Fálkinn - 20.01.1964, Síða 11
FYRSTA GREIN
Fimmtán ára ungversk stúlka
lá á dánarbeði. Smám saman
dró máttinn úr Iris Farczady
meðan foreldrar hennar vöktu
við rúmstokkinn Stúlkan þjáð-
ist af heiftarlegri inflúenzu og
allt í einu virtist hún gefa upp
andann. Móðir hennar var
sannfærð um að hún væri látin.
En jafn skyndilega virtist
stúlkan vakna til lífsins ...
hún fór að tala og hreyfa sig.
En svo undarlega brá við að
hún mælti ekki lengur á tungu
feðra sinna!
Hún var farin að tala reip-
rennandi spönsku, þunnum
blóðlausum vörum.
Og það sem meira var:
stúlkan virtist ekki þekkja leng-
ur foreldra sína. Hún kallaði
móður sína „Senora“. Móðirin
yarð hreint örvilnuð og kallaði
á granna sinn sem kunni
spánska tungu. Túlkun hans
kbm öllum í uppnám.
Iris hélt því fram að hún
væri Altarez de Salvio, eigin-
kona daglaunamanns í Madrid.
Hún kvaðst vera 43 ára að
aldri og eiga 14 börn.
„Ég veiktist,“ sagði hún enn-
fremur, „og hélt ég væri að
deyja. Nú er mér batnað aftur
í þessu framandi landi. Hvað
er að gerast?“
Iris hresstist eftir því sem
á leið en henni reyndist ókleift
að koma fyrir sig orði á móður-
málinu. Þessir atburðir þóttu
slíkum undrum sæta að rann-
sókn var gerð.
Rannsóknin leiddi í ljós
að kona að nafni Altarez de
Salvio hafði lótist í Madrid
meðan Iris lá sjúk!
Það kom einnig á daginn að
spánska konan hafði verið 43
ára að aldri er hún lézt... og
móðir 14 barna!
Hér virtist um endurholdgun
að ræða,. og eitthvað virtist
hafa gengið úrskeiðis. Allt virt-
ist benda í þá átt að hin deyj-
andi spánska kona hefði um
stundarsakir tekið sér bólfestu
í - líkama Iris Farczady. Hins
vegar fór svo að ungverska
stúlkan braggaðist og áður en
leið ó löngu var hún farin að
tala ungversku á ný og hin
dularfulla spönskukunnátta
hennar og vitneskja um Madrid
hvarf smám saman.
Þessir kynlegu atburðir gerð-
ust í Ungverjalandi rétt áður
en seinni heimstyrjöldin hófst.
Við rannsókn málsins komst ég
að því að fólk um víða veröld
sem hreint ekki varð hissa á
slíkum hlutum. Það lítur jafn-
vel á þá sem sönnun þess sem
það hefur haldið fram um
lengri tíma . . . sönnun á sálna-
flakki, sönnun þess að við fæð-
umst öll á ný hér á jörðu eftir
dauðann.
Er þetta tóm fjarstæða?
Eða er einhver fótur fyrir
þessum kenningum? Að lok-
inni rannsókn legg ég fram
nokkrar staðreyndir og læt
ykkur um að draga lyktun.
í fyrsta lagi skulum við gera
okkur ljósa grein fyrir hvað
endurholdgun er í raun og veru.
Það er trú manna að við fæð-
umst hér á jörðu oftar en einu
sinni án þess að gera okkur
það ljóst. Sumir halda því fram
að við snúum aftur til lífsins
hvað eftir annað unz sálin hef-
ur þroskast til fullkomnunnar.
Öldum saman hefur verið
uppi fólk, sem trúði því stað-
fastlega að það hefði lifað áður
á þessari jörð. Jafnvel í heil-
agri ritningu er að finna dæmi
um sálnaflakk. Kristur lýsti
því meðal annars yfir að Jó-
hannes skírari væri Elía endur-
borinn.
Nú á tímum er sálnaflakk
liður í trúarbrögðum 150 millj.
búddista og 30 milljón hindúa.
Ýmsir merkir og málsmetandi
menn hafa lýst þessari trú
sinni. Einn þeirra var Henry
Ford, brautryðjandinn mikli á
sviði bifreiðaiðnaðar.
„Ég tók að aðhyllast kenn-
inguna um sálnaflakk,'1 sagði
hann eitt sinn, „þegar ég var
26 ára gamall. Hugmyndina
fékk ég úr bók eftir Orlando
Smith. Ég var reikull í ráði og
laus í rásinni þar til ég upp-
götvaði þessa kenningu. Þegar
ég uppgötvaði kenninguna um
sálnaflakk fannst mér fundinn
lykilíinn að lífsgátunni. Tíminn
var ekki lengur takmörkunum
háður. Það var nógur tími til
að skapa og skipuleggja."
