Fálkinn - 20.01.1964, Page 40
ár lét hún ekkert frá sér heyra.
Hún bjó með elskhuga sínum
og það var fyrst eftir á — ári
eftir að mér var sleppt úr fang-
elsinu — að ég fékk bréf frá
henni. Og bréfið skrifaði hún
daginn sem hún framdi sjálfs-
morð. Elskhuginn var orðinn
leiður á henni og þess vegna
gat hún ekki lifað lengur!
— Ó, Johriny, sagði ég og
leit á nann full samúðar —
saklaus í fangelsi öll þessi ár
•— glötuðu ár.
— Glötuðu? endurtók hann
og brosti dapurlega, — Nei ekki
glötuðu. Ég hef aldrei fengið
jafn góðan tíma til að hugsa og
einmitt þessi ár .... ég fékk
nóg að hugsa um, endurtók
hann hugsandi á svip.
— Mig renndi grun í hugs-
anir hans öll þessi ár.
Hefnd.
Hann vildi hefna sín á hin-
um manninum. Hefna sín á
elskhuga Kathys.
Mig tók sárt að hugsa til
þess. Það þjónaði engum til-
gangi að hefna sín, en þó gat
ég svo hæglega skilið tilfinn-
ingar hans.
— Hver var þessi maður,
Johnny?
— Það skiptir engu máli,
sagði hann stuttaralega og það
var á honum að heyra að hon-
um fyndist hann hafa sagt of
mikið.
— Ég veit það hlýtur að vera
hryllilega erfitt, en þú verður
að reyna að gleyma. Nú er svo
langt um liðið að þú getur
varla hatað nann lengur . ... ?
— Og þetta geturðu sagt, eft-
ir að hafa séð Melissu?
Það var eitthvað í röddinni
serri skaut mér skelk í bringu.
Það var ekki aðeins hryggð
Og beiskja og hatur sem hafði
búið um sig í sál hans. Það var
eitthvað annað að auki og ég
fann að ég varð að leysa hann
úr þessum álögum. Ég varð að
fá hann til að beina huganum
•ð einhverju öðru en hefnd.
— Heimsækirðu Melissu oft?
spurði ég. Þetta var það eina
sem mér datt í hug á stundinni
að gæti hjálpað. Hann unni
dóttur sinni. En nú varð hann
ofsareiður, snéri sér að mér og
næstum því hreytti út úr sér:
— Já, ég geri það! Og fer
með hana á kaffihúsið og kaupi
þar ís handa henni. Hún ber
ekki skynbragð á annað hér í
heimi. Mig þekkir hún ekki
einu sinni aftur.Ertu nú ánægð?
Hefurðu fengið að vita nóg?
Loksins hefur þér tekizt að
grafa það upp hvar ég var á
miðvikudag og með hvérjum!
40 FÁLKINN
Hann æpti að mér en í augna-
ráðinu lýsti sér örvilnun og ég
óskaði þess af heilum hug að
ég gæti hjálpað honum. Allt
sem ég gat gert var að strjúka
yfir handarbakið á honum. Og
stuttu síðar varð hann ögn ró-
legri og við ókum þögul aftur
til London.
Ég hélt hann mundi aka mér
heim, en þess i stað stefndi
hann að „Þrem Akurlendum".
Rökkur var hnigið yfir
byggðina áður en við náðum
áfangastað og Johnny lét það
verða sitt fyrsta verk að
kveikja upp í arninum. Meðan
hann var að bjástra við það
fékk ég tóm til að virða hann
nánar fyrir mér. Svipurinn á
andlitinu var óráðin gáta og
hann virtist eiga í sálarstríði.
Mér þótti viturlegast að mæla
ekki orð af vörum en sat og
horfði eins og í leiðslu á gráð-
ugar eldtungurnar sem læstust
um birkilurkana.
Johnny hafði uppi á vín-
flöskum og tveimur glösum
sem hann setti á borð við stól-
ana framan við arininn og
kveikti á standlampa.
Þama ríkti friður og ró og
ég vonaði með sjálfri mér að
það hefði sefandi áhrif á
Johnny.
Hann stóð uppréttur með
glasið í hendinni og horfði í
eldinn. Skyndilega snéri hann
sér að mér.
— Karen .... ég þarf að
fara til Parísar í nokkra daga,
en fyrst .... langaði mig að
spyrja þig að dálitlu.
Hann varð skjálfraddaður og
dró djúpt að sér andann áður
en hann sagði:
— Karen .... viltu giftast
mér?
Framh. í næsta blaði.
Eimskip 50 ára
Framhald af bls. 38.
áfram fundum sínum og boð-
uðu fleiri menn til fundanna.
Höfðu þeir þann hátt á, að
bæta mönnum við í smáhóp-
um og sýndu með því þá var-
kárni og gætni sem einkenndu
stofnun Eimskipafélags íslands
og áttu sinn þátt í, hversu
giftusamlega hún tókst, þrátt
fyrir óhöpp á fyrstu árum og
óvild voldugra aðila.
Hinn 21. febrúar var hald-
inn fundur um málið í Hótel
Reykjavík og málin skýrð, eftir
athugun nefndar. Á þessum
fundi var kosin fyrsta bráða-
birgðastjórnin og áttu í henni
sæti þeir Thor Jensen, Sveinn
Björnsson, Eggert Claessen,
Jón Björnsson og Jón Þorláks-
son. Skömmu síðar skipti stjórn-
in með sér verkum og var Thor
Jensen formaður, Eggert Claes-
sen gjaldkeri og Sveinn Björns-
son ritari. Síðar bættust í
stjórnina þeir Jón Gunnarsson,
sem áður er getið og Ólafur G.
