Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Qupperneq 7

Fálkinn - 20.01.1964, Qupperneq 7
Furðulegt bréf. Kæri Fálki. Um daginn sá ég dálítið furðulegt bréf í Pósthólfinu (mig minnir að það hafi verið frá manni sem hét Jón Ólafs- son) frá manni sem endilega vildi sjá nafn sitt á prenti. Menn taka upp á' ýmsu en er þetta ekki einum of mikið af því góða? Ber þetta áðurnefnda bréf vott um heila geðsmuni? Ég held ekki. Og ég held að menn geti farið aðrar leiðir til þess að fá nafnið sitt birt á prenti en þessa. Með vinsemd og virðingu. Davíð Ólafsson. Svar: EruS þið Jón bræðurf Furðuleg forsíða á jólablaði. Háttvirta blað. Satt að segja olli forsíðan á jóla blaði ykkar mér nokkurri furðu. Ég hef ekki vanist því að áfengi væri notað sem tákn jólanna heldur væri það nokkuð sem bæri að forðast neyslu á yfir þessa hátíð. Ég veit að fleirum en mér hefur fundist þetta ósmekklegt. Sig. Svar: Þetta vín sem þú skrifar um er óáfengt, svokallaO vínlílci og er ákaflega vinsœlt af þeim sem ekki neyta liins raunverulega. Vonandi taka vínlíkismenn umkvörtun sína til ath ugunar. Phaedra. Kæri Fálki. í sumar sem leið voruð þið með framhaldssögu sem hét Phaedra og sögðuð að þegar henni lyki í blaðipu yrði kvik- mynd gerð eftir henni sýnd í Tónabíó. Nú er sagan hjá ykk- ur búin en ekki bólar enn þá á myndinni. Getur þú ekki gert svo vel og sagt mér hvenær hún verður tekin til sýningar. Mér þætti vænt um ef það væri hægt. Með beztu kveðjum, K. L. Svar: Þessi mynd, Pliaedra, veröur væntanlega tekin til sýningar næst á eftir jólamynd Tönabíós sem verður West' Side Story. Verður myndin nánar kynnt í kvikmynda- þættinum síðar. Hvað var það? Kæri Fálki. Þegar maður fer í verzlun til að verzla er það ekki óal- gengt ávarp sem maður verð- ur fyrir eitthvað á þessa leið: Hvað var það? Ég kann þessu ávarpi illa. í fyrsta lagi vegna þess að mér finnst það nokkuð hryssingslegt. Því ekki að spyrja: Hvað get ég gert fyrir yður? Nú er það svo að sumir vilja ekki láta þéra sig en það verður að hafa það. Ég hygg að þetta ávarp Hvað get ég gert fyrir yður muni falla mönnum miklu betur í geð en hitt sem ég gat fyrr um. Með beztu kveðjum. Olli. Öllum svarað í hálfkæringi. Kæri Fálki. Það er einn hlutur í sam- bandi við blaðið, sem ég er að velta fyrir mér um þessar mundir. Hvernig stendur á því að mér finnst eins og öllum sé svarað í hálfkæringi í Póst- hólfinu? Ég held að þið ættuð ekki að vera að slíku heldur vera einlægir í svörum við þá lesendur sem nenna að skrifa ykkur. Með kveðju. Siggi. Svar: Við þökkum þér kærlega fyrir bréfið þitt, Siggi minn og vonum aö við fáum bréf frá þér fljótlega aftur. Viö svörum ekki í hálf- kæringi aö minnsta kosti ekki bréfum frá þér. Bréfaskrift. Ungur maður hefur snúið sér til Fálkans og óskað eftir því að komast í bréfasamband við pilta og stúlkur á aldrinum 20—30 ára. Hann heitir Guð- mundur E. Guðmundsson 29 ára að aldri. Heimilisfangið er Grettisgata 64 í Reykjavík. Sonny Liston. Kæri Póstur. Getur þú ekki gert svo vel að birta heimilisfang eða dval- arstað Sonny Listons. Með fyrirfram þökk. O. V. F. Svar: Því miður vitum viö hvorki heimilisfang eöa dvalarstaö þessa sómamanns. Þú skalt bara fylgjast meö livar hann verður rotaöur næst og skrifa þangaö. Forsíðan með Kennedy. Kæri Fálki, Eg þakka ykkur kærlega fyrir blaðið með myndinni af Kennedy á forsíðunni. Að mínu viti var þessi forsíða vel heppn- uð og ég setti hana í ramma. Með þökk fyrir K. L. — Auðvitað veiði ég ekkert, ég er bara að gá að því, hvort nýja úrið þitt sé vatns- þétt. — Konan mín vill fá skilnað- I I | l J f I 1.T3 Pl I D — Nú — og svo kom það í ljós, að ég var ekki eini búðalögreglumaðurinn, sem fyrirtækið hafði í þjónustu sinni . . . — Ég geri þetta barasta af því ég geng á fyrirsætunámskeið. Þetta er sko eins konar heimalestur! FÁLKIMN 7

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.