Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Page 28

Fálkinn - 20.01.1964, Page 28
Fjársjóður Rommels Framh. af bls. 25. leitt þá í sannleika um farm- inn . . . en hins er að gæta að leyndarmál eiga það til að fara lengra en ætlast er til. Hvað um það, svo virðist sem fjársjóður Rommels eigi eftir að sjá dagsins ljós. Og svo gæti farið þegar öllu er á botninn hvolft að fjársjóður- inn eigi eftir að lenda í óvina- höndum — höndum Breta! Og þá hefur leyndardómur- inn um fjársjóð Rommels verið upplýstur að lokum. Kennedy Framhald af bls. 13. nú allan. Kauphallarviðskipti voru þá ákaflega ör, verð bréfa ótryggt og þó alla jafna hækk- andi. Leynd hefur hvílt yfir við- skiptum Joe Kennedy á þessu skeiði. Hrunið mikla í kauphöllinni 1929 stóð Joe Kennedy af sér. Sumir segja hann hafa auðgazt um 15 mlljónir dollara á verð- hruninu. Það hefur þó verið borið til baka. Hann var þá orð- inn landskunnur maður, meira að segja þjóðsagnapersóna. Blöðin birtu viðtal við hann og myndir af honum. Og blaðales- endum kom kunnuglega fyrir sjónir þessi hái, bláeygi maður með ljóst hár, sem farið var að þynnast. Hann eignaðist vini í hópi áhrifamanna landsins. Einn þeirra var William Ran- dorph Hearst. Hann hafði hald- ið við kunningsskap sínum við Franklin D. Roosevelt, sem þá var ríkisstjóri í New York. Innan kaþólsku kirkjunnar var hann í miklum metum. Hann BlaAið MÞAiitJU er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Askriftasiimi 116 7. varð vel kunnugur Pacelli kar- dínála, sem síðar varð Píus páfi XII. Samt sem áður var hann oftast einn síns liðs í við- skiptum. Óðar en hann var setztur að starfi eða fyrirtæki var hann tekinn að hugsa sér til hreyfings á ný. Og alls stað- ar var hann talin íri. „Ég er fæddur hérna,“ varð honum einhverju sinni að orði. „Börn- in mín eru fædd héma. Hvað þarf ég eiginlega að gera til að verða Bandaríkjamaður?“ Þegar Franklin D. Roosevelt tók að vinna að því að verða frambjóðandi demókrata í for- setakosningunum 1932, lýsti Joe Kennedy yfir stuðningi við hann. í NeW York Times 8. maí 1932 var skýrt frá því að farið hefðu á fund Franklins D. Roosevelt, sem þá hvíldist í Warren Springs, Joe Kennedy, helzti samstarfsmaður hans, Eddie Moore, John F. Fitzger- ald og James M. Curley. í blað- inu var þess ennfremur getið, að Joe Kennedy hefði verið að koma úr heimsókn til Williams Randolphs í Kaliforníu. Á flokksþingi demókrata tveim- ur mánuðum síðar var það að miklu leyti fyrir áhrif Hearsts, að fulltrúarnir 44 frá Kaliforníu hurfu frá fylgd við Garner til stuðnings við Roosevelt. í kosningasjóð Franklin D. Rooosevelt gaf Joe Kennedy 25.000 dollara (sumir segja 15.000 dollara). Auk þess lán- aði hann sjóðnum 50.000 doll- ara og safnaði meðal kunningja sinna 100.000 dollurum. Þá tók hann að sér að verða formaður fjáröflunarnefndar Roosevelts í kosningunum. Roosevelt fór í kosningaferðalag sitt umBanda- ríkin í járnbrautarlest. Joe Kennedy var með í förinni og deildi klefa með Raymond Moley, einum ráðgjafa Roose- velts og ræðuritara. Þegar Roosevelt myndaði ráðuneyti sitt, kom Joe Ken- nedy til álita sem viðskipta- málaráðherra. Ekki var honum þó boðið embættið. Afnám bannlaganna var þá vænzt, því að afnám þeirra hafði verið eitt kosningaloforð Roosevelts. Joe Kennedy brá við skjótt. í september 1933 lagði hann ásamt Rose konu sinni upp í ferðalag til Evrópu í fylgd með James Roosevelt og konu hans. Þegar hann kom aftur úr förinni, hafði hann fengið einkaumboð í Bandaríkjunum fyrir viskí-tegundirnar Haigh, King William og John Dewar Scotch og Gordons-gin. Eitt- hvað kastaðist í kekki með þeim James Roosevelt sakir þessa, því að fátt var með þeim eftir Evrópu-förina. Fyrir áhrif þingnefndar Ferdinand Pecora, sem rann- sakað hafði fjármálalíf Banda- ríkjanna, var sett lög'gjöf um fjármálaviðskipti þrátt fyrir ofsafengna mótspymu fjár- málamanna. Samkvæmt lögum þessum var skipuð fimm