Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Side 33

Fálkinn - 21.08.1963, Side 33
samþykktir að varðveita leyndarmálið og geyma pakkann, fannst mér ég geta verið nokkurn veginn öruggur um að þú værir sú meðseka. Mér fannst ótrú- legt, að nokkur af starfsfólki skipsins myndi hætta á slíkt vegna bláókunnugs manns nema þar byggi eitthvað óhreint undir Auðvitað vissir þú, að saga mín var uppspuni. Þú skildir strax, að ég var að feta í fótspor Everetts, að net- ið var farið að þrengjast.. Nokkra stund þögðu þau bæði. Svo sagði Amanda: — Þú talaðir um að þig vantaði síðasta hlekkinn í keðjuna. Hver er hann? — Þarf ég að segja þér það? Munro lyfti pakkanum. — Ég hafði rennt rennilásnum dálítið niður, nú er hann alveg lokaður. Hann tók bátinn úr umbúðunum. Einhver hafði skorið stórt gat á bátinn, rétt fyrir neðan munnstykkið, sem blás- ið var í. — Ég var viss um, að þú myndir ekki standast freistinguna, sagði Munro — Þetta mundi jú gefa ykkur Everett góðan tíma til að flýja . .. En nú, fröken Barney, tek ég yður fasta fyrir að vera meðsek Ralph Everett í morðinu á frænku hans, Edith Everett. Ég verð að áminna yður um að allt, sem þér segið, mun seinna verða notað gegn yður. Hann tók fast en ekki hörkulega um handlegg henni og leiddi hana undir þiljur. ★ Mig hefur svo lengi langað til að skrifa þðr og vita hvað framundan er. Ég er fædd klukkan 9,50 að morgni. Mig langar til annarra landa til að sjá mig um og læra framandi tungur. Hvernig verður með heilsufarið og hjónabandið? Giftist ég seint eða snemma. Hef ég kynnzt þeim rétta? Og hvernig verða fjármálin í framtíðinni. Mér þykir mjög gaman að sauma og hef lært það talsvert. Finnst þér að ég ætti að leggja það fyrir mig? Með kæru þakklæti og ósk um að fæðingar- degi, ári og stað verði sleppti til birt- ingar. Bogga. Svar til Boggu, Merki Hrútsins á geisla annars húss gefur til kynna að þér muni ekki reyn- ast auðvelt að standast gegn þeirri til- hneigingu að eyða fjármunum þínum. Ef þú lætur eftir þessari tilhneigingu þá eyðir þú stundum meiru heldur en þú aflar. Engu að síður hefurðu góða hæfileika til að þéna peninga, sérstak- lega þegar þú getur helgað þig því starfi, sem hugur þinn og áhugi standa mest til. í þeim starfsgreinum, sem þú innlifir þig í af áhuga muntu hafa tæki- færi til að haga þróun mála á þann veg að fjármálaöflun þin verði þér mjög hagstæð. Júpíter verður í öðru húsi fjármálanna frá apríl 1964 til júní 1965, Itauft glu^afjnlil Framh. af bls. 11 Ég get ekki vakið hana, hún er ný- sofnuð, en þú ættir að koma hérna til min í dag og tala við mig einslega, þeg- ar Soffía er farin út, hvein í þeirri gömlu, — og ég get sagt þér að það er sjálfum þér fyrir beztu. — Þvi gæti ég vel trúað, tautaði hann gramur, þegar hann lagði frá sér símann. Illur grunur hafði vaknað með hon- um. Hví var Soffía nýsofnuð? Hvar hafði hún verið og með hverjum? Hann mundi nú, að hún var falleg — já fjandi falleg meira að segja, og hann hefði verið bálskotinn í henni, ef hún hefði ekki verið konan hans og það væru ekki nógir til að líta hana hýru auga. Hann hafði verið staðráðinn í því að fara strax á stúfana til að athuga stúlkuna í kjallaraherberginu, en ein- hvern veginn hafði hann ekki haft nægan áhuga á því til að framkvæma það, síðan Soffía fór. Það dró úr hon- um allan dug, þetta bölvað flan og uppistand í henni. Hann hafði ekki einu sinni haft sinnu á því að fá sér neðan í þvi síðan. Hann var ekki sjálfum sér líkur að neinu leyti. Hann var eirðar- laus allan daginn og næsta dag