Fálkinn - 20.01.1964, Side 12
ÞÆTTIR
UR ÆVI
JOHNS F.
KENNEDYS
II. ÆSKUÁR
Frá Boston fluttust Joe og
Rose Kennedy búferlum til
Riverdale í New York. Börn
þeirra voru þá orðin sjö, auk
drengjanna tveggja, fjórar dæt-
ur og sonur, Rosemary, Kathe-
leenn, Eunice, Patricia og Ro-
bert. Nokkru síðar fæddist
þeim dóttir, Jean, og loks 1932
yngsta barn þeirra, sonur Ed-
ward Moore.
Rose Kennedy tók nær sér
að hverfa úr átthögunum, frá
fjölskyldu og vinum. Þrátt
fyrir barneignir var Rose Ken-
nedy ungleg kona. Orð fór af
klæðaburði hennar. Síðar var
hún oftast dætrum sínum betur
heima í Parísartízkunni. Þegar
hún var kynnt fyrir tengdasyni
Franklin D Roosevelt, varð hon-
um að orði: „Loksins get ég
trúað sögunni um storkinn."
í Boston höfðu Kennedy-
hjónin oft farið með börnin í
heimsókn á sunnudögum til
Pats, sem þá var kominn á sjö-
tugsaldur. Þá urðu drengirnir
tveir að sitja á strák sínum, því
gamli maðurinn leit ærsl óhýru
auga. Fitzgerald var aftur á
móti mildur á manninn. Hann
hafði gaman af að rifja upp at-
burði liðinna daga í Boston,
brunann 1872 viðræður þeirra
Ralph Waldo Emerson, Henry
Wadsworth og James Russel
Lowell í The Old Corner Book-
shop; og flug sitt yfir Boston
1911 með Graham-White. Fitz-
gerald tók Jack, fimm ára
gamlan, með sér á kjörstaðina,
þegar hann var í framboði í
ríkisstjórnarkosningunum 1922.
Er Franklin D. Roosevelt kom
til Boston á kosningaferðalagi
tók hann Jack með sér á fund
hans. Roosevelt hrópaði upp,
þegar hann sá Fitzgerald: „E1
Dulce Adelino." á ferð um
Suður-Ameríku þá fyrir
skömmu hafði Fitzgerald sung-
ið „Sweet Adelino á spænsku.
Það hafði borizt Roosevelt til
eyrna.
í Boston höfu Joe og Jack
gengið í einkaskóla, Dexter
School. Þeir voru ef til vill einu
kaþólsku drengirnir á skólan-
um. En í Riverdale gengu þeir
á barnaskóla skammt frá heim-
ili þeirra. Kennarar Jacks
mundu síðar eftir honum sem
grönnum, prúðum, iðnum, við-
felldnum, en þó skapheitum
dreng, sem áhugasamur var um
enska sögu. Joe þótti öllum
betri námsmaður en Jack og
var honum líka stærri og öfl-
ugri.
Kennedy-fjölskyldan átti, auk
húss síns í New York, annað
hús, jörð þó öllu heldur, í Hy-
annis Port á Cape Cod, en á
þeim slóðum eiga margir efna-
menn bústaði. Hús fjölskyld-
unnar þar var skammt upp af
ströndinni. í grennd við það
var seglskipalægi. Skömmu síð-
ar eignaðist Kennedy-fjölskyld-
an þriðja hús sitt á Palm
Beach og síðar fleiri. Á sumrin
dvaldist Kennedy-fjölskyldan
oftast í Hyannis Port. Dreng-
irnir lærðu ungir að synda og
sigla. „Joe og Jack voru einir
úti á sjó að sigla hér í Hyannis
Port, þegar þeir voru svo litlir
að ekki sá á kollinn á þeim. Af
ströndinni sýndust bátarnir
vera mannlausir,“ sagði Joe
Kennedy einhverju sinni við
fréttamann. Ungur eignaðist
Jack bát, sem hann nefndi
„Victura“. í fjarveru föður
þeirra var Joe stoð og stytta
móður þeirra við uppeldi barn-
anna. Systkinum hans þótti
hann harður í horn að taka.
Oft kom til áfloga milli þeirra
Jacks. Beið Jack þá oftast
lægra hlut. „Ekki verður of-