu búinn þegar dómar- inn og aðstoðarmennirnir gátu rifið Python af Sam. — Python er sterkur sem stál, sagði maður, sem sat fyrir framan Jóa. — Hann er ræfill, sagði Kandinsky. Bully Bason gerði það sem hann gat, til að hressa Sam við í hlénu milli annarrar og þriðju lotu, en Sam var enn bleikur og fölur, þegar bjallan hringdi. Og hann missti af tækifæri til að ná góðu taki á Python, þegar lotan var hafin. — Hann er meiddur, sagði Sonja grátandi. Áhorfendur höguðu sér eins og þeir væru óðir, þegar keppendur börðust af heift í fjórðu lotu. Nú var Python ákveðinn í að gera út af við Sam. Og ef til vill var það þess vegna, sem hann gaf færi á sér. Það kom skyndilega — þegar Sam hafði losað sig úr Nelsontaki, og réðst strax á eftir á risann. Python skall í gólfið, en gat samt náð í annan fót Sams í fallinu, svo að Sam féll einnig. Python sneri sér og reyndi að koma höndum fyrir sig. Samtímis lyfti hann höfðinu. Og þetta tækifæri notfærði Sam sér. Risinn tapaði keppninni og hávaðinn í áhorfendunum var óskaplegur. Á leið aftur til verzlunarinnar hljóp Jói á undan hinum, hann vildi flýta sér heim til nashyrningsins og þakka honum fyrir sigur Sam. Jói stóð fyrir framan auðan básinn, þegar Kandinsky kom. — Hann er horfinn, herra Kandin- sky, sagði Jói mjög rólega. — Nashyrningurinn er horfinn. — Hvað? Lofaðu mér að sjá... Herra Kandinsky tyllti sér á tær — fann gullmerki í fyrrverandi bás nas- hyrningsins. — Já, en hvað er þetta? Hérna Jói, taktu við þessu. Þetta merkir hamingju. Og svo ... Kandinsky reis á fætur. — Nú veit ég vel hvað hefur komið fyrir. Heilsa nashyrnings- ins þoldi ekki vel loftslagið á Fashion Street. Hann vildi fara aftur til Afríku — eins og þú sagðir, Jói. En til að sýna að honum líkaði vel við þig, hefur hann skilið eftir þetta gullmerki.. . Fyrir utan búðina heyrðist hávaði. — og skyndilega var hurðin opnuð, og Sonja kom askvaðandi inn. — Herra Kandinsky, hrópaði hún. Hér kemur hinn nýji meðeigandi yðar. Svo kom Sam inn — og hann hélt hátt yfir höfði sér gamalli gufupressu úr kjólaverzlun frú Ritu. Bak við hann stóðu margir íbúar götunnar, og hróp- uðu húrra. Lítil hönd togaði í jakka Kandinsky og Jói sagði: — Nashyrningurinn minn útvegaði sem sagt pressuna. En haldið þér að hann komi nokkurn tíma aftur, herra Kandinsky? — Það gerir hann nú ekki, Jói, sagði Kandinsky og strauk hár drengsins. — Nashyrningar geta ekki dafnað í Fashion Street, en það geta litlir dreng- ir. — En nú höfum við þetta, sagði Jói og rétti fram gullmerkið. Þar næst benti hann á dýramyndabók sína: — Og held- urðu ekki, að ég geti fengið svona... — Nei, nei, nei! hrópaði Kandinsky skelfdur. Alls ekki! Horn getum við alls ekki haft í húsinu! ★ ★ PIIAEDRA Framhald af uls. 23. út úr herberginu. Við dyrnar leit hún um öxl og sagði: „Þú segir þó mömmu ekki þetta, viltu gera það, Phaedra?“ Án þess að bíða eftir svari mínu var hún farin. Ég stóð kyrr og hugleiddi, hvort ég gæti farið til herbergis Alexis án þess að vekja of mikla athygli. Svefnherbergi Ariadne var næst herbergi hans og ég ímyndaði mér að Ercy væri þar líka. Skelfingin yfir, að hafa séð þau saman, byrjaði að gufa upp. Það var engin þörf á að gera of mikið úr þessu krakkalega ástarævintýri, þótt ég yrði að vara hann við að hvetja hana ekki og mikið. Ein- mitt núna gat ég munað hin hlýju orð hans og svip áður en hann fór í sam- kvæmisfötin og ornað mér við þau. Ef ég færi inn í herbergi hans, myndi ég egna hann til reiði. Hvers vegna skip- aði hann henni að kalla ekki á mig? Ég gat ekki þolað minninguna um rödd hans, þegar hann sagði það, og ég hristi höfuð mitt til að gleyma þvi. Það var skýjað um daginn og við og við var fínn úði í lofti. Þótt það væri frekar heitt, lét hljóð úfins sjávarins alla ganga dálítið samanhnipraða og þjónarnir voru allir í jökkum og öðrum þykkum fatnaði. Þar sem þeir voru flestir úr þorpinu, þjáðust þeir af sömu hjátrúnni, sem gefur frumstæðu fólki um allan heim þá hugmynd, að maður verði að laga fatnað sinn eftir minnstu loftslagsbreytingu. Ég vissi, að að minnsta kosti helmingur þeirra myndi liggja í kvefi næsta dag, en nú einu sinni gat ég ekki þolað að reyna að koma einhverju viti fyrir þá. Ég dvaldi í herbergi mínu mest aiian morguninn, treg að hitta nokkurn nema Alexis, sem ég víss: ..." : ‘-w eftir. Denny kom inn og eg ^as tyrir all- mörg bréf og gerði ráðstafanir viðvíkj- andi viðtölum, sem ég hafði gert áælt- un um vegna munaðarleysingjastofnun- ar minnar. Ég sagði henni einnig að ég myndi heimsækja tvær af stofnun- unum næstu daga, en eins og var siður minn, sagði ég henni ekki hvaða daga, þar sem ég var varkár gagnvart undir- búningi, sem líklegur var til að hafa áhrif á mig. Mig langaði að fara með Alexis með mér og hlakkaði til að / deila með honum glóð hlýjunnar, sem alltaf gagntók mig við að sjá börnin, hamingjusöm og vel hirt í fyrsta skipti á ævinni. Ég hugsaði einnig um litlu gullhærðu stúlkuna, sem hafði gefið mér blóm á páskasýningunni og þetta kveikti þá hugmynd hjá mér, að verið gæti, að Alexis langaði að teikna mynd- ir af sumum litlu barnanna til að hengja upp í leikherbergjum þeirra og borðstof- um. Ég átti nógu annríkt, en í huga mér var mikil ókyrrð. Framhald á bls. 38. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.