gat hann ekki afborið þetta lengur. Hann fór af stað til tengdamóður sinnar. frá ágúst 1975 til september 1976, frá júlí 1987 til ágúst 1988. Þetta eru þau tímabil sem kallast mega hin feitu ár ævi þinnar eða góðæristímabil. Hins vegar eru erfiðleikatímabil frá okt. 1968 til maí 1971 og frá maí 1998 til júní 2000. Þessi hallæristímabil stafa af stöðu Satúrnusar í öðru húsi fjármlanna í korti þínu. Á því tímabili er óhagstætt að leggja út í meiriháttar framkvæmd- ir á sviði fjármálanna, því þær verða óhjákvæmilega fyrir miklum töfum og erfitt að koma þeim áfram. Júpiter tíma- bilin, sem ég gat um áðan eru hins vegar gagnstæð og mjög hentugt að leggja út í hvers konar fjármálafram- kvæmdir undir stöðu hans í öðru húsi. Það eru ekki horfur á því að þú mun- ir giftast snemma. Það sem bendir einna mest til þess er staða Saturnusar í sjö- unda húsi en hann tefur ávallt fyrir giftingu þegar hann er þar. Einnig eru Plútó, Marz og Neptún þarna, þannig að þú átt eftir að reyna margt í hjóna- bandinu áður en yfir lýkur. Þér er ávallt nauðsynlegt að vinna hægt og rólega í sambandi við þetta og hugleiða allar aðgerðir þínar með maka þínum og nánum félögum gaumgæfilega áður en hafizt er handa. Venus er eitt af hinum rísandi merkj- um þínum og bendir það til þess að þú hafir gaman af félagsskap annarra og Hann horfði á hana. þegar bau tekið sér sæti i stofunni Hún ham' einhvern saumaskap og vú'tis' ■>’ ' ei þessu vant vera margorð — Hvar er Soffía? spuiði haiy.i sliax. — Hún fór í lagningu fyrir kvöld'ð, anzaði hún stutt i spuna og beit í sir d- ur þráðinn. sem hún var að sno’"- "ð. — Lagningu, til hvers? — Henni var boðið i leikhúsið ð er einhver grósseri. sem alltaf ei ð bjóða henni út. Hann ó sallafinan híl og þetta er reglumaður. — Hvað ertu að segja, kvenmaður! Ertu ekki með öllum mjalla eða hvað? Situr bara þarna róleg eins og ekkert sé sjálfsagðara, en dóttir þín og konan mín, — því að það er hún enn þá, — sé farin að vera með einhverjum kvenna- flagara. Hann æddi um og sló saman hnef- unum. — Ég get sagt þér það. ef Soffía kemur ekki heim fyrir kvöldið, — ég segi fyrir kvöldið þá skil ég við hana. Tengdamóður hans virtist skemmt og hún virti fyrirgang hans fyrir sér með augljósri ánægju. — O, ætli hún taki það svo nærri sér. þótt þú skiljir við hana. Það skil ég varla og hafa annan eins mann milli handanna, ef svo mætti að orði komast. Hann hefur áreiðanlega efni á utan- landsferðum árlega og ekki býst ég við, að hann telji pels ofgóðan á konuna sina. Framh. á bls. 36. að þú eigir jafnvel auðvelt með að sam- ræma andstæðar skoðanir fóllcs. Staða Sólarinnar í merki Steingeitarinnar bendir til þess að þú búir yfir talsverð- um hæfileikum til skipulagningar og eigir auðvelt með að hugsa út á hvern hátt hlutirnir verða bezt gerðir áður en þú hefst handa. Máninn i merki Vatns- berans bendir til þess að þú hafir gaman af að lesa og kynna þér vísindalegar bókmenntir þótt síðar verði. Tviburamerkið á geisla sjötta húss bendir til bess að þér hæiti aðallega til sjúkdóma af völdum taugaþreytu og ofreynslu. f þessu sambandi er tuttug- asta og fjórða aldursár þitt nokkuð at- hyglisvert. Ég held að það eigi ekki eftir að liggja fyrir þér að vera mikið á ferða- lögum, sízt af öllu erlendis. Það væri mjög skynsamlegt af þér að leggja stund á saumaskap og afla þér þeirrar menntunar, sem unnt e" á þeim sviðum. Það er oft gott að kimna eitthvað fag eða hafa réttínd’. þe«ar illa árar hjá manni. FÁLMNN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.