Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1963, Qupperneq 38

Fálkinn - 21.08.1963, Qupperneq 38
ltauð gluggatjöld Framhald af bls. 36. ast að einhver róni færi að kíkja inn til hennar, ef hún svæfi við opinn glugga — já og jafnvel skríða inn til hennar. Hann var ábyrgur fyrir því. Nei, hann gat ekki haft það á samvizkunni. Klukk- an var farin að ganga tólf og hún væri eflaust komin heim. Hann ákvað að ganga niður til henn- ar. Honum varð hugsað til fagurlega líkamans, sem aðeins var hulinn þunn- um náttkjól. Það væri gaman að nema þá flík burtu með öllu. Hann greip gardínuna og tróð henni í barminn og hélt af stað niður stigann. En hann var ekki kominn langt, þegar kallað var á hann. Hann ætlaði að hraða sér út, en tengdamóðir hans var snarari í snúningum. Hann hefði getað svarið fyrir að þetta kjötfjall ætti aðra eins lipurð til. — Hvert ert þú að fara, hvásaði hún. Og ertu strax orðinn fullur, ha Og hvað ertu með þarna á þér? Hún dró gardínuna úr barmi hans og hélt honum eins og skákmanni á meðan. Honum fannst öll líffæri snúast í sér við þetta. Jæja, það var eins og atom- sprengja. Hún dró hann á eftir sér upp stigann, rak hann inn um dyr, sem hann átti sjálfur, en nú aðeins að nafninu til, — og tók gardínuna. — Ég sé hana aldrei meir, tautaði, hann, og vissi ekki einu sinni sjálfur hvort hann átti við stúlkuna eða gardínuna. Við tengdamóður hans áttu þessi orð ekki. PllAEimA Framhald af bls. 29 Eftir að hafa sent Denny burt, sem virtist óvenjulega nákvæm og spennt þennan morgun, gekk ég yfir að glugg- anum og horfði út á sjóinn. Hann var dökk grágrænn og stórir boðar risu og skullu á ströndinni, hljóð þeirra voru ógnandi á þungbúnum deginum. Það gat ekki verið minningin um Alexis og Ercy saman — ég hafði hugsað um það og ýtt því frá mér sem atburði, sem væri óhjákvæmilegur, löngunar- fullur eirðarlaus táningur, sem héngi á fyrsta myndarlega, ókunnuga karlmann- inum, sem hún sæi. Hvað viðkom að- vörun hans til hennar um að kalla ekki í mig,þá gat það aðeins þýtt, að hann væri í vandræðum og þráði ekkert meir en að ljúka þessari hlægilegu at- höfn sem fyrst. Ég hringdi í herbergisþernuna og spurði, hvort Alexis væri kominn á fæt- ur. Hún sagðist ætla að gá og koma strax aftur og sagði að hann svæfi ber- sýnilega enn. Það var nærri hádegi og húsið var óvenju kyrrlátt. Hljóð sjáv- arins deyfði sinn venjulega hávaða og Dimitri litli var sennilega hafður í barnaherbergnu niðri, sem var í hinum enda hússins. „Eru allir aðrir búnir að fá morgun- verðinn sinn?“ spurði ég stúlkuna. Hún var ung og ný í starfinu og lítill beina- ber líkami hennar, klæddur þykkri peysu utan yfir einknnisbúninginn, var spenntur og andlit hennar áfjáð. „Nei, frú, ungfrú Ercy er ekki enn komin á fætur, held ég, frú.“ „Þú færð slæmt kvef,“ sagði ég við hana og reyndi að vera vingjamleg. „Það er ekki kalt, sjáðu, aðeins skýjað.“ „Já, frú.“ „Það væri bezt fyrir þig að fara úr peysunni, sérstaklega þegar þú ert að vinna.“ „Já, frú.“ Hún stóð bein og stíf, skalf öll og var alveg dofin. Hún fór ekki úr peysunni. „Haltu áfram, farðu úr henni,“ sagði ég. Hún leit á mig með skyndilegri ó- lund frumstæðrar manneskju. Hægt fór hún úr peysunni og ég fann daufa svita- lykt. „Hvað heitirðu?" „Mariana, frú.“ „Og meira?“ Hún iðaði dálítið og leit á peysuna í höndum sínum. Svo sagði hún: 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.