Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 21.08.1963, Blaðsíða 37
HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkiö (21. marz—20. avríl). Þér munið að öllum líkindum tefla á tvær hættur i þessari viku og árangurinn verður senni- lega betri en þér bjuggust við. Þér skuluð leggja talsvert að yður á vinnustað og bæta þannig að- stöðu yðar. Nautsmerkiö (21. avríl—21. maí). Það er mjög skemmtilegur tími framundan h.iá yður og þér ættuð að fagna því. Rasið samt ekki um ráð fram. heldur látið skynsemina stjórna gerðum yðar. Fösludagur verður mjög ánægju- legur. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní). Gætið þess að vera ekki of tækifærissinnaður um þessar mundir og siglið ekki engöngu eftir vindi heldur andæfið svolítið. Þeir tímar geta komið að það borgi sig. Verið heima um helgina. © Krabbamerkið (22. júní—23. júli). Þessi vika verður í alla staði mjög róleg hjá yður einkum ef þér eruð fæddur í júní. Þess vegna skuluð þér taka lífinu með þeirri ró sem yður er eiginleg og bíða betri tima. Ljónsmerkiö (2U. júU—23. áqúst). Þér eruð um þessar mundir staddir á dálítið hálum ís og ættuð því að leggja allt kapp á að ná landi áður en það er um seinan. Gamall vinur yðar mun sennilega leita ráða hjá yður. JómfrúarmerkiÖ (2i. áqúst—23. sept.). Gamall málsháttur hljóðar eitthvað á þá leið að meira vinni vit en strit og það gæti verið nær- tækt í þessari viku. Reynið að koma meira skipu- lagi á hlutina svo verkefnin vinnist léttara. VoaarskálamerkiÖ (24. sevt.—23. okt.). I þessari viku munu mjög skiptast á skin og skúrir. Þeir skúrir sem yfir yður skella verða ekki stórvægilegir og sólarblettirnir munu ekki standa lengi yfir. Lifið reglusömu lífi. SvorÖdrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.). Það verður mikið um að vera hjá yður í þessari viku og nú er um að gera að koma sem flestu í verk. Það eru sérlega heppilegar afstöður svo yður ætti að takast nokkuð vel þessa dagana. Boqamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.). Horfið ekki á flísina í auga bróðurins meðan bjálkinn er enn i yðar. Þetta er mikill og stór- vægilegur löstur sem þér ættuð að reyna að laga þvi þetta skapar yður miklar óvinsældir. Steinqeitarmerkiö (22. des.—21. janúar). Ef yður finnst þessi vika vera hundleiðinleg og án þess að nokkuð gerist þá er það yður sjálfum að kenna. Reynið að brjóta upp á einhverju nýju til að festa hugann við. Annars fer illa. VatnsberamerkiÖ (21. janúar—19. febrúar). Um þessar mundir eruð þér full hógvær og I hjartalítillátur. Þér eruð Það ekki venjulega og þess vegna ættuð þér ekki að vera það nú. Gætið þess vel að aðrir troði yður ekki um tær. FiskamerkiÖ (20. febrúar—20. marz). Dagur vikunnar verður að þessu sinni föstu- dagur. Þótt hann verði ekki dagur mikilla atburða er marki spor í líf yðar, þá verður hann um margt sérstæður. Farið gætilega hvað fjármál viðkemur. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.