Fálkinn - 20.01.1964, Page 19
Gamli Gullfoss siglir fánum prýddur inn á Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn.
Hvað var svo um að vera?
Klukkan tólf á hádegi var
fundur settur í Iðnaðarmanna-
húsinu. Fundinn setti Jón
Gunnarsson, samábyrgðarstjóri,
en hann var varaformaður í
bráðabirgða- og undirbúnings-
stjórn félags þess, er þarna
skyldi stofnað. Formaðurinn,
hinn landskunni athafnamaður
Thor Jensen, var erlendis og
gat því eigi mætt á fundinum.
Fundarstjóri var kosinn í einu
hljóði Halldór Daníelsson, yfir-
dómari. Og félagið, sem var
stofnað þennan fagra janúar
dag fyrir fimmtíu árum, var
Eimskipafélag íslands, „Óska
barn þjóðarinnar“ eins og það
réttilega oft hefur verið nefnt.
Stofnun Eimskipafélagsins
átti sér langan aðdraganda.
Sjálfsagt er erfitt að segja
hversu langan, hvar draga á
markalínuna. Beztu sonum
þjóðarinnar hafði um aldir
verið Ijóst, hver nauðsyn lands-
mönnum var á því að sigling-
ar til landsins væru reglulegar,
og hve mikið fé var dregið út
úr landinu í óhóflegum flutn-
ingsgjöldum útgerðarmanna,
sem ekki hugsuðu um neitt
nema að maka sinn eigin krók.
Þó var sjálf hugmyndin um
stofnun íslenzks gufuskipa-
félags alls ekki gömul og skal
nú nokkuð greint frá aðdrag-
anda að stofnun félagsins pg
er þar stuðzt við 25 ára af-
mælisrit Eimskipafélags ís-
lands, sem Guðni Jónsson, nú
prófessor, tók saman.
Árið 1778 hófust fyrst reglu-
bundnar póstskipaferðir milli
íslands og Kaupmannahafnar.
Fram að því hafði allur póst-
flutningur farið fram með skip-
um einokunarkaupmanna, en
sá flutningur var mjög óhent-
ugur, því þau skip komu ekki
til Kaupmannahafnar fyrr en
í ágústmánuði og var það
óþægilegt fyrir stjórnina, að fá
engan póst og skjöl frá íslandi
fyrr, hvað þá fyrir landsmenn
sjálfa, en vafalaust hafa þeirra
hagsmunir þó ekki verið þar
þyngstir á metunum.
Ekki voru þessar áætlunar-
ferðir örar fyrst í stað, ein ferð
með seglskipi árlega, og hélzt
það fyrirkomulag lengi. Síðasta
seglskipið í póstferðum hingað
hét Sölöven. Það var 108 smá-
lestir að stærð og hóf ferðir
sínar árið 1852. Ferðirnar voru
þá orðnar 3 á ári milli Kaup-
mannahafnar og fslands og auk
þess ein ferð fram og til baka
milli Reykjavíkur og Liverpool
að vetrinum. Afdrif þessa skips
urðu þau, að það fórst með
allri áhöfn nálægt Lóndröng-
um á Snæfellsnesi síðast í nóv-
ember árið 1857 í ofsaveðri á
útsiglingu frá Reykjavík.
Nú horfði ekki byrlega með
samgöngur til landsins, en þá
kemur til sögunnar einn helzti
forvígismaður Dana um sigl-
ingar á þeim tíma, C. P. A.
Koch. Hann hóf starfsemi sína
árið 1845 og jók hana hröðum
skrefum og veitti forstöðu ýms-
um skipaútgerðarfyrirtækjum,
þar á meðal Koch & Hender-
son og „Hinu almenna danska
gufuskipafélagi“, sem hann
stofnaði 1856. Og sama árið og
„Sölöven“ fórst gerði Koch
ríkisstjórninni tilboð fyrir hönd
skipafélags síns um að koma á
föstum áætlunarferðum gufu-
skipa milli íslands og Kaup-
mannahafnar. Bauðst hann til
þess að láta skip sín sigla 6—8
ferðir á ári, gegn nokkrum
styrk. Stjórnin leitaði álits al-
þingis um tilboð þetta og var
þingið því mjög hlynnt, enda
fór svo að samningur var gerð-
ur við fyrirtæki Kochs um 6
ferðir á ári. Fyrsta skipið, sem
Koch & Henderson létu í þess-
ar íslandsferðir var Arcturus,
472 brúttólestir að stærð, ný-
legt skip. Það kom fyrst til
Reykjavíkur 27 apríl 1858,
fyrsta póstgufuskipið, sem til
íslands hafði komið, og má
með sanni segja, að þá hafi
verið brotið blað í samgöngu-
sögu íslendinga.
Samningarnir við Koch &
Henderson voru endumýjaðir
lítið breyttir þar til árið 1867,
Framh. á bls. 40,
Emil Nielsen, fyrsti framkvæmdastjóri Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmda- Óttar Möller, núverandi framkvæmda-
Eimskipafélags íslands. astjóri í 32 ár. stjóri Eimskipafélagsins.
FÁLKINN 19