Dr. Leslie Weatherhead sem
þúsundir Breta flykkja sér um
sem andlegan leiðtoga, segir
um sálnaflakk:
„Það er uppörvandi að trúa
því að við snúum aftur og
okkur verði gefið annað tæki-
færi. Fjöldi fólks lifir undir
þungu fargi og hefur í raun-
inni aldrei tækifæri til að lifa
lífinu.“
Vissulega eru til skrásett
dæmi í hundraðatali um sálna-
flakk og fólk, sen: sver og sárt
við leggur að dæmin séu sönn.
Ur því svo mörg dæmi eru
skráð, er ástæða til að ætla að
þau dæmi séu enn fleiri, sem
aldrei hafa verið vottfest.
Það væri varla of djúpt í
árinni tekið að halda því
fram að einn af þeim seni
les þessar línur hafi ein-
livern tíma orðið fyrir undar-
legri reynslu í þessa átt,
sem hann hefur þó aðeins
minnst á við vini sína.
Til er dæmi þess að kona
nokur trúi því statt og stöðugt
að dáið barn hennar hafi fæðst
henni á ný. Hún sagði sögu
sína í Lundúnum fyrir nokkru
en vildi ekki láta geta nafns
síns af augljósum ástæðum.
í kirkjugarði í Kuala Lump-
ur standa þessi orð á legsteini:
„Til dýrðar Guði og minn-
ingar um ástkæran son okkar.
Fæddur 22. október 1920.
Dáinn 22. nóvember 1925.
Fæddur á ný 23. febrúar 1927.
Vegir Guðs eru órannsakan-
legir.“
Móðir þessa barns fór til
Malaya, gift verkfræðingi.
Philip var frumburður þeirra.
Að fimm árum liðnum tók
Philip sótt er leiddi hann til
dauða. Móðirin var slegin svo
þungu hugarangri að e.iginmað-
urinn i^ndi hana í ferðalag í
því skyni að létta sorg hennar.
Hún hélt hinsvegar þráfald-
lega áfram að syrgja barnið
og baðst fyrir í sífellu.
Eitt sinn hafði hún nýlokið
bæn sinni þegar hún fann sig
knúða til að ganga að Búrma-
búa einum er stóð við borð-
stokk skipsins og horfði á
strandlengjuna. Hann virti fyr-
ir sér musteri, sem ljómaði
í skini sólarinnar. Tilknúin
spurði konan manninn að því
hvað trú hans segði um það
hvað yrði um börn eftir dauð-
ann.
Hann sagði henni að trú-
arbrögðin gerðu ráð fyrir
því að börnin endurfæddust.
Frá þessu andartaki var
konan sannfærð um að barnið
hennar mundi fæðast henni á
nýjan leik. Þegar hún sneri
heim aftur til Malaya og sagði
vinura og vandamönnum frá
sannfæringu sinni, urðu þeir
mjög efagjarnir.
Jafnvel móðirin fór að
efast. . . þar til hún fékk sönn-
unargögn upp í hendurnar —•
að því er hún taldi. Nótt eina
dreymdi hana drenginn sinn,
Philip. í draumnum hjúfraði
hann sig að henni og sagðist
mundu koma til hennar á ný.
í annað sinn var hún að fletta
úrklippubók sem Philip hafði
átt, þegar hún rakst allt í einu
á orðið musteri krotað viðvan-
ingslegum stöfum með rithönd
hans!
Þá birtist sonurinn enn í
draumi 14 mánuðum eftir
dauða sinn, í marzmánuði 1923
og sagði:
„Ég verð hjá þér aftur tveim
mánuðum eftir jól, mamma.“
í febrúarmánuði 1927,
tveim mánuðum eftir jól ól
hún annan son.
Þessi kona trúði því statt og
stöðugt að Philip hefði fæðst
henni á ný í líki seinni sonar-
ins, að hann hefði í rauninni
endurholdgast. Enn er ekkert
sem mælir þessu í mót. Hún
skírði jafnvel nýja soninn
Philip. Trúið þér því að Philip
hafi fæðst móður sinni í annað
sinn?
í þessum greinaflokki mun
ég skýra yður frá dæmum og
atburðum af þessu tæi... en
ég mun láta yður eftir að
dæma.
FALKINN
11