Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Page 5

Fálkinn - 08.06.1964, Page 5
reyna aö lcoma þér upp nýjum Tcvenmanni. Varöandi seinni liluta bréfsins er þaö aö segja aö þessi liugmynd þín er svo sem ágcet en sennilega nokkuö kostnaöarsöm og mundi aldrei borga sig fjárhagslega Skriftin er ágaet Þrifnaður í borginni. Kæri Fálki! Nú á að fara að taka til í borginni svo um munar. Heil nefnd sett á laggirnar svo ein- hver ætti árangurinn að verða. Og þetta er vegna 20 ára afmælis lýðveldisins. Fleira mætti nú hreinsa í þessu bless- uðu lýðveldi en ruslið á lóðum Reykvíkinga. Og svo þessi ein- kennilega árátta að vera sóðar á milli stórafmæla og komu þjóðhöfðingja og stór tiltektir þegar þetta stendur fyrir dyr- um. Nei þessi þrifnaður á borg- inni hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar undanfarin ár og sum borgarfyrirtækin ættu að byrja á að taka til hjá sér áður en þau fara að heimsækja út- svarsgreiðendur úti í borg. Og það þýðir lítið að skipa nefnd í málið og taka til og gera svo ekkert næstu fimm árin. Það verður að gera eitthvað milli þessara afmæla, t. d. að reyna að kenna borgurunum að ganga þrifalega um. Gera sektir og ganga fast fram í að þær séu greiddar skilvíslega en ekki láta það vera dauð reiknings- eyðublöð útfyllt niður í ein- hverri skrifborðsskúffunni hjá borgaryfirvöldunum. Nei, um- gengnin hér í borginni hún er ekki upp á marga fiska. Man nú enginn eftir þegar loka varð jarðgöngunum undir Miklu- brautina vegna sóðaskapar. Og hvað var gert í því máli? Göng- unum lokað. Ekki þrifið til eða settur vörður til að rannsaka hverjir stæðu fyrir óþrifnaðin- um. En það er þó alltaf gott þegar menn eru vaknaðir til umhugsunar þótt vegna af- mælis sé. Borgari. Svar: Viö erum þér sammála i því aö umgengni hér í borginni er al- mennt á mjög lágu stigi. Hinu ber ekki aö neita aö margir ganga mjög vel um boeöi fyrirtœki og einstaklingar og eru öörum sötm fyrirmynd í þessu atriöi. Svar til Pésa: Þú skalt ekkert vera aö ganga eftir þessu viö hann kunningja þinn ef hann sér eklci sóma sinn Í því aö skila þessu án þess þú gangir eftir því. Þð þú veröir af nokkrum krónum er þaö betra heldur en aö láta hann hafa högg- staö á þér og þú veröur alltaf reynslunni rikari. Svo þökkum viö þér skemmtilegt bréf og vonum aö þú sendir okkur línu einhvern tima seinna. Ölvun um hvítasunnu. Kæri Fálki! Hvítasunnan virðist vera á leiðinni með að vera ein mesta óregluhelgi hér hjá okkur og væri sönnu nær að kalla hana Bakkusarhelgi. í fyrra var ó- fögnuðurinn í Þjórsárdal en að þessu sinni í Borgarfirði að því er sagt er. Og hvað var gert. Jú, nokkrir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að taka vín af unglingunum annað ekki. Engin ferð skipulögð, og ekk- ert gert til þess að reyna að koma í veg fyrir áfengisneyzlu unglinga. Það er ekki lögregl- unnar að sjá um að unglingar drekki ekki vín um hvítasunn- una né aðrar helgar eins og sumir vilja vera láta. Það eru allt aðrir sem eiga að koma í veg fyrir þetta. Það eru þeir sem fara með uppeldis- og menningarmálin í landinu. Það eru þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgðina. Það urðu ekki svo lítil læti í fyrra út af þessu fylliríi í Þjórsárdalnum. Allt ætlaði af göflunum að ganga. En það var eftir að vitleysan hafði átt sér stað. Hvar voru þeir sem áttu að sjá um að þessi mál væru í lagi? Og hvað lærð- um við af þeirri reynslu? Jú, það að um Verzlunarmanna- helgina var skipulagt skemmt- anahald í Þórsmörk. Og hver var útkoman úr því. Jú, miklu minni drykkjuskapur heldur en áður hafði tíðkast á þeim stað um þessa helgi. En hvað skeður svo í Borgarfirði. Ekkert var gert til þess að reyna að hafa ofan af þessum unglingum sem vitað var þó löngu áður að mundu leggja þarna leið sína. Hvar var nú fengin reynsla? Fáliðaðir lögregluþjón- ar voru sendir á staðinn og þeir áttu að kippa 1 lag með því að taka áfengisflöskur af ungling- um því sem hinir höfðu gleymt að sjá um. Nei, við verðum að taka þessi mál mun fastari tök- um heldur en gert hefur verið hingað til. Hér duga engin vett- lingatök því heill og framtíð þjóðarinnar eru í húfi. P. T. Svar: Þaö er rétt þessi mál veröur aö taka föstum tökum en talsvert hefur nú áunnist því ástandiö i Borgarfiröi var lwergi nærri eins slœmt og í Þjórsárdal í fyrra. Félagsprentsmiðjan h.f. SPÍTALASTÍG 10 (við Óðinstorg) SÍMI 11640. Prentnn Á BÓKUM — BLÖÐUM TÍMARITUM ALLS KONAR EYÐUBLAÐAPRENTUN. Strikun á verzlunarbókum og lausblöðum. Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gumstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara, Leitið fyrst til okkar. Félagsprefttsmiðjan ti.f. Spítalastíg 10. — Síml 11640. KÍNVERSKIR, HANDSAUMAÐIR PÚÐAR, MYNDOFNIR OG VÍROFNIIR. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA. FLJÖT AFGREIÐSLA. HÖFUM EINNIG EINKASÖLU Á REST-BEST KODDUM. DÚN- 0G FIÐURHREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi). Sími 18740. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.