Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1964, Side 30

Fálkinn - 20.01.1964, Side 30
SLITLA SAGAIM EFTIR WILLY BREIIMHOLST ALASTAIR Betsy hafði verið gift áður. Harold hafði aftur á móti <-’.rki verið áður í hjónabandi. Betsy var hans útvalda. Hann vissi ekki hvað hann átti í vændum. En hann átti eftir að komast að raun um það. Mjög brátt. Hann fékk forsmekkinn á leið- inni út úr kirkjunni. Alastair, sagði Betsy. Alast- air var fyrrverandi eiginmað- ur hennar sem hún hafði sagt skilið við. Alastair myndi ekki hafa svarað jáinu á röngum stað. Alastair myndi ekki hafa íiktað svona við hringinn. Al- astair myndi ekki hafa gengið röngu megin við mig...... Harold roðnaði og skammað- ist sín fyrir kurfsháttinn. Svo lögðu þau upp í brúðkaupsferð- ina. — Alastair hefði ekki látið nér til hugar koma að fara með mig á annað eins hótel, sagði Betsy, þegar þau leigðu sér brúðhjónaíbúðina á hótelinu, — hér er ekki einu sinni al- mennilegt útsýni yfir Miðjarð- arhafið. Og næstu daga neyddist Har- old til að heyra í tíma og ótíma hvað Alistair myndi hafa gert og hvað hann myndi ekki hafa gert. Þau höfðu ekki lengi verið gift þegar Harold gerði sér ljósa grein fyrir því að Alastair hafði verið fyrirmynd annarra manna. Og sjálfur var hann ó- tækur í alla staði. Margoft var hann að því kominn að spyrja hversvegna hún hefði eiginlega sagt skilið við annað eins afbragð af manni, en þegar á reyndi, brast hann kjarkinn. Það hefði þótt megnasta ókurt- eisi. Alistair hefði aldrei borið fram svo dónalega spurningu. Svo Harold beit á jaxlinn. Tíminn leið. Ár. Alastair bjó sífellt í huga Betsyar. — Hvað er að sjá! gat hún spurt þegar hún kom í hús- bóndaherbergið hvar Harold sat og reykti pípuna sína í makind- um og las í blaði, — siturðu með lappirnar upp á dýra spánska borðinu okkar? Aldrei hefði Alistair dottið í hug að gera þetta! Ellegar: — Alltaf rétti Alistair mér hjálparhönd í eldhúsinu. En þú? Þú mókir fram við arininn með þessa heimskulegu glæpa- reyfara þína! Aldrei hafði Alistair mókt fyrir framan arininn. Alistair hafði ekki heldur lesið ómerki- lega glæpareyfara. Er það nokkur furða þótt Harold hafi smámsaman fengið löngun til að kynnast þessum einstaka furðumanni? — Geturðu ekki boðið honum í hádegisverð einhvern daginn? spurði hann kvöld eitt, — það væri gaman að hitta hann. — Hvað ertu að segja? spurði Betsy dolfallin. — Aldrei hefði Alistair dott- ið í hug að bera fram slíka og þvílíka uppástungu. — Hvernig geturðu verið svona óháttvís? spurði Betsy þegar hún hafði jafnað sig, Alstair myndi aldrei hafa....... — Nei, ég veit það. Svo var ekki meira um það talað. Og enn leið tíminn. Enn leið ár. Alistair, hinn guðdómlegi eiginmaður sem Betsy hafði sagt skilið við, sífellt var nafn hans nefnt þegar tækifæri gafst til. Til dæmis botnaði Betsy ekkert í því að Harold var aldrei meira en aðstoðarfor- stjóri í fyrirtæki því sem hann starfaði við. Alistair væri löngu orðinn forstjóri. — Eða aðalforstjóri? dirfðist Harold að segja. Þetta var ljóta ósvífnin. Alistair hafði aldrei leyft sér svona kaldhæðni. — Aðalforstjóri? Ja, hvers- vegna ekki? Það kæmi mér ekki á óvart að Alistair með sínar gáfur. .... Betsy stundi mæðulega og gaf til kynna að hún hefði aldrei átt að skipta á furðuverk- inu í mannsmynd og þessum vonlausa Harold....... Og þá gerðist það. Þetta litla einkennilega atvik sem varð til þess að Betsy nefndi Alistair aldrei framar á nafn. Það var á dimmu rigningar- kvöldi. Dyrabjöllunni var hringt. Harold fór fram til að opna. Hann ræddi nokkur orð við einhvern mann. Betsy lét læknaskáldsöguna síga og hlust- aði af alefli. Röddin lét henni kunnuglega í eyrum. Hún ætl- aði einmitt að rísa á fætur og ganga fram í forstofuna og at- huga hvort hún hefði heyrt rétt, þegar Harold kom inn. — Hver var þetta, spurði hún full eftirvæntingar. — Alastair, svaraði Harold og sigurhrósið leyndi sér ekki í fasi hans. — Hva — hvað, hversvegna .... sagði Betsy og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið — hversvegna bauðstu honum ekki inn? — Nú, svaraði Harold kæru- leysislega og teygði sig í kvöld- blaðið, hann var bara að biðja um fáeinar krónur svo hann gæti fengið húsaskjól um nótt- ina. Hann tókst allur á loft þegar ég gaf honum gömlu götóttu golfskóna mína sem ég ætlaði hvort sem var að henda. WiIIy Breinholst. 30 rALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.