manna eftirlitsnefnd með lánaútboð- um og kauphallarviðskiptum. Að tillögu Raymonds Moleys skipaði Roosevelt Joe Kennedy fyrsta formann nefndarinnar. Sú skipan sætti nær jafn harðri mótspyrnu meðal frjálslyndra demókrata og setning laganna hEifði áður sætt meðal fjármála- mannanna. Roosevelt leit svo á, að maður, þaulkunnugur fjár- máíaviðskiptunum í Wall Street, væri stórum betur til þess falilnn að framfylgja lög- unum. í bók sinni The Coming of the New Deal (Aðdraganda stjórnarstefnu nýju uppstokk- unarinnar) segir Arthur M. Schlesinger jr., að „honum hafi tekizt að koma (fjármálamönn- unum) til að fallast á eftirlits- nefndina án þess að hvika frá grundvallarreglum hennar og að hann hafi komið störfum hennar á skrið.“ Formannsstörf- unum sagði Joe Kennedy samt sem áður af sér að ári liðnu. Honum hafði þá orðið gott til vina meðal forvígismanna stjórnarstefnu nýju uppstokk- unarinnar. Og hann var orðinn tiður kvöldverðargestur í Hvíta húsinu. Joe Kennedy settist nú að rit- störfum og samdi bók, I ’m for Roosevelt. (Ég styð Roosevelt). Demókratar tóku bókinni frá- bærlega vel. „Bók Kennedys er bezta svarið sem birzt hefur til þessa, til þeirra, sem bera blint hatur til Roosevelt sök- um þess að hann barg skyrtu þeirra og ef til vill húð þeirra líka,“ stóð í Daily NeWs [ New York. En þeir, sem lásu bókina vandlega munu hafa veitt því athygli, að undir stuðning hans við stjórnarstefnu nýju upp- stokkunarinnar, þótt eindreg- inn væri, runnu fáar stoðir. Kennedy taldi þann höfuðkost stefnunnar, að hún bætti af- komu og tryggði velferð alls þorra manna. Annað hlutverk ríkisins æðra og göfugra en það að sjá farborða þurfandi samborgurum þekkti hann ekki. Máli sínu til stuðnings vitinaði hann í hið fræga hirðis- bréf Leós páfa XIII um hag verkalýðsstéttarinnar. Öðrum þáttum stefnunnar en hinum efnahagslegu vísaði hann á bug. „Hvers virði er atkvæði hungr- uðum manni?“ spurði hann. Joe Kennedy sneri sér að gömlum hugðarefnum að lok- inni samifingu bókarinnar. Radio Corporation of America greiddi honum 150.000 dollara fyrir áætlun um endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Og 50.000 dollara greiddi Para- mount kvikmyndafélagið hon- um fyrir álitsgerð um taprekst- ur f élagsins. En honum var ekki til setunnar boðið í fjármálá- heiminum. Fyrir orð Roosevelts tók hann í marz 1937 við for- mannsstörfum í stjórnskipaðri nefnd til athugunar á hag bandaríska kaupskipaflotaná, sem heimskreppan hafði leikið grátt. Þetta verk leysti Joe Kennedy af höndum á tíu mán- uðum. Það þótti afreksverk. Roosevelt skrifaði honum þá þetta bréf: „Kæri Joe, — þú hefur sannarlega haldið uppi orðstír þínum sem þunghöggum tveggja hnefa framkvæmdá- stjóra.“ Vorið 1938 skipaði Roosevelt Joe Kennedy sendiherra Bandg- ríkjanna í Bretlandi. Þegar forstjórar . . . Framh. af bls. 10. um hóp í einu. Allt í einu verð- ur uppi fótur og fit. ÞEIR erU komnir! Arnór Valgeirsson er fyrir hópnum, þetta er vasklegur og harðsnúinn flokkur og flestir reykja þeir pípu. Arnór ryður sér braut að dyrunum og kall- ar í dyravörðinn: flokkur og flestir reykja þeir pípu. Arnór ryður sér braut að dyrunum og kallar í dyravörð- inn: — Ég þarf að tala við hann Kolbein. Það er dálítið hik á dyra- verðinum og óðar er Arnór kominn inn. Hann á stutt sam- tal við Kolbein og Kolbeinn sver og sárt við leggur að strákarnir séu allir eigendur búðarinnar. Þeir trúa því mátu- lega og Arnór skrifar nöfnin á blað. — Það verður að tékka þetta, segir hann ákveðinn og snar- ast út. Hópurinn heldur áfram, það er í mörg horn að líta. Næst komum við Runólfur í Markaðinn. Þar vinna venju- lega 12 stúlkur en nú stendur forstjórinn sjálfur við eitt af- greiðsluborðið og hefur hlaða af Dolcis-skóm á borðinu. Hann er ögn þreytulegur en leggur sig í framkróka við að finna réttu númerin handa frúnum. Framhald á bls. 31. 28 ^ALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.