Eyjólfsson, kaupmaður. Var nú
tekið að undirbúa hlutafjár-
útboð og voru valdir menn um
allt land til þess að standa
fyrir hlutafjársöfnun, og jafn-
framt var ákveðið að skrifa
málsmetandi íslendingum _ í
Danmörku og Vesturheimi. Út-
sendingunni lauk 20. marz og
undir hlutafjárútboðið skrifuðu
65 menn í Reykjavík; meiri
hlutinn var kaupmenn.
Áætlað var að safna hlutafé
að upphæð 385.000 krónur, og
gert var ráð fyrir því að kaupa
tvö skip, annað 1200 smálest-
ir, er hefði farþegarými og
gengi 12 mílur á vöku og yrði
í förum milli útlanda og
Reykjavíkur og Vestfjarða og
hitt 1100 smálestir að stærð,
eins útbúið og stærra skipið,
nema hvað farþegarými var
nokkuð minna, hraði 11 míl-
ur á vöku og átti þetta skip
að vera í förum milli útlanda
og í kringum landið. Verð
fyrra skipsins var áætlað
475.000 krónur, en verð minna
skipsins 350.000 krónur.
Hlutafjárútboðinu var tekið
betur en hinir bjartsýnustu
höfðu gert sér vonir um. Málið
hlaut svo almennan stuðning,
að sumumi fannst nóg um.
Töldú sumir það vart geta
góðri lukku stýrt, að öll póli-
tísku blöðin urðu allt í einu
sammála og kepptust um að
styðja málefnið og töldu slíka
samstöðu jafnvel ills fyrirboða!
Einna fegurstur er þó þáttur
Vestur-íslendinga í þessu máli.
fslendingum hér heima var
það brýnt hagsmunamál, að
hið nýja félag kæmist á fót.
Það fé, sem lagt var í félagið
myndi skila sér aftur. En ís-
lendingar vestanhafs áttu þar
engra hagsmuna að gæta. Þeir
lögðu fé sitt í áhættu; lögðu
það í félag, sem vitað var að
myndi eiga í harðvítugri sam-
keppni við öfluga andstæðinga.
Þeim kom það eitt til að sýna
ættrækni sína og þjóðrækni
í verki, og það gerðu þeir
ósvikið. Þeir söfnuðu miklu
hlutafé og hafa allt til þessa
dags átt fulltrúa í stjórn Eim-
skipafélagsins.
En stofnun Eimskipafélags-
ins var ekki alls staðar jafn
vel séð. Sameinaða gufuskipa-
félaginu leizt ekkert á þetta
brambolt. Forsvaramenn félags-
stofnunarinnar ákváðu að leita
til alþingis um nokkurn styrk
í upphafi, svo og að bjóða
landssjóði að gerast hluthafi í
félaginu. Þingmenn vildu í
fyrstunni binda þetta því skil-
yrði, að félagið tæki þegar að
sér strandferðir við landið, en
til þess treystust Eimskipa-
félagsmenn ekki strax. Stóð í
allmiklu þófi um þetta atriði
um hríð, en þó náðist að lokum
samkomulag, þar sem farinn
var nokkur millivegur. En á
meðan umræður fóru fram á
alþingi, árið 1913, barst ráð-
herra svohljóðandi símskeyti
frá Sameinaða gufuskipafélag-
inu: „Til þess að varna mis-
skilningi er yðar hágöfgi hér
með tilkynnt, að tilboð vort um
strandferðir 1914—1915 verður
tekið aftur, svo framarlega
sem alþingi samþykkir að
styðja millilandaferðir Eim-
skipafélags fslands með hluta-
töku eða landssjóðsstyrk."
Vafalaust hefur þetta skeyti
átt að skjóta þingmönnum
skelk í bringu og koma í veg
fyrir það að þeir þyrðu að
styrkja hið unga félag. En þar
fór á annan veg. Þessi kúgunar-
tilraun vakti svo almenna
gremju, að menn tóku kipp og
hlutafjársöfnunin gekk betur
en nokkru sinni fyrr og víða
bættu menn við sig mörgum
nýjum hlutum. Alþingi bárust
áskoranir úr öllum áttum um
að veita Eimskipafélaginu sem
allra ríflegastan styrk. Og svo
fór, að alþingi gerði samninga
við annað erlent skipafélag um
að taka að sér strandferðir hér
við land um sinn! Lauk þar
með strandsiglingum Samein-
aða gufuskipafélagsins hér við
land.
Þegar sýnt var, hve vel
hlutafjársöfnunin gengi, ákvað
bráðabirgðastjórnin að stofn-
fundur félagsins skyldi haldinn
í Reykjavík 17. janúar 1914.
Fundurinn var boðaður í öll-
um blöðum landsins í lok sept-
embermánaðar árið 1913 og
skorað var á menn að greiða
hlutafé sitt að fullu fyrir 15.
desember það ár. f október var
sent út um allt land, svo og
til Kaupmannahafnar og Vest-
urheims, lagafrumvarp fyrir
félagið, sem þeir Sveinn Björns-
son og Eggert Claessen höfðu
samið.
Hér hefur verið drepið á
nokkur atriði í undirbúningn-
um að stofnun Eimskipafélags
íslands, en aðeins stiklað á
þeim stærstu. Eins og sjá má
var vel til alls vandað og starf-
að af þeirri gætni og varkárni,
Framhald á bls. 42,